Erlent

Hélt sex konum í kynlífsánauð - ríkið bannaði fréttaflutning af málinu

Kínverska lögreglan. Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Kínverska lögreglan. Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Rúmlega þrítugur slökkviliðsmaður frá Kína hefur verið handtekinn fyrir að hafa haldið sex konum í ánauð í kjallara húss síns. Þá myrti maðurinn tvær konur og gróf þær Í grunnri gröf í einu horni kjallarans.

Maðurinn var handtekinn eftir að 23 ára gömul kona komst undan ánauð mannsins. Hann er grunaður um að hafa nauðgað fórnarlömbum sínum ítrekað og haldið þeim föngnum í kjallaranum í tvö ár.

Þá seldi hann konurnar til annarra karlmanna. Það var þannig sem konan komst undan og þaðan til lögreglunnar.

Þegar lögreglan kom á vettvang fann hún þrjár aðrar konur og líkin í kjallaranum. Slökkviliðsmaðurinn, sem á eiginkonu og börn, reyndi að flýja borgina en var handsamaður áður.

Það var kínverski fjölmiðlinum The Southern Metropolis Daily sem greindi fyrst frá málinu. Blaðamaðurinn sem skrifaði fréttina sagði í viðtali við dagblaðið Global Times að tveir ríkisstarfsmenn hefðu komið á ritstjórnarskrifstofuna og bannað honum að greina frá málinu.

Þeir sögðu glæpinn ríkisleyndarmál því ef það fréttist hvað maðurinn gerði þá myndi málið skaða ímynd Kína. Fréttamaðurinn sagði engu að síður frá málinu og segir í viðtali við Global Times að almenningur hafi átt rétt á að vita um glæp slökkviliðsmannsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×