Innlent

Sigurvegarinn fær forsíðuna

Efnt var til ljósmyndasamkeppni á sama tíma í fyrra og tóku um 250 ljósmyndarar þátt í að festa haustið á filmu. mynd/alex máni guðríðarson
Efnt var til ljósmyndasamkeppni á sama tíma í fyrra og tóku um 250 ljósmyndarar þátt í að festa haustið á filmu. mynd/alex máni guðríðarson
Ljósmyndasamkeppni Fréttablaðsins hefst í dag og er þemað „Fólk að hausti“. Besta myndin mun prýða forsíðu Fréttablaðsins laugardaginn 1. október næstkomandi. Verðlaun fyrir fyrsta sætið eru leikhúsmiðar fyrir sex í Borgarleikhúsið. Verðlaun fyrir annað og þriðja sætið eru leikhúsmiðar fyrir tvo í Borgarleikhúsið.

Hver þátttakandi skal senda inn eina mynd og skal hún hafa verið tekin nú í haust. Óheimilt er að senda inn eða eigna sér ljósmyndir sem eru teknar af öðrum en sendanda.

Áskilinn er réttur til að hafna hvaða mynd sem er og til að breyta fyrirsögn og myndatexta í birtingu. Jafnframt er áskilinn réttur til birtingar myndar á forsíðu blaðsins. Innsendar myndir eru eign höfunda en Fréttablaðinu og Vísir.is er heimilt að birta þær í tengslum við keppnina og í kjölfar hennar, svo fremi sem höfundarnafn er tiltekið.

Samkeppnin stendur frá morgni dagsins í dag, 23. september, til klukkan tólf á hádegi miðvikudagsins 28. september. Hver ljósmyndari má senda eina mynd inn, fyrsta myndin gildir. Tilkynnt verður um val forsíðumyndarinnar um miðjan föstudag 30. september næstkomandi.

Tekið er við myndum í netfanginu ljosmyndasamkeppni@frettabladid.is og skulu þær vera í nægilegri upplausn til að birta í blaðinu. Myndinni þarf að fylgja nafn höfundar og upplýsingar um heimilisfang, netfang og símanúmer.- sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×