Erlent

Kanína bjargaði konu þegar húsið brann

Mynd/AP
Kanína ein í Alaska er sögð hafa bjargað eiganda sínum þegar íbúðarhús brann til kaldra kola á dögunum. Kanínan er sögð hafa vakið konuna með því að klóra á henni bringuna. Þegar eigandinn vaknaði áttaði hún sig á því að húsið var að fyllast af reyk.

Hún vakti dóttur sína sem svaf í næsta herbergi og þær flúðu út úr brennandi húsinu. Slökkviliðið mætti á staðinn og fljótlega gekk að ná tökum á eldinum.

Mæðgurnar sluppu heilu og höldnu, en sama verður ekki sagt um kanínuna sem vann hetjudáðina. Hún drapst úr reykeitrun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×