Innlent

Skar sig á IKEA spegli - varan innkölluð

Ikea.
Ikea.
Ikea hefur innkallað ELGÅ skáp með FENSTAD rennihurð með spegli eftir að verslunin fékk tilkynningar um að spegillinn losnaði af hurðinni með þeim afleiðingum að hann brotnaði.

Í einu tilviki skar viðskiptavinur sig eftir að spegillinn féll í gólfið og brotnaði.

ELGÅ FENSTAD rennihurð með spegli er framleidd á þremur stöðum. Innköllunin á aðeins við um hurðir frá framleiðanda nr. 12650. Númer framleiðandans er prentað neðst á bakhlið hurðarinnar, á sama stað og stendur „Made in Sweden".

Ikea skápurinn sem er innkallaður.
Viðskiptavinir sem eiga ELGÅ FENSTAD rennihurð með spegli frá framleiðanda nr. 12650 eru beðnir að hafa samband við Þjónustuver IKEA í síma 520 2500 til að fá leiðbeiningar um hvernig á að bera sig að við að fá nýja hurð, að sjálfsögðu þeim að kostnaðarlausu.

Þetta á ekki við um aðrar IKEA rennihurðir.

IKEA biðst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda í tilkynningu sem verslunin sendi frá sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×