Verðum að standa saman 19. september 2011 05:00 Konurnar segja starf UN Women ómetanlegt í réttindabaráttu kvenna í heiminum. fréttablaðið/valli UN Women hafa öðruvísi nálgun á réttindabaráttu kvenna en flest önnur alþjóðleg samtök. Þetta er afskaplega mikilvægur samvinnuvettvangur sem gerir það að verkum að minni félög um heim allan geta tengst og unnið saman að sameiginlegum markmiðum. Þetta er mat Sabiha Husic og dr. Zilka Spahic-Siljac, tveggja kvenna frá Bosníu, sem hafa barist í fjölda ára fyrir réttindum kvenna í landinu. Þær eru nú staddar hér á landi í tilefni af Fiðrildaviku UN Women og munu taka þátt í málþingi samtakanna og Háskóla Íslands. „Samtökin UN Women veita okkur þann stuðning, skilning og hvatningu sem þarf til að standa vörð um réttindi kvenna,“ segir Spahic-Siljac. „Kynbundið ofbeldi á sér stað um allan heim og það þarf að uppræta. Konur þurfa að hafa meiri áhrif varðandi efnahags- og öryggismál, sérstaklega þar sem stríð hefur geisað.“ Að mati kvennanna hefðu þau samtök sem þær standa að ekki náð sama árangri og raun ber vitni ef ekki hefði verið fyrir tilstuðlan UN Women. „Við höfum náð miklum árangri í Bosníu og það var, og er, mikil þörf á því. Við höfum náð að koma okkur í samband við önnur sambærileg samtök úti í heimi og það er ómetanlegt.“ Husic tekur undir orð Spahic-Siljac og undirstrikar mikilvægi tengslanets í grasrótarstarfi. „Við höfum unnið mikið með ólíkum hópum; konum sem hafa verið fórnarlömb stríðs, upplifað kynbundið ofbeldi og mansal. En við áttuðum okkur betur á því, fyrir tilstuðlan UN Women, að það er einnig mikilvægt að fá karlmenn með í umræðuna,“ segir Husic og bætir við að nú í fyrsta sinn séu karlmenn virkir í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi í Bosníu. „Við náðum að virkja karlmenn í tólf bæjarfélögum í Bosníu til að taka þátt í verkefnunum okkar og það gekk vonum framar,“ segir hún. Spahic-Siljac hefur unnið mikið með trúarbrögð í ólíkum samfélögum og notar trúarleg gildi til að ná til fólksins. „Við höfum rannsakað hvernig hægt er að tala um kynbundið ofbeldi út frá ólíkum trúarbrögðum og það skilaði miklum árangri,“ segir hún. „Þú getur talað í heilan dag um mannréttindi, norm og viðmið, en ef þú nærð ekki inn í hjarta og huga fólks með það sem skiptir það raunverulega máli, eins og trúarbrögð, þá skilar það engu.“ Fiðrildaviku UN Women lauk formlega á laugardag en hægt er að leggja málefninu lið á heimasíðu samtakanna, www.unwomen.is. sunna@frettabladid.is Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Fleiri fréttir Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Sjá meira
UN Women hafa öðruvísi nálgun á réttindabaráttu kvenna en flest önnur alþjóðleg samtök. Þetta er afskaplega mikilvægur samvinnuvettvangur sem gerir það að verkum að minni félög um heim allan geta tengst og unnið saman að sameiginlegum markmiðum. Þetta er mat Sabiha Husic og dr. Zilka Spahic-Siljac, tveggja kvenna frá Bosníu, sem hafa barist í fjölda ára fyrir réttindum kvenna í landinu. Þær eru nú staddar hér á landi í tilefni af Fiðrildaviku UN Women og munu taka þátt í málþingi samtakanna og Háskóla Íslands. „Samtökin UN Women veita okkur þann stuðning, skilning og hvatningu sem þarf til að standa vörð um réttindi kvenna,“ segir Spahic-Siljac. „Kynbundið ofbeldi á sér stað um allan heim og það þarf að uppræta. Konur þurfa að hafa meiri áhrif varðandi efnahags- og öryggismál, sérstaklega þar sem stríð hefur geisað.“ Að mati kvennanna hefðu þau samtök sem þær standa að ekki náð sama árangri og raun ber vitni ef ekki hefði verið fyrir tilstuðlan UN Women. „Við höfum náð miklum árangri í Bosníu og það var, og er, mikil þörf á því. Við höfum náð að koma okkur í samband við önnur sambærileg samtök úti í heimi og það er ómetanlegt.“ Husic tekur undir orð Spahic-Siljac og undirstrikar mikilvægi tengslanets í grasrótarstarfi. „Við höfum unnið mikið með ólíkum hópum; konum sem hafa verið fórnarlömb stríðs, upplifað kynbundið ofbeldi og mansal. En við áttuðum okkur betur á því, fyrir tilstuðlan UN Women, að það er einnig mikilvægt að fá karlmenn með í umræðuna,“ segir Husic og bætir við að nú í fyrsta sinn séu karlmenn virkir í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi í Bosníu. „Við náðum að virkja karlmenn í tólf bæjarfélögum í Bosníu til að taka þátt í verkefnunum okkar og það gekk vonum framar,“ segir hún. Spahic-Siljac hefur unnið mikið með trúarbrögð í ólíkum samfélögum og notar trúarleg gildi til að ná til fólksins. „Við höfum rannsakað hvernig hægt er að tala um kynbundið ofbeldi út frá ólíkum trúarbrögðum og það skilaði miklum árangri,“ segir hún. „Þú getur talað í heilan dag um mannréttindi, norm og viðmið, en ef þú nærð ekki inn í hjarta og huga fólks með það sem skiptir það raunverulega máli, eins og trúarbrögð, þá skilar það engu.“ Fiðrildaviku UN Women lauk formlega á laugardag en hægt er að leggja málefninu lið á heimasíðu samtakanna, www.unwomen.is. sunna@frettabladid.is
Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Fleiri fréttir Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Sjá meira