Fleiri fréttir Bandaríkjamenn gengu út af Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna Fulltrúar Bandaríkjanna, Frakklands og fleiri vestrænna ríkja gengu af fundi á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag eftir að forseti Íran réðst að Ísraelum í ræðu sinni á þinginu og kallaði hryðjuverkaárásirnar þann 11. september 2001 „ráðgátu" 22.9.2011 18:09 Áfrýjar DV-máli til Hæstaréttar Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir ætlar að áfrýja sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir DV til Hæstaréttar. Heiðar Már höfðaði mál gegn blaðinu vegna ummæla sem féllu um hann í blaðinu í október á síðasta ári. Í blaðinu var meðal annars fullyrt að Heiðar Már hefði tekið stöðu gegn krónunni. 22.9.2011 17:38 Sló mann fjórum sinnum í andlitið með slökkvitæki Hæstiréttur Íslands hefur staðfest átta mánaða fangelsisdóm yfir karlmanni á fertugsaldri sem sló annan mann að minnsta kosti fjórum höggum í andlitið með slökkvitæki. Hæstiréttur lækkaði greiðslu á miskabótum til mannsins um 250 þúsund krónur en héraðsdómur hafði áður dæmt manninn til að greiða fórnarlambi sínu 500 þúsund í bætur. 22.9.2011 16:53 Pútin vill kynnast Kjarval Forsætisráðherra Rússlands, Vladimir Putin, bauð forseta Íslands Ólafi Ragnari Grímssyni að sækja ráðstefnu um norðurleiðina og önnur málefni Norðurslóða. Meginviðfangsefni ráðstefnunnar er hvernig bráðnun hafíss kallar á nýja skipan og ábyrga stefnumótun. 22.9.2011 16:39 Áhöfn Ægis bjargaði 63 flóttamönnum úr sökkvandi báti Ægir, varðskip Landhelgisgæslunnar bjargaði skömmu fyrir hádegið í dag, sextíu og þremur flóttamönnum af litlum ofhlöðnum báti, sem sökk miðja vegu á milli Marokkó og Spánar. 22.9.2011 16:22 Blindaðist af sólinni og velti bílnum Ökumaður bifreiðar slapp við minniháttar áverka þegar að hann velti bíl sínum á Reykjanesbrautinni fyrir hádegið í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum blindaðist ökumaðurinn af sólinni og missti stjórn á bílnum í kjölfarið. Hann var fluttur á slysadeild til skoðunar. 22.9.2011 15:55 Minnsta kona í heimi 69 sentimetrar Bridgette Jordan tuttugu og tveggja ára gömul kona frá Illinois í Bandaríkjunum var á dögunum útnefnd minnsta kona í heimi af heimsmetabók Guinness. Jordan er um 69 sentimetrar á hæð. 22.9.2011 15:40 Vox rakaði inn verðlaunum fyrir matreiðslumann ársins Úrslitakeppni um Matreiðslumann ársins fór fram í Hótel- og matvælaskólanum um síðustu helgi. Fulltrúar frá VOX Restaurant lentu í tveimur af þremur efstu sætunum, þeir Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson sem sigraði keppnina, og Fannar Vernharðsson í því þriðja. 22.9.2011 15:25 Gervihnöttur á leið til jarðar - myndband Myndband náðist af bandarískum gervihnettinum fyrir ofan Frakkland þegar hann brann upp í lofthjúpi jarðar um miðjan mánuðinn. Áætlað er að gervihnötturinn muni lenda á jörðinni þann 24. september næstkomandi. 22.9.2011 15:09 DV-menn sýknaðir: "Sanngjörn og falleg niðurstaða“ "Þetta gefur mér aukna trú á dómskerfið,“ segir Reynir Traustason, ritstjóri DV, sem var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í meiðyrðamáli sem hagfræðingurinn Hreiðar Már Guðjónsson höfðaði gegn honum. 22.9.2011 14:24 Fjaðrafok í fjármálaheiminum: Hlutabréf hríðfallið um allan heim Hlutabréf hafa hríðfallið í dag en Dow Jones vísitalan hefur lækkað um tvö og hálft prósent og FTSE 100 vísitalan hefur fallið um meira en fimm prósent síðan fjármálamarkaðir opnuðu í dag. 22.9.2011 13:55 1400 blaðsíður um íslenska listasögu Á blaðamannafundi í morgun var kynnt útgáfa yfirlitsverks um íslenska myndlist. Verkið ber nafnið Íslensk listasaga og er fimm binda verk sem spannar tímabilið frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar. Bindin eru gefin út í vandaðri öskju og er samtals um 1400 blaðsíður. 22.9.2011 13:45 Sprengja sprakk í Pakistan Fimm manns fórust og þréttán slösuðust þegar að sprengja sprakk í vegarkanti á þjóðvegi nálægt þorpinu Bajur í norðvesturhluta Pakistan í morgun. Talíbanar í landinu höfðu aðsetur í bænum þar til pakistanski herinn bolaði þeim burt árið 2008. Síðan þá hefur herinn sagt að uppreisnarmennirnir séu á bak og burt en þrátt fyrir það halda hryðjuverk áfram á svæðinu í kringum þorpið. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á sprengjunni í morgun. 22.9.2011 13:36 Lýsa yfir stuðningi við Ögmund í Teigskógarmálinu Landvernd, Fuglavernd og Náttúruverndarsamtök Íslands lýsa yfir stuðningi við þá ákvörðun Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra að hlífa Teigsskógi og leggja til vegagerð eftir svokallaðri D-leið í Gufudalssveit með göngum undir Hjallaháls. Í sameiginlegri tilkynningu frá félögunum segir að þessi leið hafi verið samþykkt af Skipulagsstofnun og umhverfisráðherra og því sé ekkert til fyrirstöðu að ráðast í hana og bæta þannig strax úr brýnni þörf Vestfirðinga á betri samgöngum með láglendisvegi. Hugmyndin hefur mætt mikilli andstöðu heimamanna og á dögunum gekk stór hluti fundarmanna út þegar Ögmundur kynnti málið á Patreksfirði 22.9.2011 13:05 Gagnrýnir Ferðaklúbbinn fyrir kortagrunn Umhverfisstofnun er ósátt við Ferðaklúbb 4x4 eftir að þeir birtu GPS kortagrunn með upplýsingum um vegi, slóða og aðrar akstursleiðir á Íslandi. 22.9.2011 13:04 Framkvæmdastýra jafnréttisstofu: VR brýtur hugsanlega á karlmönnum Framkvæmdastýra Jafnréttisstofu telur að hugsanlega sé verið að brjóta á karlmönnum með aðgerð VR sem felst í því hvetja fyrirtæki til að veita konum tíu prósent afslátt af vörum þessa vikuna. Átak VR er liður í því að vekja athygli á launamisrétti kynjanna. 22.9.2011 12:36 Kvikmyndahús slást um klassíska tónlist „Þetta er enginn risamarkaður heldur mjög tryggur hópur og við sjáum oft sömu andlitin," segir Alfreð Árnason, framkvæmdastjóri Sambíóanna. Kvikmyndafélagið Sena tilkynnti í gær að það hygðist hefja beinar útsendingar frá óperum og ballettsýningum Royal Opera House í Háskólabíói. Fyrsta sýningin verður Faust miðvikudaginn 28. september. 22.9.2011 12:15 Helmingur á móti staðsetningu hátæknisjúkrahúss Rúmur helmingur þjóðarinnar er andvígur staðsetningu nýs hátæknisjúkrahúss við Hringbraut, samkvæmt könnun MMR. Tvöfalt fleiri eru mjög andvígir staðsetningunni en mjög hlynntir en lítill munur er á afstöðu fólks eftir búsetu en hann er mikill eftir aldri. 22.9.2011 11:25 Messar yfir 70 þúsund manns í Berlín Benedikt sextándi páfi er nú í sinni fyrstu opinberu heimsókn í heimalandi sínu, Þýskalandi. Hann mun ferðast víðsvegar um landið og ræða við kaþólika en um 25 milljónir íbúa Þýskalands eru kaþólikar. 22.9.2011 11:14 Styðja við almenningssamgöngur en fresta stórum vegaframkvæmdum Viljayfirlýsing um að vinna skuli að samningi um tíu ára tilraunaverkefni um almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu var undirrituð í í innanríkisráðuneytinu morgun. Málið snýst um að gerður verði verði samningur um uppbyggingu og rekstur almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu með markvissum stuðningsaðgerðum en um leið er sæst á frestun stórra vegaframkvæmda. 22.9.2011 10:41 Eimskip smíðar skip fyrir sex milljarða Eimskipafélag Íslands hefur gert samning um smíði tveggja nýrra gámaskipa. Áætlað er að skipin verði afhent félaginu á fyrri hluta árs 2013 samkvæmt tilkynningu frá Eimskipi. 22.9.2011 10:12 Sigmundur Davíð fékk matareitrun í Finnlandi "Fundaferðin með utanríkismálanefnd gekk vel þar til ég fékk matareitrun,“ skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á Facebook síðu sinni í morgun. Sigmundur Davíð er í Finnlandi en fram kom áður en hann fór út að hann myndi hætta að borða íslenskan mat, sem hann hefur einungis neytt undanfarnar vikur, og prófa finnskan mat. 22.9.2011 09:04 BHM lýsir fullum stuðningi við félagsráðgjafa Bandalag háskólamanna lýsir fullum stuðningi við baráttu Félagsráðgjafafélags Íslands í yfirstandandi kjaradeilu þess við Reykjavíkurborg. Bandalagið hvetur Reykjavíkurborg til að koma til móts við kröfur félagsráðgjafa og forðast þannig að til verkfallsaðgerða þurfi að koma en eins og staðan er nú virðist fátt geta komið í veg fyrir verkfall á mánudaginn kemur. BHM minnir á að aðrar starfsstéttir mega lögum samkvæmt ekki ganga í störf félagsráðgjafa í verkfalli og mun standa vörð um verkfallsrétt þeirra. Engin verkfallsbrot verði liðin. 22.9.2011 08:50 Vill að Hringbrautin verði Þórbergsstræti "Þannig er mál með vexti að ég er með bón til þín að handan," segir í bréfi til Jóns Gnarr borgarstjóra frá manni sem kveðst vera "skyggnigáfumaður" og leggur til að nafni Hringbrautar vestan Melatorgs verði breytt í Þórbergsstræti. 22.9.2011 08:00 Aftur kveikt í á Bergstaðastræti - fimmta sinn á skömmum tíma Slökkviliðið var kallað út seint í nótt vegna bruna í Bergstaðastræti en þar hafði verið kveikt í einangrun sem er utan á sökkli nýbyggingar í götunni. Fljótlega gekk að slökkva eldinn og hlaust lítið tjón af. Þetta er hinsvegar í fimmta sinn á rúmum mánuði sem kveikt er í þessu sama húsi. Ekki er vitað hver þar hefur verið að verki. 22.9.2011 06:40 Icesave er á leiðinni fyrir EFTA-dómstól ESA, eftirlitsstofnun EFTA, mun ekki bíða eftir uppgjöri þrotabús Landsbankans heldur fara með Icesave-málið fyrir EFTA-dómstólinn, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 22.9.2011 06:15 Troy Davis tekinn af lífi í Georgíu þrátt fyrir allt Troy Davis sem dæmdur hafði verið fyrir morð á lögreglumanni í Georgíu í Bandaríkjunum árið 1989 var tekinn af lífi í gærkvöldi. Aftökunni var frestað á elleftu stundu í gærkvöldi, en aðeins um nokkra klukkutíma og fregnir af því að Hæstiréttur Bandaríkjanna hefði skorist í leikinn voru ekki á rökum reistar. Árið 1991 var Davis dæmdur til dauða en efasemdir hafa komið upp um framburð vitna og mörg þeirra höfðu raunar dregið frásagnir sínar til baka eftir að dómurinn var kveðinn upp. Davis sjálfur hélt ætíð fram sakleysi sínu. 22.9.2011 06:00 Lögreglumenn þreyttir á ofríki „Lögreglumenn eru þreyttir á ofríki því sem þeim er sýnt og skilningsleysi gagnvart neikvæðri launaþróun þeirra.“ Svo segir í ályktun félagsfundar Lögreglufélags Reykjavíkur sem var samþykkt í fyrradag. Lögreglumenn krefjast leiðréttingu launa sinna miðað við launaþróun annarra stétta síðastliðin tíu ár og segjast eiga betra skilið frá ríkinu. 22.9.2011 05:00 Vilja að ekkert skyggi á kirkjuna í Skálholti Afkomendur Harðar Bjarnasonar, fyrrum húsameistara ríkisins og hönnuður Skálholtskirkju, eru ósáttir við gerð svonefndrar Þorláksbúðar í nágrenni kirkjunnar og segja ekkert samráð hafa verið haft við sig vegna málsins. 22.9.2011 04:00 Allt stefnir í allsherjarverkfall á mánudag Félagsráðgjafar funduðu með fulltrúum frá Reykjavíkurborg hjá Ríkissáttasemjara í gær. Fundinum lauk upp úr hádegi án árangurs og er annar boðaður klukkan tvö í dag. 22.9.2011 03:15 Aftökunni frestað á elleftu stundu Aftöku Troy Davis, sem fara átti fram nú í kvöld, í fangelsi í Virginíu í Bandaríkjunum var frestað á elleftu stundu. Ástæðan er sú að Hæstiréttur í Bandaríkjunum ákvað að taka sér frest til þess að skoða betur hvort taka ætti upp mál Davis að nýju. 21.9.2011 23:57 Lögregluþjónar ákærðir fyrir manndráp af gáleysi Tveir lögregluþjónar í borginni Fullerton í Kaliforníu gætu átt yfir höfði sér margra ára fangelsi fyrir að hafa orðið geðsjúkum manni að bana með rafbyssu. Mennirnir voru ákærðir í gær. 21.9.2011 23:00 Atvinnuleitin erfið Atvinnulaus ungmenni segja leit að vinnu geta verið erfiða en mörg hver hafa sótt um fjölda starfa án árangurs. Um fjórðungur ungmenna sem eru atvinnulaus hefur verið án án atvinnu í meira en eitt ár. 21.9.2011 21:14 Klippum beitt til að ná manni úr bíl Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu efst í Kömbunum um fimmleytið í dag. Ekki er þó talið að hann sé í lífshættu. Tveir bílar rákust þar saman og er talið að annar þeirra hafi verið að aka inn á veginn af bílastæði sem þar er. Einn maður var í öðrum bílnum og fimm í hinum. Allir sex voru fluttir á spítala, en fimm voru með minniháttar meiðsl. Beita þurfti klippum til að ná þeim sem slasaðist mest út úr bíl sínum. 21.9.2011 20:37 Skjólskógar brutu jafnréttislög Skjólskógar á Vestfjörðum brutu jafnréttislög þegar þau sögðu konu en ekki karlmanni upp störfum á dögunum. Þetta segir í niðurstöðu kærunefndar Jafnréttisnefndar. 21.9.2011 20:27 Ævisaga Assange kemur út Um þessar mundir er að koma á markað ævisaga Julian Assange, sem þekktastur er fyrir að hafa stofnað WikiLeaks uppljóstrunarsíðuna. Bókin kemur út í óþökk Assange sjálfs. Útgefendur segja í samtali við BBC að Assange hafi skrifað undir samning um bókina þann 20 desember síðastliðinn. Hann hafi svo setið með rithöfundi í meira en 50 klukkustundir þar sem viðtöl við hann voru hljóðrituð. Svo ákvað Assange að hætta við. Útgefendurnir hjá Canongate Books segja að þá hafi verið ákveðið að birta bókina án samþykkis Assange og án þess að upplýsa hann um það hvenær hún kæmi út. 21.9.2011 21:25 Dómari neitar að þyrma lífi Davis Fátt virðist koma í veg fyrir að Roy Davis verði tekinn af lífi í fangelsi í Virginíufylki í kvöld. Davis hefur um tuttugu ára skeið setið á dauðadeild, grunaður um að hafa myrt lögreglumann á frívakt árið 1989. Brian Kammer, lögmaður hans, fór í dag fram á að mál hans yrði tekið upp aftur en því var hafnað. 21.9.2011 21:05 Hljóp tölvuþjóf uppi Sprettharður starfsmaður verslunar í miðborginni hljóp á eftir unglingspilti sem stal tölvu úr verslun í miðborginni í gær og endurheimti tölvuna. Starfsmaður lauflétti er kominn á miðjan aldur en er greinilega í góðu formi. 21.9.2011 19:11 Fjögurra ára barn í offitumeðferð Sextíu börn munu hefja meðferð vegna offitu á nýrri göngudeild Barnaspítala Hringsins í október. Það yngsta er fjögurra ára. 21.9.2011 18:51 Slökkvilið kallað út vegna misheppnaðs pizzubaksturs Lögregla og slökkvilið brunuðu að fjölbýlishúsi í Reykjavík í gær þegar tilkynnt var um reyk í húsinu. Enginn eldur reyndist vera í húsinu þegar á staðinn var komið. Í einni íbúðinni hafði hinsvegar ungur maður verið að hita sér pizzu í ofni og haft hana þar inni alltof lengi. Pizzan var auðvitað ónýt og eitthvað virðist það hafi farið í skapið á manninum því hann neitaði að hleypa lögreglu og slökkviliði inn til sín. Engar skemmdir voru sjáanlegar í íbúðinni eftir þessa misheppnuðu eldamennsku. 21.9.2011 18:19 Hljómsveitin R.E.M. hætt Hljómsveitin R.E.M. er hætt eftir að hafa starfað í 31 ár. Þetta var tilkynnt á vefsíðu hljómsveitarinnar í dag. Á starfsferli sínum gaf hljómsveitin út 15 plötur. Nýjasta platan, Collapse Into Now, kom út í mars á þessu ári. Tímaritið Rolling Stone segir að sögur hafi verið á kreiki um það á dögunum að hljómsveitin hefði komið saman í hljóðveri í sumar, en óvíst er hvort eitthvað kemur úr þeirri vinnu. 21.9.2011 18:06 Harður árekstur í Kömbunum Harður árekstur varð milli tveggja bíla í Kömbunum um fimm leytið í dag. Bílarnir voru að koma úr gagnstæðri átt þegar þeir skullu saman. Samkvæmt upplýsingum frá sjúkraliði höfuðborgarsvæðinu voru sex manns fluttir á slysadeild, misjafnlega alvarlega slasaðir. Lögregla og sjúkralið frá Reykjavík, Árborgarsvæðinu og Hveragerði voru send á vettvang. 21.9.2011 17:35 Næst þyngsti kynferðisbrotadómurinn hér á landi Karlmaður á fimmtugsaldri var dæmdur í sjö ára fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Þetta er næst þyngsti dómurinn sem fellur hér á landi í kynferðisbrotamálum. 21.9.2011 16:43 Eldfjall framlag Íslands til Óskarsverðlauna Meðlimir Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar hafa valið Eldfjall, kvikmynd Rúnars Rúnarssonar sem framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2012 sem besta erlenda myndin. 21.9.2011 15:56 Dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir kynferðisofbeldi gegn þremur stúlkum Karlmaður frá Vestmannaeyjum hefur verið dæmdur í sjö ára langt fangelsi fyrir gróf kynferðisafbrot gegn þremur stúlkum á aldrinum sjö til ellefu ára. 21.9.2011 15:52 Sjá næstu 50 fréttir
Bandaríkjamenn gengu út af Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna Fulltrúar Bandaríkjanna, Frakklands og fleiri vestrænna ríkja gengu af fundi á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag eftir að forseti Íran réðst að Ísraelum í ræðu sinni á þinginu og kallaði hryðjuverkaárásirnar þann 11. september 2001 „ráðgátu" 22.9.2011 18:09
Áfrýjar DV-máli til Hæstaréttar Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir ætlar að áfrýja sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir DV til Hæstaréttar. Heiðar Már höfðaði mál gegn blaðinu vegna ummæla sem féllu um hann í blaðinu í október á síðasta ári. Í blaðinu var meðal annars fullyrt að Heiðar Már hefði tekið stöðu gegn krónunni. 22.9.2011 17:38
Sló mann fjórum sinnum í andlitið með slökkvitæki Hæstiréttur Íslands hefur staðfest átta mánaða fangelsisdóm yfir karlmanni á fertugsaldri sem sló annan mann að minnsta kosti fjórum höggum í andlitið með slökkvitæki. Hæstiréttur lækkaði greiðslu á miskabótum til mannsins um 250 þúsund krónur en héraðsdómur hafði áður dæmt manninn til að greiða fórnarlambi sínu 500 þúsund í bætur. 22.9.2011 16:53
Pútin vill kynnast Kjarval Forsætisráðherra Rússlands, Vladimir Putin, bauð forseta Íslands Ólafi Ragnari Grímssyni að sækja ráðstefnu um norðurleiðina og önnur málefni Norðurslóða. Meginviðfangsefni ráðstefnunnar er hvernig bráðnun hafíss kallar á nýja skipan og ábyrga stefnumótun. 22.9.2011 16:39
Áhöfn Ægis bjargaði 63 flóttamönnum úr sökkvandi báti Ægir, varðskip Landhelgisgæslunnar bjargaði skömmu fyrir hádegið í dag, sextíu og þremur flóttamönnum af litlum ofhlöðnum báti, sem sökk miðja vegu á milli Marokkó og Spánar. 22.9.2011 16:22
Blindaðist af sólinni og velti bílnum Ökumaður bifreiðar slapp við minniháttar áverka þegar að hann velti bíl sínum á Reykjanesbrautinni fyrir hádegið í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum blindaðist ökumaðurinn af sólinni og missti stjórn á bílnum í kjölfarið. Hann var fluttur á slysadeild til skoðunar. 22.9.2011 15:55
Minnsta kona í heimi 69 sentimetrar Bridgette Jordan tuttugu og tveggja ára gömul kona frá Illinois í Bandaríkjunum var á dögunum útnefnd minnsta kona í heimi af heimsmetabók Guinness. Jordan er um 69 sentimetrar á hæð. 22.9.2011 15:40
Vox rakaði inn verðlaunum fyrir matreiðslumann ársins Úrslitakeppni um Matreiðslumann ársins fór fram í Hótel- og matvælaskólanum um síðustu helgi. Fulltrúar frá VOX Restaurant lentu í tveimur af þremur efstu sætunum, þeir Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson sem sigraði keppnina, og Fannar Vernharðsson í því þriðja. 22.9.2011 15:25
Gervihnöttur á leið til jarðar - myndband Myndband náðist af bandarískum gervihnettinum fyrir ofan Frakkland þegar hann brann upp í lofthjúpi jarðar um miðjan mánuðinn. Áætlað er að gervihnötturinn muni lenda á jörðinni þann 24. september næstkomandi. 22.9.2011 15:09
DV-menn sýknaðir: "Sanngjörn og falleg niðurstaða“ "Þetta gefur mér aukna trú á dómskerfið,“ segir Reynir Traustason, ritstjóri DV, sem var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í meiðyrðamáli sem hagfræðingurinn Hreiðar Már Guðjónsson höfðaði gegn honum. 22.9.2011 14:24
Fjaðrafok í fjármálaheiminum: Hlutabréf hríðfallið um allan heim Hlutabréf hafa hríðfallið í dag en Dow Jones vísitalan hefur lækkað um tvö og hálft prósent og FTSE 100 vísitalan hefur fallið um meira en fimm prósent síðan fjármálamarkaðir opnuðu í dag. 22.9.2011 13:55
1400 blaðsíður um íslenska listasögu Á blaðamannafundi í morgun var kynnt útgáfa yfirlitsverks um íslenska myndlist. Verkið ber nafnið Íslensk listasaga og er fimm binda verk sem spannar tímabilið frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar. Bindin eru gefin út í vandaðri öskju og er samtals um 1400 blaðsíður. 22.9.2011 13:45
Sprengja sprakk í Pakistan Fimm manns fórust og þréttán slösuðust þegar að sprengja sprakk í vegarkanti á þjóðvegi nálægt þorpinu Bajur í norðvesturhluta Pakistan í morgun. Talíbanar í landinu höfðu aðsetur í bænum þar til pakistanski herinn bolaði þeim burt árið 2008. Síðan þá hefur herinn sagt að uppreisnarmennirnir séu á bak og burt en þrátt fyrir það halda hryðjuverk áfram á svæðinu í kringum þorpið. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á sprengjunni í morgun. 22.9.2011 13:36
Lýsa yfir stuðningi við Ögmund í Teigskógarmálinu Landvernd, Fuglavernd og Náttúruverndarsamtök Íslands lýsa yfir stuðningi við þá ákvörðun Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra að hlífa Teigsskógi og leggja til vegagerð eftir svokallaðri D-leið í Gufudalssveit með göngum undir Hjallaháls. Í sameiginlegri tilkynningu frá félögunum segir að þessi leið hafi verið samþykkt af Skipulagsstofnun og umhverfisráðherra og því sé ekkert til fyrirstöðu að ráðast í hana og bæta þannig strax úr brýnni þörf Vestfirðinga á betri samgöngum með láglendisvegi. Hugmyndin hefur mætt mikilli andstöðu heimamanna og á dögunum gekk stór hluti fundarmanna út þegar Ögmundur kynnti málið á Patreksfirði 22.9.2011 13:05
Gagnrýnir Ferðaklúbbinn fyrir kortagrunn Umhverfisstofnun er ósátt við Ferðaklúbb 4x4 eftir að þeir birtu GPS kortagrunn með upplýsingum um vegi, slóða og aðrar akstursleiðir á Íslandi. 22.9.2011 13:04
Framkvæmdastýra jafnréttisstofu: VR brýtur hugsanlega á karlmönnum Framkvæmdastýra Jafnréttisstofu telur að hugsanlega sé verið að brjóta á karlmönnum með aðgerð VR sem felst í því hvetja fyrirtæki til að veita konum tíu prósent afslátt af vörum þessa vikuna. Átak VR er liður í því að vekja athygli á launamisrétti kynjanna. 22.9.2011 12:36
Kvikmyndahús slást um klassíska tónlist „Þetta er enginn risamarkaður heldur mjög tryggur hópur og við sjáum oft sömu andlitin," segir Alfreð Árnason, framkvæmdastjóri Sambíóanna. Kvikmyndafélagið Sena tilkynnti í gær að það hygðist hefja beinar útsendingar frá óperum og ballettsýningum Royal Opera House í Háskólabíói. Fyrsta sýningin verður Faust miðvikudaginn 28. september. 22.9.2011 12:15
Helmingur á móti staðsetningu hátæknisjúkrahúss Rúmur helmingur þjóðarinnar er andvígur staðsetningu nýs hátæknisjúkrahúss við Hringbraut, samkvæmt könnun MMR. Tvöfalt fleiri eru mjög andvígir staðsetningunni en mjög hlynntir en lítill munur er á afstöðu fólks eftir búsetu en hann er mikill eftir aldri. 22.9.2011 11:25
Messar yfir 70 þúsund manns í Berlín Benedikt sextándi páfi er nú í sinni fyrstu opinberu heimsókn í heimalandi sínu, Þýskalandi. Hann mun ferðast víðsvegar um landið og ræða við kaþólika en um 25 milljónir íbúa Þýskalands eru kaþólikar. 22.9.2011 11:14
Styðja við almenningssamgöngur en fresta stórum vegaframkvæmdum Viljayfirlýsing um að vinna skuli að samningi um tíu ára tilraunaverkefni um almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu var undirrituð í í innanríkisráðuneytinu morgun. Málið snýst um að gerður verði verði samningur um uppbyggingu og rekstur almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu með markvissum stuðningsaðgerðum en um leið er sæst á frestun stórra vegaframkvæmda. 22.9.2011 10:41
Eimskip smíðar skip fyrir sex milljarða Eimskipafélag Íslands hefur gert samning um smíði tveggja nýrra gámaskipa. Áætlað er að skipin verði afhent félaginu á fyrri hluta árs 2013 samkvæmt tilkynningu frá Eimskipi. 22.9.2011 10:12
Sigmundur Davíð fékk matareitrun í Finnlandi "Fundaferðin með utanríkismálanefnd gekk vel þar til ég fékk matareitrun,“ skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á Facebook síðu sinni í morgun. Sigmundur Davíð er í Finnlandi en fram kom áður en hann fór út að hann myndi hætta að borða íslenskan mat, sem hann hefur einungis neytt undanfarnar vikur, og prófa finnskan mat. 22.9.2011 09:04
BHM lýsir fullum stuðningi við félagsráðgjafa Bandalag háskólamanna lýsir fullum stuðningi við baráttu Félagsráðgjafafélags Íslands í yfirstandandi kjaradeilu þess við Reykjavíkurborg. Bandalagið hvetur Reykjavíkurborg til að koma til móts við kröfur félagsráðgjafa og forðast þannig að til verkfallsaðgerða þurfi að koma en eins og staðan er nú virðist fátt geta komið í veg fyrir verkfall á mánudaginn kemur. BHM minnir á að aðrar starfsstéttir mega lögum samkvæmt ekki ganga í störf félagsráðgjafa í verkfalli og mun standa vörð um verkfallsrétt þeirra. Engin verkfallsbrot verði liðin. 22.9.2011 08:50
Vill að Hringbrautin verði Þórbergsstræti "Þannig er mál með vexti að ég er með bón til þín að handan," segir í bréfi til Jóns Gnarr borgarstjóra frá manni sem kveðst vera "skyggnigáfumaður" og leggur til að nafni Hringbrautar vestan Melatorgs verði breytt í Þórbergsstræti. 22.9.2011 08:00
Aftur kveikt í á Bergstaðastræti - fimmta sinn á skömmum tíma Slökkviliðið var kallað út seint í nótt vegna bruna í Bergstaðastræti en þar hafði verið kveikt í einangrun sem er utan á sökkli nýbyggingar í götunni. Fljótlega gekk að slökkva eldinn og hlaust lítið tjón af. Þetta er hinsvegar í fimmta sinn á rúmum mánuði sem kveikt er í þessu sama húsi. Ekki er vitað hver þar hefur verið að verki. 22.9.2011 06:40
Icesave er á leiðinni fyrir EFTA-dómstól ESA, eftirlitsstofnun EFTA, mun ekki bíða eftir uppgjöri þrotabús Landsbankans heldur fara með Icesave-málið fyrir EFTA-dómstólinn, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 22.9.2011 06:15
Troy Davis tekinn af lífi í Georgíu þrátt fyrir allt Troy Davis sem dæmdur hafði verið fyrir morð á lögreglumanni í Georgíu í Bandaríkjunum árið 1989 var tekinn af lífi í gærkvöldi. Aftökunni var frestað á elleftu stundu í gærkvöldi, en aðeins um nokkra klukkutíma og fregnir af því að Hæstiréttur Bandaríkjanna hefði skorist í leikinn voru ekki á rökum reistar. Árið 1991 var Davis dæmdur til dauða en efasemdir hafa komið upp um framburð vitna og mörg þeirra höfðu raunar dregið frásagnir sínar til baka eftir að dómurinn var kveðinn upp. Davis sjálfur hélt ætíð fram sakleysi sínu. 22.9.2011 06:00
Lögreglumenn þreyttir á ofríki „Lögreglumenn eru þreyttir á ofríki því sem þeim er sýnt og skilningsleysi gagnvart neikvæðri launaþróun þeirra.“ Svo segir í ályktun félagsfundar Lögreglufélags Reykjavíkur sem var samþykkt í fyrradag. Lögreglumenn krefjast leiðréttingu launa sinna miðað við launaþróun annarra stétta síðastliðin tíu ár og segjast eiga betra skilið frá ríkinu. 22.9.2011 05:00
Vilja að ekkert skyggi á kirkjuna í Skálholti Afkomendur Harðar Bjarnasonar, fyrrum húsameistara ríkisins og hönnuður Skálholtskirkju, eru ósáttir við gerð svonefndrar Þorláksbúðar í nágrenni kirkjunnar og segja ekkert samráð hafa verið haft við sig vegna málsins. 22.9.2011 04:00
Allt stefnir í allsherjarverkfall á mánudag Félagsráðgjafar funduðu með fulltrúum frá Reykjavíkurborg hjá Ríkissáttasemjara í gær. Fundinum lauk upp úr hádegi án árangurs og er annar boðaður klukkan tvö í dag. 22.9.2011 03:15
Aftökunni frestað á elleftu stundu Aftöku Troy Davis, sem fara átti fram nú í kvöld, í fangelsi í Virginíu í Bandaríkjunum var frestað á elleftu stundu. Ástæðan er sú að Hæstiréttur í Bandaríkjunum ákvað að taka sér frest til þess að skoða betur hvort taka ætti upp mál Davis að nýju. 21.9.2011 23:57
Lögregluþjónar ákærðir fyrir manndráp af gáleysi Tveir lögregluþjónar í borginni Fullerton í Kaliforníu gætu átt yfir höfði sér margra ára fangelsi fyrir að hafa orðið geðsjúkum manni að bana með rafbyssu. Mennirnir voru ákærðir í gær. 21.9.2011 23:00
Atvinnuleitin erfið Atvinnulaus ungmenni segja leit að vinnu geta verið erfiða en mörg hver hafa sótt um fjölda starfa án árangurs. Um fjórðungur ungmenna sem eru atvinnulaus hefur verið án án atvinnu í meira en eitt ár. 21.9.2011 21:14
Klippum beitt til að ná manni úr bíl Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu efst í Kömbunum um fimmleytið í dag. Ekki er þó talið að hann sé í lífshættu. Tveir bílar rákust þar saman og er talið að annar þeirra hafi verið að aka inn á veginn af bílastæði sem þar er. Einn maður var í öðrum bílnum og fimm í hinum. Allir sex voru fluttir á spítala, en fimm voru með minniháttar meiðsl. Beita þurfti klippum til að ná þeim sem slasaðist mest út úr bíl sínum. 21.9.2011 20:37
Skjólskógar brutu jafnréttislög Skjólskógar á Vestfjörðum brutu jafnréttislög þegar þau sögðu konu en ekki karlmanni upp störfum á dögunum. Þetta segir í niðurstöðu kærunefndar Jafnréttisnefndar. 21.9.2011 20:27
Ævisaga Assange kemur út Um þessar mundir er að koma á markað ævisaga Julian Assange, sem þekktastur er fyrir að hafa stofnað WikiLeaks uppljóstrunarsíðuna. Bókin kemur út í óþökk Assange sjálfs. Útgefendur segja í samtali við BBC að Assange hafi skrifað undir samning um bókina þann 20 desember síðastliðinn. Hann hafi svo setið með rithöfundi í meira en 50 klukkustundir þar sem viðtöl við hann voru hljóðrituð. Svo ákvað Assange að hætta við. Útgefendurnir hjá Canongate Books segja að þá hafi verið ákveðið að birta bókina án samþykkis Assange og án þess að upplýsa hann um það hvenær hún kæmi út. 21.9.2011 21:25
Dómari neitar að þyrma lífi Davis Fátt virðist koma í veg fyrir að Roy Davis verði tekinn af lífi í fangelsi í Virginíufylki í kvöld. Davis hefur um tuttugu ára skeið setið á dauðadeild, grunaður um að hafa myrt lögreglumann á frívakt árið 1989. Brian Kammer, lögmaður hans, fór í dag fram á að mál hans yrði tekið upp aftur en því var hafnað. 21.9.2011 21:05
Hljóp tölvuþjóf uppi Sprettharður starfsmaður verslunar í miðborginni hljóp á eftir unglingspilti sem stal tölvu úr verslun í miðborginni í gær og endurheimti tölvuna. Starfsmaður lauflétti er kominn á miðjan aldur en er greinilega í góðu formi. 21.9.2011 19:11
Fjögurra ára barn í offitumeðferð Sextíu börn munu hefja meðferð vegna offitu á nýrri göngudeild Barnaspítala Hringsins í október. Það yngsta er fjögurra ára. 21.9.2011 18:51
Slökkvilið kallað út vegna misheppnaðs pizzubaksturs Lögregla og slökkvilið brunuðu að fjölbýlishúsi í Reykjavík í gær þegar tilkynnt var um reyk í húsinu. Enginn eldur reyndist vera í húsinu þegar á staðinn var komið. Í einni íbúðinni hafði hinsvegar ungur maður verið að hita sér pizzu í ofni og haft hana þar inni alltof lengi. Pizzan var auðvitað ónýt og eitthvað virðist það hafi farið í skapið á manninum því hann neitaði að hleypa lögreglu og slökkviliði inn til sín. Engar skemmdir voru sjáanlegar í íbúðinni eftir þessa misheppnuðu eldamennsku. 21.9.2011 18:19
Hljómsveitin R.E.M. hætt Hljómsveitin R.E.M. er hætt eftir að hafa starfað í 31 ár. Þetta var tilkynnt á vefsíðu hljómsveitarinnar í dag. Á starfsferli sínum gaf hljómsveitin út 15 plötur. Nýjasta platan, Collapse Into Now, kom út í mars á þessu ári. Tímaritið Rolling Stone segir að sögur hafi verið á kreiki um það á dögunum að hljómsveitin hefði komið saman í hljóðveri í sumar, en óvíst er hvort eitthvað kemur úr þeirri vinnu. 21.9.2011 18:06
Harður árekstur í Kömbunum Harður árekstur varð milli tveggja bíla í Kömbunum um fimm leytið í dag. Bílarnir voru að koma úr gagnstæðri átt þegar þeir skullu saman. Samkvæmt upplýsingum frá sjúkraliði höfuðborgarsvæðinu voru sex manns fluttir á slysadeild, misjafnlega alvarlega slasaðir. Lögregla og sjúkralið frá Reykjavík, Árborgarsvæðinu og Hveragerði voru send á vettvang. 21.9.2011 17:35
Næst þyngsti kynferðisbrotadómurinn hér á landi Karlmaður á fimmtugsaldri var dæmdur í sjö ára fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Þetta er næst þyngsti dómurinn sem fellur hér á landi í kynferðisbrotamálum. 21.9.2011 16:43
Eldfjall framlag Íslands til Óskarsverðlauna Meðlimir Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar hafa valið Eldfjall, kvikmynd Rúnars Rúnarssonar sem framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2012 sem besta erlenda myndin. 21.9.2011 15:56
Dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir kynferðisofbeldi gegn þremur stúlkum Karlmaður frá Vestmannaeyjum hefur verið dæmdur í sjö ára langt fangelsi fyrir gróf kynferðisafbrot gegn þremur stúlkum á aldrinum sjö til ellefu ára. 21.9.2011 15:52