Samkeppnisstaða fjármálafyrirtækja skert með nýjum bankaskatti Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. september 2011 21:38 Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, gagnrýnir hugmyndir um nýja skattinn. Okkur líst afar illa á þennan skatt, segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Hann staðfestir í samtali við Vísi að samtökunum hafi verið kynntar hugmyndir í gær um 10,5% skatt sem fjármálaráðuneytið hyggst leggja á launagreiðslur starfsmanna hjá fjármálafyrirtækjum vátryggingafélögum og lífeyrissjóðum á næsta ári. Guðjón segir að margir vankantar séu á þessum nýja skatti. „Í fyrsta lagi er sífellt verið að auka skattbyrði á fjármálakerfið. Það er að borga tekjuskatt og því til viðbótar sérstakan bankaskatt," segir Guðjón. Hann segir að þessu til viðbótar greiði bankar milljarða í kostnað vegna reksturs fjármálaeftirlitsins, umboðsmanns skuldara og fleiri aðila. Guðjón bendir að auki á að fjármálafyrirtæki og önnur fyrirtæki greiði í dag tryggingagjald sem nemi um 9% af tryggingagjaldi. „Með þessum skatti er skattur á launakostnað kominn upp í 20% sem hlýtur að bitna á samkeppnishæfni þeirra og mögulega hafa áhrif á ráðningamál einnig," segir Guðjón.Snertir ung og lítil fyrirtæki illa Guðjón segir að þessi nýi skattur sem verið er að boða muni lenda sérstaklega illa á minni fyrirtækjum og ekki síst þeim sem eru ung að árum því að hann taki ekki tilliti til afkomu fyrirtækjanna. Hann leggist á laun óháð því hvort fyrirtækið skili hagnaði eða ekki. „Og það eru náttúrlega ýmis smærri fyrirtæki að byrja að fóta sig í þessu og þá er blóðugt að þurfa skyndilega að reikna með nýjum óvæntum skatti óháð arðsemi fyrirtækjanna á þeim tímapunkti," segir Guðjón. Að auki bendir Guðjón á að nú sé verið að reyna að fá erlenda aðila til að fjárfesta á Íslandi og sífelldar nýjar skattheimtur séu ekki til þess fallnar að auka möguleika á því. „Þvert á móti draga þær úr vilja aðila til þess að koma hingað," segir Guðjón. Tengdar fréttir Efast um skatta á laun bankastarfsmanna Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur efasemdir um að rétt sé að hækka skatta á laun bankastarfsmanna. Í fjármálaráðuneytinu er um þessar mundir verið að ræða að leggja sérstakan 10,5% skatti ofan á launakostnað banka og tryggingafyrirtækja, eftir því sem Viðskiptablaðið greinir frá. 22. september 2011 20:02 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Sjá meira
Okkur líst afar illa á þennan skatt, segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Hann staðfestir í samtali við Vísi að samtökunum hafi verið kynntar hugmyndir í gær um 10,5% skatt sem fjármálaráðuneytið hyggst leggja á launagreiðslur starfsmanna hjá fjármálafyrirtækjum vátryggingafélögum og lífeyrissjóðum á næsta ári. Guðjón segir að margir vankantar séu á þessum nýja skatti. „Í fyrsta lagi er sífellt verið að auka skattbyrði á fjármálakerfið. Það er að borga tekjuskatt og því til viðbótar sérstakan bankaskatt," segir Guðjón. Hann segir að þessu til viðbótar greiði bankar milljarða í kostnað vegna reksturs fjármálaeftirlitsins, umboðsmanns skuldara og fleiri aðila. Guðjón bendir að auki á að fjármálafyrirtæki og önnur fyrirtæki greiði í dag tryggingagjald sem nemi um 9% af tryggingagjaldi. „Með þessum skatti er skattur á launakostnað kominn upp í 20% sem hlýtur að bitna á samkeppnishæfni þeirra og mögulega hafa áhrif á ráðningamál einnig," segir Guðjón.Snertir ung og lítil fyrirtæki illa Guðjón segir að þessi nýi skattur sem verið er að boða muni lenda sérstaklega illa á minni fyrirtækjum og ekki síst þeim sem eru ung að árum því að hann taki ekki tilliti til afkomu fyrirtækjanna. Hann leggist á laun óháð því hvort fyrirtækið skili hagnaði eða ekki. „Og það eru náttúrlega ýmis smærri fyrirtæki að byrja að fóta sig í þessu og þá er blóðugt að þurfa skyndilega að reikna með nýjum óvæntum skatti óháð arðsemi fyrirtækjanna á þeim tímapunkti," segir Guðjón. Að auki bendir Guðjón á að nú sé verið að reyna að fá erlenda aðila til að fjárfesta á Íslandi og sífelldar nýjar skattheimtur séu ekki til þess fallnar að auka möguleika á því. „Þvert á móti draga þær úr vilja aðila til þess að koma hingað," segir Guðjón.
Tengdar fréttir Efast um skatta á laun bankastarfsmanna Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur efasemdir um að rétt sé að hækka skatta á laun bankastarfsmanna. Í fjármálaráðuneytinu er um þessar mundir verið að ræða að leggja sérstakan 10,5% skatti ofan á launakostnað banka og tryggingafyrirtækja, eftir því sem Viðskiptablaðið greinir frá. 22. september 2011 20:02 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Sjá meira
Efast um skatta á laun bankastarfsmanna Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur efasemdir um að rétt sé að hækka skatta á laun bankastarfsmanna. Í fjármálaráðuneytinu er um þessar mundir verið að ræða að leggja sérstakan 10,5% skatti ofan á launakostnað banka og tryggingafyrirtækja, eftir því sem Viðskiptablaðið greinir frá. 22. september 2011 20:02