Tíu milljarðar settir í almenningssamgöngur 23. september 2011 04:30 Fjármagn frá ríkisstjórninni mun nýtast við að þétta stofnæðar Strætó, segir formaður borgarráðs. Meðal annars verði skoðað að koma á fót fleiri forgangsakreinum fyrir strætó. fréttablaðið/vilhelm Ríkisstjórnin hefur skuldbundið sig til að setja einn milljarð króna árlega í almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Litið er á verkefnið sem kjarabót, þar sem samgöngur eru nú næststærsti útgjaldaliður heimila, næst á eftir húsnæði og hærri en matarinnkaup. Ráðherrar innanríkis- og fjármála undirrituðu viljayfirlýsingu þess efnis í gær, ásamt fulltrúum Vegagerðarinnar og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Við taka samningar um málið á grundvelli samkomulagsins. Yfirlýsingin hefur fengið grænt ljós hjá öllum borgar- og bæjarráðum sveitarfélaganna. Þau hafa jafnframt skuldbundið sig til að skerða ekki framlag sitt til Strætó bs. á tímabilinu, en það nemur í ár rúmum 2,5 milljörðum. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir samkomulagið marka tímamót og þarna birtist ásetningur ríkisstjórnarinnar um að horfast í augu við kall tímans og efla almenningssamgöngur. „Nú er komið að hinum, sem hafa gagnrýnt það á undanförnum árum að það hafi ekki verið gert nóg í þágu almenningssamgangna. Það er margt sem styrkir okkur í þessari afstöðu. Þetta er jafnréttismál, því fólk mun þurfa að reiða sig á almenningssamgöngur í auknum mæli. Eldsneyti er dýrt og bílar eru dýrir og samgöngur eru nú í öðru sæti í útgjöldum heimila.“ Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, tekur undir að um mikil tímamót sé að ræða. „Þarna er um verulegar fjárhæðir að ræða sem skipta miklu máli við að bæta þjónustu við farþega,“ segir Dagur. Hann segir fjármagnið fyrst og fremst munu nýtast við að þétta netið á stofnæðum. Markmiðið sé að farþegar þurfi ekki að kunna tímatöfluna heldur geti treyst á örugga, góða og hraða þjónustu. Dagur vonast til þess að viðræður um framkvæmdir á grundvelli viljayfirlýsingarinnar fari af stað sem fyrst, helst strax. Ásgerður Halldórsdóttir, formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, segir mikil tækifæri fólgin í yfirlýsingunni. „Við hlökkum til að vinna að þessu verkefni með Vegagerðinni. Nú eigum við eftir að leggjast yfir forgangsröðun verkefna.“ Verkefnið lýtur ekki einungis að eflingu strætisvagnakerfisins, aðrir valkostir verða einnig efldir svo sem hjólreiðar. kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur skuldbundið sig til að setja einn milljarð króna árlega í almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Litið er á verkefnið sem kjarabót, þar sem samgöngur eru nú næststærsti útgjaldaliður heimila, næst á eftir húsnæði og hærri en matarinnkaup. Ráðherrar innanríkis- og fjármála undirrituðu viljayfirlýsingu þess efnis í gær, ásamt fulltrúum Vegagerðarinnar og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Við taka samningar um málið á grundvelli samkomulagsins. Yfirlýsingin hefur fengið grænt ljós hjá öllum borgar- og bæjarráðum sveitarfélaganna. Þau hafa jafnframt skuldbundið sig til að skerða ekki framlag sitt til Strætó bs. á tímabilinu, en það nemur í ár rúmum 2,5 milljörðum. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir samkomulagið marka tímamót og þarna birtist ásetningur ríkisstjórnarinnar um að horfast í augu við kall tímans og efla almenningssamgöngur. „Nú er komið að hinum, sem hafa gagnrýnt það á undanförnum árum að það hafi ekki verið gert nóg í þágu almenningssamgangna. Það er margt sem styrkir okkur í þessari afstöðu. Þetta er jafnréttismál, því fólk mun þurfa að reiða sig á almenningssamgöngur í auknum mæli. Eldsneyti er dýrt og bílar eru dýrir og samgöngur eru nú í öðru sæti í útgjöldum heimila.“ Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, tekur undir að um mikil tímamót sé að ræða. „Þarna er um verulegar fjárhæðir að ræða sem skipta miklu máli við að bæta þjónustu við farþega,“ segir Dagur. Hann segir fjármagnið fyrst og fremst munu nýtast við að þétta netið á stofnæðum. Markmiðið sé að farþegar þurfi ekki að kunna tímatöfluna heldur geti treyst á örugga, góða og hraða þjónustu. Dagur vonast til þess að viðræður um framkvæmdir á grundvelli viljayfirlýsingarinnar fari af stað sem fyrst, helst strax. Ásgerður Halldórsdóttir, formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, segir mikil tækifæri fólgin í yfirlýsingunni. „Við hlökkum til að vinna að þessu verkefni með Vegagerðinni. Nú eigum við eftir að leggjast yfir forgangsröðun verkefna.“ Verkefnið lýtur ekki einungis að eflingu strætisvagnakerfisins, aðrir valkostir verða einnig efldir svo sem hjólreiðar. kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum Sjá meira