Fleiri fréttir Hommum hleypt í herinn Lög sem heimila samkynhneigðum hermönnum að opinbera kynhneigð sína taka gildi á morgun. Bandaríska varnarmálaráðuneytið sendi frá sér tilkynningu um þetta í dag. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, undirritaði nýju lögin í desember. 19.9.2011 20:32 Tollverðir þykja of líkir lögreglunni Lögreglumenn eru ósáttir við nýjan einkennisklæðnað tollvarða sem þykir nokkuð líkur þeirra. 19.9.2011 19:45 Erfitt að manna stöður lækna Erfitt hefur reynst að manna stöður lækna við Heilbrigðisstofnun Suðurlands að undanförnu. Þar eru 4,5 stöðugildi lækna sem þarf að manna. 19.9.2011 19:23 Nýr hjólastígur opnaður í Laugardal Karl Sigurðsson, formaður umhverfis- og samgönguráðs fór fyrir fríðum flokki hjólreiðafólks frá Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Hjólað var um borgina á staði þar sem gerðar hafa verið endurbætur til hagsbóta fyrir hjólreiðar í Eskihlíð, Hamrahlið og Skipholti, en á þessar götur hafa hjólavísar verið málaðir á götuna. Hjólatúrnum lauk í Laugardal þar sem nýr göngu- og hjólastígur var formlega opnaður. 19.9.2011 17:55 Grunnskólum gert að kynna niðurstöður fyrir foreldrunum Niðurstöður lesskimunarprófs barna í öðrum bekk grunnskóla í Reykjavík verður hér eftir kynnt fyrir nemendum og foreldrum þeirra. Þannig verður stuðlað að því að sem gleggstar upplýsingar um stöðu náms séu aðgengilegar á hverjum tíma. 19.9.2011 17:50 Móðir grunuð um að bana tveimur börnum sínum í Svíþjóð Tveir drengir, 4 ára og 8 ára gamlir fundust látnir við Munkholmen í Sigtúni í Svíþjóð í dag. Móðir drengjanna hefur verið handtekin. Hún er grunuð um að bera ábyrgð á andláti þeirra. Það var faðir drengjanna sem hafði samband við lögregluna um tíuleytið í gær og sagði að börnin væru týnd, samkvæmt sænska blaðinu Aftonbladet. Lögreglan hóf þá leit að þeim og fann þau látin í morgun. Foreldrar barnanna hafa svo verið í skýrslutöku í dag. 19.9.2011 17:19 Bæjarstjóri Hull á leið til Íslands - vill nýja styttu Bæjarstjóri Hull í Englandi er á leiðinni til Íslands til þess að ræða við listakonuna Steinunni Þórarinsdóttur, um styttuna Voyage. 19.9.2011 15:58 Fundu gras og spítt í húsleit Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í Langholtshverfi í Reykjavík á föstudag. 19.9.2011 14:56 Sigmundur Davíð missti sjö kíló á einum mánuði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og formaður Framsóknarflokksins, er nú 101,1 kíló en hann hefur misst samtals 6,9 kíló frá því hann byrjaði í megrun fyrir um mánuði síðan. 19.9.2011 14:46 Unnið að breytingum umferðarljósa Unnið er að breytingum umferðarljósa á gatnamótum Breiðholtsbrautar og Stekkjarbakka. Vegna vinnu við tengingar verða ljósin gerð óvirk í tvo daga - frá kl. 9:30 þriðjudaginn 20. september til kvölds miðvikudaginn 21. september. 19.9.2011 14:34 Bóndi ákærður fyrir að veitast að lögreglumanni með naglaspýtu Bóndi á sjötugsaldri hefur verið ákærður fyrir brot gegn valdstjórn þegar hann á að hafa veist að lögregluvarðstjóra sem var að liðsinna fulltrúa sýslumannsins í Reykjavík í apríl á síðasta ári. 19.9.2011 14:28 Kanína bjargaði konu þegar húsið brann Kanína ein í Alaska er sögð hafa bjargað eiganda sínum þegar íbúðarhús brann til kaldra kola á dögunum. Kanínan er sögð hafa vakið konuna með því að klóra á henni bringuna. Þegar eigandinn vaknaði áttaði hún sig á því að húsið var að fyllast af reyk. 19.9.2011 14:04 Úrskurðaður í 8 vikna gæsluvarðhald Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik var úrskurðaður í átta vikna langt gæsluvarðhald, þar af fjórar vikur í einangrun, í héraðsdómi Oslóar um klukkan hálf eitt í dag. 19.9.2011 13:42 Bleika slaufan komin í hús Bleika slaufan, sem er hluti af árvekni- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélags Íslands, er komin í hús. 19.9.2011 13:13 Opnar nýjan hjólreiðastíg Karl Sigurðsson, formaður Umhverfis- og samgönguráðs, leggur af stað núna klukkan þrjú í hjólatúr frá Ráðhúsi Reykjavíkur en hann er liður í Samgönguviku sem stendur yfir. 19.9.2011 13:03 Starfshópur skipaður vegna alvarlegrar stöðu svartfuglastofna Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, hefur skipað starfshóp sem ætlað er að gera tillögur um aðgerðir sem stuðlað geti að endurreisn svartfuglastofna hér við land. Þá skal hópurinn gera tillögur um hvernig megi styrkja verndun og sjálfbæra nýtingu stofnanna. 19.9.2011 12:55 Breivik leiddur fyrir dómara í Osló Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik var leiddur fyrir dómara í Ósló í morgun en þar verður farið fram á framlengingu gæsluvarðhalds hans. 19.9.2011 12:10 „Mönnum var dálítið brugðið“ „Þeir voru ekki alveg vissir um ástand fólks og vildu fá okkur á staðinn þegar vélin kæmi,“ segir Guðmundur Þórir Ingólfsson, verkefnastjóri hjá neyðarnefnd Suðurnesjadeildar Rauða krossins, sem var einn af þeim sem veitti farþegum frá Kaupmannahöfn áfallahjálp í gærkvöldi. 19.9.2011 12:02 Lögreglumenn myrða mótmælendur í Jemen Að minnsta kosti tuttugu og sex mótmælendur hafa verið skotnir til bana og 550 eru sagðir slasaðir eftir að mikil mótmæli brutust út í Jemen í gær. Mest voru átökin í höfuðborginni Sanaa og er búist við að tala látinna eigi eftir að hækka til mikilla muna þar sem margir hinna særðu eru sagðir í lífshættu. Sjónarvottar segja að tugir lögreglumanna hafi skotið beint inn í mannþröngina en fólkið kom saman til þess að krefjast afsagnar forseta landsins Ali Abdullah Saleh. Yfirvöld segja að mótmælin séu ólögleg og að mótmælendur hafi sært fjóra lögreglumenn. 19.9.2011 12:02 Breytingar gerðar á störfum héraðsdýralækna Umdæmisskrifstofum Matvælastofnunar verður fækkað úr 14 í 6 og breytingar gerðar á störfum héraðsdýralækna með það að markmiði að koma í veg fyrir hugsanlega hagsmunaárekstra samkvæmt tilkynningu frá Matvælastofnun. 19.9.2011 11:15 Biður hestamenn um að vera vakandi yfir dýraníði Þann 14. september komu eigendur hrossa sem verið hafa í hagabeit í landi Meðalfells í Kjós á lögreglustöð og tilkynntu um áverka á þremur hryssum sem taldir eru vera af mannavöldum. 19.9.2011 11:03 Hófu skothríð á veitingastað - yfir 20 látnir Að minnsta kosti tuttugu eru látnir eftir að byssumenn hófu skyndilega skothríð á veitingastað í Bujumura, höfuðborg Búrúndí í Mið-Afríku í morgun. Talið er að tala látinna geti hækkað enn meira þar sem margir eru alvarlega slasaðir. 19.9.2011 10:54 Farþegar Icelandair fengu áfallahjálp Farþegar Icelandair sem komu frá Kaupmannahöfn í gærkvöldi þurftu áfallahjálp eftir að vélin lenti í Keflavík á miðnætti. 19.9.2011 10:45 Newsweek: Best að vera kona á Íslandi Af öllum ríkjum jarðar er best að vera kona á Íslandi, ef marka má nýja úttekt í tímaritinu Newsweek. Nýjasta tölublaðið er tileinkað konum og umræðu um kvenréttindi og á meðal efnis eru listar þar sem þjóðum er raðað eftir því hve konur hafa það gott í viðkomandi löndum. Ísland er á toppnum en þar á eftir kemur Svíþjóð og Kanada er í þriðja sæti. Danir og Finnar koma svo í kjölfarið og þá Sviss og Noregur. Bandaríkin lenda síðan í áttunda sæti og Ástralir og Hollendingar í því níunda og tíunda. 19.9.2011 10:24 Stal síma og „addaði“ eigandanum á Facebook Tuttugu og tveggja ára bandarískur maður hefur verið ákærður fyrir þjófnað og innbrot. Það tók ekki langan tíma fyrir lögregluna að hafa uppi á honum því hann kom eiginlega upp um sig sjálfur. 19.9.2011 10:15 Velti fjórhjóli við Stöng Á sunnudag var tilkynnt um tvö umferðaóhöpp annars vegar bílveltu á Skeiða- og Hrunamannavegi við Gýgjarhólskot í Bláskógabyggð. Ökumaður var einn í bifreiðinni og slasaðist lítilega. 19.9.2011 10:12 Féll af hestbaki og höfuðkúpubrotnaði Maður höfuðkúpubrotnaði er hann féll af hesti sínum um miðnætti síðastliðins föstudag. Atvikið átti sér stað við Langholtsveg í landi Ásatúns í Hrunamannahreppi á Suðurlandi. 19.9.2011 10:06 Framkvæmdir á Hafnarfjarðarvegi Í morgun hófust framkvæmdir á Hafnarfjarðarvegi við gatnamót Álftanesvegar í Engidal. Unnið verður að rýmkun gatnamótanna og breytingu á umferðaljósum en einnig verða framkvæmdir norðan Vífilsstaðavegar þar sem gerð verður frárein að Goðatúni. Áætlað er að verkinu verði lokið 15. desember næstkomandi og biður lögregla vegfarendur að sýna fyllstu aðgát og fylja þeim umferðarmerkingum sem uppi eru hverju sinni. 19.9.2011 09:27 Heimurinn er á barmi bankakreppu „Við erum nú komin á nýtt og hættulegt stig,“ segir Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, um þá erfiðleika sem steðja að þjóðum heims vegna skuldavanda einstakra ríkja. 19.9.2011 09:00 Tugir fórust í skálftanum í Nepal Nú er ljóst að fjörutíu og átta létust hið minnsta í jarðskjálfunum sem skóku Nepal og Norð-austur Indland í gær. Fyrsti skjálftinn mældist 6,9 stig og fannst hann í allt að þúsund kílómetra fjarlægð frá upptökunum en á eftir fylgdu tveir stórir eftirskjálftar. Þrír létust í breska sendiráðinu í höfuðborg Nepals Katmandú en mesta tjónið varð í Sikkim héraði í Nepal. Rafmagnslaust er á svæðinu og samgöngur úr skorðum og óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka mikið. 19.9.2011 08:51 Modern Family fékk flest verðlaun á Emmy Emmyverðlaunin voru afhent í Nokia kvikmyndahúsinu í Los Angeles í nótt en á hátíðinni eru bestu sjónvarpsþættirnir vestan hafs verðlaunaðir. Mad Men var valin besta sjónvarpsþáttaröðin, fjórða árið í röð, Juliana Marguiles besta leikkonan fyrir hlutverk sitt í The Good Wife og Kyle Chandler í Friday Night Lights besti leikarinn. Þá fékk Martin Scorsese Emmy styttu fyrir leiksstjórn að fyrsta þættinum í mafíuþáttunum Boardwalk Empire. Besta gamanþáttaröðin var valin Modern Family og the Daily Show með John Stewart var valinn besti skemmtiþátturinn. 19.9.2011 08:48 Launaskriðið ekki skilað sér til opinberra starfsmanna SFR stéttarfélag í almannaþjónustu hefur birt niðurstöður nýrrar launakönnunar sem unnin er samhliða launakönnun VR og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Í könnun SFR kemur í ljós að þeim fjölgar sem þurfa að nota sparifé sitt til að ná endum saman ef borið er saman við sömu könnun fyrir ári. Staða heimilanna er svipuð hjá SFR og Starfsmannafélagi borgarinnar samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar, en rúmlega þriðjungur heimila félagsmanna notar sparifé til að ná endum saman eða safnar skuldum. Í tilkynningu frá SFR segir að staða heimila félagsmanna er töluvert lakari en á meðal almennings á sama tíma. 19.9.2011 08:24 Aðskilnaður síamssystra heppnaðist Tvíburasysturnar Rital og Ritag Gaboura, sem fæddust samvaxnar á höfði í september í fyrra, voru aðskildar af hópi breskra lækna í London í síðasta mánuði. 19.9.2011 08:15 Handtekin í Bretlandi grunuð um að áforma hryðjuverk Sjö einstaklingar, sex karlar og ein kona voru handteknir í viðamikilli aðgerð bresku lögreglunnar í nótt. Fólkið er allt búsett í Birmingham og á svæðinu þar í kring og að sögn lögreglu er fólkið grunað um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk í Bretlandi. 19.9.2011 07:53 Tuttugu ný lög á einum degi Þingmenn höfðu í nógu að snúast á laugardag, en samkomulag náðist um að ljúka þinghaldi þann dag. Alls urðu tuttugu mál að lögum á þessum síðasta degi þingsins. Ríkisstjórnin kom þó ekki öllum málum sínum gegnum þingið. 19.9.2011 07:00 Tonnum af lyfjum var fargað í fyrra Efnamóttakan í Reykjavík tók á móti tæplega átta tonnum af lyfjum til förgunar í fyrra, þar af tæpum þremur tonnum frá apótekum, að því er Jón H. Steingrímsson framkvæmdastjóri greinir frá. 19.9.2011 06:00 Spara má mikið fé hjá ferðaþjónustu fatlaðra Framkvæmdahópur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu leggur til að sveitarfélögin nýti hagkvæmni stærðarinnar og sameinist í útboði á ferðaþjónustu við fatlaða. 19.9.2011 05:00 Verðum að standa saman UN Women hafa öðruvísi nálgun á réttindabaráttu kvenna en flest önnur alþjóðleg samtök. Þetta er afskaplega mikilvægur samvinnuvettvangur sem gerir það að verkum að minni félög um heim allan geta tengst og unnið saman að sameiginlegum markmiðum. 19.9.2011 05:00 Dreifing bóluefnisins er hafin Dreifing á bóluefni gegn HPV, sem getur valdið leghálskrabbameini, hófst fyrir helgi. Í framhaldi af því hefst almenn bólusetning stúlkna í 7. og 8. bekk grunnskóla. Framkvæmd bólusetningarinnar er í höndum heilsugæslunnar. Bólusett verður með bóluefninu Cervarix og felur full bólusetning í sér þrjár sprautur sem gefnar verða á sex til tólf mánaða tímabili. 19.9.2011 03:15 Emmyverðlaunin afhent í nótt Emmyverðlaunin verða afhent í Nokia kvikmyndahúsinu í Los Angeles í nótt. Mikið hefur farið fyrir stórstjörnunum í Hollywood í kvöld þegar þau gengu inn rauða dregilinn. 18.9.2011 23:57 Strauss-Kahn segist hafa brugðist siðferðilega Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segist hafa brugðist siðferðisgildum þegar hann átti samskipti við herbergisþernu á hóteli í New York í maí. Hótelþernan sakaði Strauss-Kahn um kynferðislegt ofbeldi. Nú, fjórum mánuðum eftir að ásakanirnar komu fyrst upp, hefur Strauss-Kahn tjáð sig við fjölmiðla. 18.9.2011 22:37 Kristján Valur vígður í Skálholti Biskupsvígsla fór fram í Skálholti í dag að viðstöddu fjölmenni innlendra og erlendra getsa. Nýr vígslubiskup segir að endurskoða þurfi skipulag þjóðkirkjunnar til að bæta samskipti innan embættisins og við söfnuðinn. 18.9.2011 22:00 Stofnandi IKEA heitir milljörðum til góðgerðarmála Milljarðamæringurinn Ingvar Kamprad sem stofnaði húsgagnaverslunina IKEA hefur heitið því að verja sem nemur tæpum 200 milljörðum íslenskra króna til góðgerðarmála. Þetta kemur fram á vefmiðli Telegraph. 18.9.2011 21:44 Uppgötva plánetu þar sem sólarlagið er tvöfalt Geimvísindamenn NASA hafa uppgötvað plánetu sem gengur á sporbaug í kring um tvær sólir. Möguleikinn á því að líf þrífist á þess háttar plánetum er töluvert meiri en á þeim sem snúast aðeins kring um eina sól. 18.9.2011 21:40 Þvingunaraðgerðir Bandaríkjanna ósanngjarnar Forsætisráðherra segir ákvörðun bandaríkjaforseta um að beita Ísland þvingunaraðgerðum vegna hvalveiða hafa komið sér á óvart. Aðgerðir Bandaríkjanna séu ósanngjarnar. 18.9.2011 21:30 Sjá næstu 50 fréttir
Hommum hleypt í herinn Lög sem heimila samkynhneigðum hermönnum að opinbera kynhneigð sína taka gildi á morgun. Bandaríska varnarmálaráðuneytið sendi frá sér tilkynningu um þetta í dag. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, undirritaði nýju lögin í desember. 19.9.2011 20:32
Tollverðir þykja of líkir lögreglunni Lögreglumenn eru ósáttir við nýjan einkennisklæðnað tollvarða sem þykir nokkuð líkur þeirra. 19.9.2011 19:45
Erfitt að manna stöður lækna Erfitt hefur reynst að manna stöður lækna við Heilbrigðisstofnun Suðurlands að undanförnu. Þar eru 4,5 stöðugildi lækna sem þarf að manna. 19.9.2011 19:23
Nýr hjólastígur opnaður í Laugardal Karl Sigurðsson, formaður umhverfis- og samgönguráðs fór fyrir fríðum flokki hjólreiðafólks frá Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Hjólað var um borgina á staði þar sem gerðar hafa verið endurbætur til hagsbóta fyrir hjólreiðar í Eskihlíð, Hamrahlið og Skipholti, en á þessar götur hafa hjólavísar verið málaðir á götuna. Hjólatúrnum lauk í Laugardal þar sem nýr göngu- og hjólastígur var formlega opnaður. 19.9.2011 17:55
Grunnskólum gert að kynna niðurstöður fyrir foreldrunum Niðurstöður lesskimunarprófs barna í öðrum bekk grunnskóla í Reykjavík verður hér eftir kynnt fyrir nemendum og foreldrum þeirra. Þannig verður stuðlað að því að sem gleggstar upplýsingar um stöðu náms séu aðgengilegar á hverjum tíma. 19.9.2011 17:50
Móðir grunuð um að bana tveimur börnum sínum í Svíþjóð Tveir drengir, 4 ára og 8 ára gamlir fundust látnir við Munkholmen í Sigtúni í Svíþjóð í dag. Móðir drengjanna hefur verið handtekin. Hún er grunuð um að bera ábyrgð á andláti þeirra. Það var faðir drengjanna sem hafði samband við lögregluna um tíuleytið í gær og sagði að börnin væru týnd, samkvæmt sænska blaðinu Aftonbladet. Lögreglan hóf þá leit að þeim og fann þau látin í morgun. Foreldrar barnanna hafa svo verið í skýrslutöku í dag. 19.9.2011 17:19
Bæjarstjóri Hull á leið til Íslands - vill nýja styttu Bæjarstjóri Hull í Englandi er á leiðinni til Íslands til þess að ræða við listakonuna Steinunni Þórarinsdóttur, um styttuna Voyage. 19.9.2011 15:58
Fundu gras og spítt í húsleit Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í Langholtshverfi í Reykjavík á föstudag. 19.9.2011 14:56
Sigmundur Davíð missti sjö kíló á einum mánuði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og formaður Framsóknarflokksins, er nú 101,1 kíló en hann hefur misst samtals 6,9 kíló frá því hann byrjaði í megrun fyrir um mánuði síðan. 19.9.2011 14:46
Unnið að breytingum umferðarljósa Unnið er að breytingum umferðarljósa á gatnamótum Breiðholtsbrautar og Stekkjarbakka. Vegna vinnu við tengingar verða ljósin gerð óvirk í tvo daga - frá kl. 9:30 þriðjudaginn 20. september til kvölds miðvikudaginn 21. september. 19.9.2011 14:34
Bóndi ákærður fyrir að veitast að lögreglumanni með naglaspýtu Bóndi á sjötugsaldri hefur verið ákærður fyrir brot gegn valdstjórn þegar hann á að hafa veist að lögregluvarðstjóra sem var að liðsinna fulltrúa sýslumannsins í Reykjavík í apríl á síðasta ári. 19.9.2011 14:28
Kanína bjargaði konu þegar húsið brann Kanína ein í Alaska er sögð hafa bjargað eiganda sínum þegar íbúðarhús brann til kaldra kola á dögunum. Kanínan er sögð hafa vakið konuna með því að klóra á henni bringuna. Þegar eigandinn vaknaði áttaði hún sig á því að húsið var að fyllast af reyk. 19.9.2011 14:04
Úrskurðaður í 8 vikna gæsluvarðhald Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik var úrskurðaður í átta vikna langt gæsluvarðhald, þar af fjórar vikur í einangrun, í héraðsdómi Oslóar um klukkan hálf eitt í dag. 19.9.2011 13:42
Bleika slaufan komin í hús Bleika slaufan, sem er hluti af árvekni- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélags Íslands, er komin í hús. 19.9.2011 13:13
Opnar nýjan hjólreiðastíg Karl Sigurðsson, formaður Umhverfis- og samgönguráðs, leggur af stað núna klukkan þrjú í hjólatúr frá Ráðhúsi Reykjavíkur en hann er liður í Samgönguviku sem stendur yfir. 19.9.2011 13:03
Starfshópur skipaður vegna alvarlegrar stöðu svartfuglastofna Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, hefur skipað starfshóp sem ætlað er að gera tillögur um aðgerðir sem stuðlað geti að endurreisn svartfuglastofna hér við land. Þá skal hópurinn gera tillögur um hvernig megi styrkja verndun og sjálfbæra nýtingu stofnanna. 19.9.2011 12:55
Breivik leiddur fyrir dómara í Osló Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik var leiddur fyrir dómara í Ósló í morgun en þar verður farið fram á framlengingu gæsluvarðhalds hans. 19.9.2011 12:10
„Mönnum var dálítið brugðið“ „Þeir voru ekki alveg vissir um ástand fólks og vildu fá okkur á staðinn þegar vélin kæmi,“ segir Guðmundur Þórir Ingólfsson, verkefnastjóri hjá neyðarnefnd Suðurnesjadeildar Rauða krossins, sem var einn af þeim sem veitti farþegum frá Kaupmannahöfn áfallahjálp í gærkvöldi. 19.9.2011 12:02
Lögreglumenn myrða mótmælendur í Jemen Að minnsta kosti tuttugu og sex mótmælendur hafa verið skotnir til bana og 550 eru sagðir slasaðir eftir að mikil mótmæli brutust út í Jemen í gær. Mest voru átökin í höfuðborginni Sanaa og er búist við að tala látinna eigi eftir að hækka til mikilla muna þar sem margir hinna særðu eru sagðir í lífshættu. Sjónarvottar segja að tugir lögreglumanna hafi skotið beint inn í mannþröngina en fólkið kom saman til þess að krefjast afsagnar forseta landsins Ali Abdullah Saleh. Yfirvöld segja að mótmælin séu ólögleg og að mótmælendur hafi sært fjóra lögreglumenn. 19.9.2011 12:02
Breytingar gerðar á störfum héraðsdýralækna Umdæmisskrifstofum Matvælastofnunar verður fækkað úr 14 í 6 og breytingar gerðar á störfum héraðsdýralækna með það að markmiði að koma í veg fyrir hugsanlega hagsmunaárekstra samkvæmt tilkynningu frá Matvælastofnun. 19.9.2011 11:15
Biður hestamenn um að vera vakandi yfir dýraníði Þann 14. september komu eigendur hrossa sem verið hafa í hagabeit í landi Meðalfells í Kjós á lögreglustöð og tilkynntu um áverka á þremur hryssum sem taldir eru vera af mannavöldum. 19.9.2011 11:03
Hófu skothríð á veitingastað - yfir 20 látnir Að minnsta kosti tuttugu eru látnir eftir að byssumenn hófu skyndilega skothríð á veitingastað í Bujumura, höfuðborg Búrúndí í Mið-Afríku í morgun. Talið er að tala látinna geti hækkað enn meira þar sem margir eru alvarlega slasaðir. 19.9.2011 10:54
Farþegar Icelandair fengu áfallahjálp Farþegar Icelandair sem komu frá Kaupmannahöfn í gærkvöldi þurftu áfallahjálp eftir að vélin lenti í Keflavík á miðnætti. 19.9.2011 10:45
Newsweek: Best að vera kona á Íslandi Af öllum ríkjum jarðar er best að vera kona á Íslandi, ef marka má nýja úttekt í tímaritinu Newsweek. Nýjasta tölublaðið er tileinkað konum og umræðu um kvenréttindi og á meðal efnis eru listar þar sem þjóðum er raðað eftir því hve konur hafa það gott í viðkomandi löndum. Ísland er á toppnum en þar á eftir kemur Svíþjóð og Kanada er í þriðja sæti. Danir og Finnar koma svo í kjölfarið og þá Sviss og Noregur. Bandaríkin lenda síðan í áttunda sæti og Ástralir og Hollendingar í því níunda og tíunda. 19.9.2011 10:24
Stal síma og „addaði“ eigandanum á Facebook Tuttugu og tveggja ára bandarískur maður hefur verið ákærður fyrir þjófnað og innbrot. Það tók ekki langan tíma fyrir lögregluna að hafa uppi á honum því hann kom eiginlega upp um sig sjálfur. 19.9.2011 10:15
Velti fjórhjóli við Stöng Á sunnudag var tilkynnt um tvö umferðaóhöpp annars vegar bílveltu á Skeiða- og Hrunamannavegi við Gýgjarhólskot í Bláskógabyggð. Ökumaður var einn í bifreiðinni og slasaðist lítilega. 19.9.2011 10:12
Féll af hestbaki og höfuðkúpubrotnaði Maður höfuðkúpubrotnaði er hann féll af hesti sínum um miðnætti síðastliðins föstudag. Atvikið átti sér stað við Langholtsveg í landi Ásatúns í Hrunamannahreppi á Suðurlandi. 19.9.2011 10:06
Framkvæmdir á Hafnarfjarðarvegi Í morgun hófust framkvæmdir á Hafnarfjarðarvegi við gatnamót Álftanesvegar í Engidal. Unnið verður að rýmkun gatnamótanna og breytingu á umferðaljósum en einnig verða framkvæmdir norðan Vífilsstaðavegar þar sem gerð verður frárein að Goðatúni. Áætlað er að verkinu verði lokið 15. desember næstkomandi og biður lögregla vegfarendur að sýna fyllstu aðgát og fylja þeim umferðarmerkingum sem uppi eru hverju sinni. 19.9.2011 09:27
Heimurinn er á barmi bankakreppu „Við erum nú komin á nýtt og hættulegt stig,“ segir Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, um þá erfiðleika sem steðja að þjóðum heims vegna skuldavanda einstakra ríkja. 19.9.2011 09:00
Tugir fórust í skálftanum í Nepal Nú er ljóst að fjörutíu og átta létust hið minnsta í jarðskjálfunum sem skóku Nepal og Norð-austur Indland í gær. Fyrsti skjálftinn mældist 6,9 stig og fannst hann í allt að þúsund kílómetra fjarlægð frá upptökunum en á eftir fylgdu tveir stórir eftirskjálftar. Þrír létust í breska sendiráðinu í höfuðborg Nepals Katmandú en mesta tjónið varð í Sikkim héraði í Nepal. Rafmagnslaust er á svæðinu og samgöngur úr skorðum og óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka mikið. 19.9.2011 08:51
Modern Family fékk flest verðlaun á Emmy Emmyverðlaunin voru afhent í Nokia kvikmyndahúsinu í Los Angeles í nótt en á hátíðinni eru bestu sjónvarpsþættirnir vestan hafs verðlaunaðir. Mad Men var valin besta sjónvarpsþáttaröðin, fjórða árið í röð, Juliana Marguiles besta leikkonan fyrir hlutverk sitt í The Good Wife og Kyle Chandler í Friday Night Lights besti leikarinn. Þá fékk Martin Scorsese Emmy styttu fyrir leiksstjórn að fyrsta þættinum í mafíuþáttunum Boardwalk Empire. Besta gamanþáttaröðin var valin Modern Family og the Daily Show með John Stewart var valinn besti skemmtiþátturinn. 19.9.2011 08:48
Launaskriðið ekki skilað sér til opinberra starfsmanna SFR stéttarfélag í almannaþjónustu hefur birt niðurstöður nýrrar launakönnunar sem unnin er samhliða launakönnun VR og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Í könnun SFR kemur í ljós að þeim fjölgar sem þurfa að nota sparifé sitt til að ná endum saman ef borið er saman við sömu könnun fyrir ári. Staða heimilanna er svipuð hjá SFR og Starfsmannafélagi borgarinnar samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar, en rúmlega þriðjungur heimila félagsmanna notar sparifé til að ná endum saman eða safnar skuldum. Í tilkynningu frá SFR segir að staða heimila félagsmanna er töluvert lakari en á meðal almennings á sama tíma. 19.9.2011 08:24
Aðskilnaður síamssystra heppnaðist Tvíburasysturnar Rital og Ritag Gaboura, sem fæddust samvaxnar á höfði í september í fyrra, voru aðskildar af hópi breskra lækna í London í síðasta mánuði. 19.9.2011 08:15
Handtekin í Bretlandi grunuð um að áforma hryðjuverk Sjö einstaklingar, sex karlar og ein kona voru handteknir í viðamikilli aðgerð bresku lögreglunnar í nótt. Fólkið er allt búsett í Birmingham og á svæðinu þar í kring og að sögn lögreglu er fólkið grunað um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk í Bretlandi. 19.9.2011 07:53
Tuttugu ný lög á einum degi Þingmenn höfðu í nógu að snúast á laugardag, en samkomulag náðist um að ljúka þinghaldi þann dag. Alls urðu tuttugu mál að lögum á þessum síðasta degi þingsins. Ríkisstjórnin kom þó ekki öllum málum sínum gegnum þingið. 19.9.2011 07:00
Tonnum af lyfjum var fargað í fyrra Efnamóttakan í Reykjavík tók á móti tæplega átta tonnum af lyfjum til förgunar í fyrra, þar af tæpum þremur tonnum frá apótekum, að því er Jón H. Steingrímsson framkvæmdastjóri greinir frá. 19.9.2011 06:00
Spara má mikið fé hjá ferðaþjónustu fatlaðra Framkvæmdahópur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu leggur til að sveitarfélögin nýti hagkvæmni stærðarinnar og sameinist í útboði á ferðaþjónustu við fatlaða. 19.9.2011 05:00
Verðum að standa saman UN Women hafa öðruvísi nálgun á réttindabaráttu kvenna en flest önnur alþjóðleg samtök. Þetta er afskaplega mikilvægur samvinnuvettvangur sem gerir það að verkum að minni félög um heim allan geta tengst og unnið saman að sameiginlegum markmiðum. 19.9.2011 05:00
Dreifing bóluefnisins er hafin Dreifing á bóluefni gegn HPV, sem getur valdið leghálskrabbameini, hófst fyrir helgi. Í framhaldi af því hefst almenn bólusetning stúlkna í 7. og 8. bekk grunnskóla. Framkvæmd bólusetningarinnar er í höndum heilsugæslunnar. Bólusett verður með bóluefninu Cervarix og felur full bólusetning í sér þrjár sprautur sem gefnar verða á sex til tólf mánaða tímabili. 19.9.2011 03:15
Emmyverðlaunin afhent í nótt Emmyverðlaunin verða afhent í Nokia kvikmyndahúsinu í Los Angeles í nótt. Mikið hefur farið fyrir stórstjörnunum í Hollywood í kvöld þegar þau gengu inn rauða dregilinn. 18.9.2011 23:57
Strauss-Kahn segist hafa brugðist siðferðilega Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segist hafa brugðist siðferðisgildum þegar hann átti samskipti við herbergisþernu á hóteli í New York í maí. Hótelþernan sakaði Strauss-Kahn um kynferðislegt ofbeldi. Nú, fjórum mánuðum eftir að ásakanirnar komu fyrst upp, hefur Strauss-Kahn tjáð sig við fjölmiðla. 18.9.2011 22:37
Kristján Valur vígður í Skálholti Biskupsvígsla fór fram í Skálholti í dag að viðstöddu fjölmenni innlendra og erlendra getsa. Nýr vígslubiskup segir að endurskoða þurfi skipulag þjóðkirkjunnar til að bæta samskipti innan embættisins og við söfnuðinn. 18.9.2011 22:00
Stofnandi IKEA heitir milljörðum til góðgerðarmála Milljarðamæringurinn Ingvar Kamprad sem stofnaði húsgagnaverslunina IKEA hefur heitið því að verja sem nemur tæpum 200 milljörðum íslenskra króna til góðgerðarmála. Þetta kemur fram á vefmiðli Telegraph. 18.9.2011 21:44
Uppgötva plánetu þar sem sólarlagið er tvöfalt Geimvísindamenn NASA hafa uppgötvað plánetu sem gengur á sporbaug í kring um tvær sólir. Möguleikinn á því að líf þrífist á þess háttar plánetum er töluvert meiri en á þeim sem snúast aðeins kring um eina sól. 18.9.2011 21:40
Þvingunaraðgerðir Bandaríkjanna ósanngjarnar Forsætisráðherra segir ákvörðun bandaríkjaforseta um að beita Ísland þvingunaraðgerðum vegna hvalveiða hafa komið sér á óvart. Aðgerðir Bandaríkjanna séu ósanngjarnar. 18.9.2011 21:30