Samkeppnisstaða fjármálafyrirtækja skert með nýjum bankaskatti Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. september 2011 21:38 Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, gagnrýnir hugmyndir um nýja skattinn. Okkur líst afar illa á þennan skatt, segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Hann staðfestir í samtali við Vísi að samtökunum hafi verið kynntar hugmyndir í gær um 10,5% skatt sem fjármálaráðuneytið hyggst leggja á launagreiðslur starfsmanna hjá fjármálafyrirtækjum vátryggingafélögum og lífeyrissjóðum á næsta ári. Guðjón segir að margir vankantar séu á þessum nýja skatti. „Í fyrsta lagi er sífellt verið að auka skattbyrði á fjármálakerfið. Það er að borga tekjuskatt og því til viðbótar sérstakan bankaskatt," segir Guðjón. Hann segir að þessu til viðbótar greiði bankar milljarða í kostnað vegna reksturs fjármálaeftirlitsins, umboðsmanns skuldara og fleiri aðila. Guðjón bendir að auki á að fjármálafyrirtæki og önnur fyrirtæki greiði í dag tryggingagjald sem nemi um 9% af tryggingagjaldi. „Með þessum skatti er skattur á launakostnað kominn upp í 20% sem hlýtur að bitna á samkeppnishæfni þeirra og mögulega hafa áhrif á ráðningamál einnig," segir Guðjón.Snertir ung og lítil fyrirtæki illa Guðjón segir að þessi nýi skattur sem verið er að boða muni lenda sérstaklega illa á minni fyrirtækjum og ekki síst þeim sem eru ung að árum því að hann taki ekki tilliti til afkomu fyrirtækjanna. Hann leggist á laun óháð því hvort fyrirtækið skili hagnaði eða ekki. „Og það eru náttúrlega ýmis smærri fyrirtæki að byrja að fóta sig í þessu og þá er blóðugt að þurfa skyndilega að reikna með nýjum óvæntum skatti óháð arðsemi fyrirtækjanna á þeim tímapunkti," segir Guðjón. Að auki bendir Guðjón á að nú sé verið að reyna að fá erlenda aðila til að fjárfesta á Íslandi og sífelldar nýjar skattheimtur séu ekki til þess fallnar að auka möguleika á því. „Þvert á móti draga þær úr vilja aðila til þess að koma hingað," segir Guðjón. Tengdar fréttir Efast um skatta á laun bankastarfsmanna Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur efasemdir um að rétt sé að hækka skatta á laun bankastarfsmanna. Í fjármálaráðuneytinu er um þessar mundir verið að ræða að leggja sérstakan 10,5% skatti ofan á launakostnað banka og tryggingafyrirtækja, eftir því sem Viðskiptablaðið greinir frá. 22. september 2011 20:02 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
Okkur líst afar illa á þennan skatt, segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Hann staðfestir í samtali við Vísi að samtökunum hafi verið kynntar hugmyndir í gær um 10,5% skatt sem fjármálaráðuneytið hyggst leggja á launagreiðslur starfsmanna hjá fjármálafyrirtækjum vátryggingafélögum og lífeyrissjóðum á næsta ári. Guðjón segir að margir vankantar séu á þessum nýja skatti. „Í fyrsta lagi er sífellt verið að auka skattbyrði á fjármálakerfið. Það er að borga tekjuskatt og því til viðbótar sérstakan bankaskatt," segir Guðjón. Hann segir að þessu til viðbótar greiði bankar milljarða í kostnað vegna reksturs fjármálaeftirlitsins, umboðsmanns skuldara og fleiri aðila. Guðjón bendir að auki á að fjármálafyrirtæki og önnur fyrirtæki greiði í dag tryggingagjald sem nemi um 9% af tryggingagjaldi. „Með þessum skatti er skattur á launakostnað kominn upp í 20% sem hlýtur að bitna á samkeppnishæfni þeirra og mögulega hafa áhrif á ráðningamál einnig," segir Guðjón.Snertir ung og lítil fyrirtæki illa Guðjón segir að þessi nýi skattur sem verið er að boða muni lenda sérstaklega illa á minni fyrirtækjum og ekki síst þeim sem eru ung að árum því að hann taki ekki tilliti til afkomu fyrirtækjanna. Hann leggist á laun óháð því hvort fyrirtækið skili hagnaði eða ekki. „Og það eru náttúrlega ýmis smærri fyrirtæki að byrja að fóta sig í þessu og þá er blóðugt að þurfa skyndilega að reikna með nýjum óvæntum skatti óháð arðsemi fyrirtækjanna á þeim tímapunkti," segir Guðjón. Að auki bendir Guðjón á að nú sé verið að reyna að fá erlenda aðila til að fjárfesta á Íslandi og sífelldar nýjar skattheimtur séu ekki til þess fallnar að auka möguleika á því. „Þvert á móti draga þær úr vilja aðila til þess að koma hingað," segir Guðjón.
Tengdar fréttir Efast um skatta á laun bankastarfsmanna Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur efasemdir um að rétt sé að hækka skatta á laun bankastarfsmanna. Í fjármálaráðuneytinu er um þessar mundir verið að ræða að leggja sérstakan 10,5% skatti ofan á launakostnað banka og tryggingafyrirtækja, eftir því sem Viðskiptablaðið greinir frá. 22. september 2011 20:02 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
Efast um skatta á laun bankastarfsmanna Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur efasemdir um að rétt sé að hækka skatta á laun bankastarfsmanna. Í fjármálaráðuneytinu er um þessar mundir verið að ræða að leggja sérstakan 10,5% skatti ofan á launakostnað banka og tryggingafyrirtækja, eftir því sem Viðskiptablaðið greinir frá. 22. september 2011 20:02