Tíu milljarðar settir í almenningssamgöngur 23. september 2011 04:30 Fjármagn frá ríkisstjórninni mun nýtast við að þétta stofnæðar Strætó, segir formaður borgarráðs. Meðal annars verði skoðað að koma á fót fleiri forgangsakreinum fyrir strætó. fréttablaðið/vilhelm Ríkisstjórnin hefur skuldbundið sig til að setja einn milljarð króna árlega í almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Litið er á verkefnið sem kjarabót, þar sem samgöngur eru nú næststærsti útgjaldaliður heimila, næst á eftir húsnæði og hærri en matarinnkaup. Ráðherrar innanríkis- og fjármála undirrituðu viljayfirlýsingu þess efnis í gær, ásamt fulltrúum Vegagerðarinnar og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Við taka samningar um málið á grundvelli samkomulagsins. Yfirlýsingin hefur fengið grænt ljós hjá öllum borgar- og bæjarráðum sveitarfélaganna. Þau hafa jafnframt skuldbundið sig til að skerða ekki framlag sitt til Strætó bs. á tímabilinu, en það nemur í ár rúmum 2,5 milljörðum. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir samkomulagið marka tímamót og þarna birtist ásetningur ríkisstjórnarinnar um að horfast í augu við kall tímans og efla almenningssamgöngur. „Nú er komið að hinum, sem hafa gagnrýnt það á undanförnum árum að það hafi ekki verið gert nóg í þágu almenningssamgangna. Það er margt sem styrkir okkur í þessari afstöðu. Þetta er jafnréttismál, því fólk mun þurfa að reiða sig á almenningssamgöngur í auknum mæli. Eldsneyti er dýrt og bílar eru dýrir og samgöngur eru nú í öðru sæti í útgjöldum heimila.“ Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, tekur undir að um mikil tímamót sé að ræða. „Þarna er um verulegar fjárhæðir að ræða sem skipta miklu máli við að bæta þjónustu við farþega,“ segir Dagur. Hann segir fjármagnið fyrst og fremst munu nýtast við að þétta netið á stofnæðum. Markmiðið sé að farþegar þurfi ekki að kunna tímatöfluna heldur geti treyst á örugga, góða og hraða þjónustu. Dagur vonast til þess að viðræður um framkvæmdir á grundvelli viljayfirlýsingarinnar fari af stað sem fyrst, helst strax. Ásgerður Halldórsdóttir, formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, segir mikil tækifæri fólgin í yfirlýsingunni. „Við hlökkum til að vinna að þessu verkefni með Vegagerðinni. Nú eigum við eftir að leggjast yfir forgangsröðun verkefna.“ Verkefnið lýtur ekki einungis að eflingu strætisvagnakerfisins, aðrir valkostir verða einnig efldir svo sem hjólreiðar. kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur skuldbundið sig til að setja einn milljarð króna árlega í almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Litið er á verkefnið sem kjarabót, þar sem samgöngur eru nú næststærsti útgjaldaliður heimila, næst á eftir húsnæði og hærri en matarinnkaup. Ráðherrar innanríkis- og fjármála undirrituðu viljayfirlýsingu þess efnis í gær, ásamt fulltrúum Vegagerðarinnar og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Við taka samningar um málið á grundvelli samkomulagsins. Yfirlýsingin hefur fengið grænt ljós hjá öllum borgar- og bæjarráðum sveitarfélaganna. Þau hafa jafnframt skuldbundið sig til að skerða ekki framlag sitt til Strætó bs. á tímabilinu, en það nemur í ár rúmum 2,5 milljörðum. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir samkomulagið marka tímamót og þarna birtist ásetningur ríkisstjórnarinnar um að horfast í augu við kall tímans og efla almenningssamgöngur. „Nú er komið að hinum, sem hafa gagnrýnt það á undanförnum árum að það hafi ekki verið gert nóg í þágu almenningssamgangna. Það er margt sem styrkir okkur í þessari afstöðu. Þetta er jafnréttismál, því fólk mun þurfa að reiða sig á almenningssamgöngur í auknum mæli. Eldsneyti er dýrt og bílar eru dýrir og samgöngur eru nú í öðru sæti í útgjöldum heimila.“ Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, tekur undir að um mikil tímamót sé að ræða. „Þarna er um verulegar fjárhæðir að ræða sem skipta miklu máli við að bæta þjónustu við farþega,“ segir Dagur. Hann segir fjármagnið fyrst og fremst munu nýtast við að þétta netið á stofnæðum. Markmiðið sé að farþegar þurfi ekki að kunna tímatöfluna heldur geti treyst á örugga, góða og hraða þjónustu. Dagur vonast til þess að viðræður um framkvæmdir á grundvelli viljayfirlýsingarinnar fari af stað sem fyrst, helst strax. Ásgerður Halldórsdóttir, formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, segir mikil tækifæri fólgin í yfirlýsingunni. „Við hlökkum til að vinna að þessu verkefni með Vegagerðinni. Nú eigum við eftir að leggjast yfir forgangsröðun verkefna.“ Verkefnið lýtur ekki einungis að eflingu strætisvagnakerfisins, aðrir valkostir verða einnig efldir svo sem hjólreiðar. kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira