Innlent

Breytingar gerðar á störfum héraðsdýralækna

Matvælastofnun er á Selfossi.
Matvælastofnun er á Selfossi.
Umdæmisskrifstofum Matvælastofnunar verður fækkað úr 14 í 6 og breytingar gerðar á störfum héraðsdýralækna með það að markmiði að koma í veg fyrir hugsanlega hagsmunaárekstra samkvæmt tilkynningu frá Matvælastofnun.

Þetta er gert með því að aðskilja opinbert eftirlit héraðsdýralækna frá almennri dýralæknaþjónustu og um leið mun hið opinbera veita stuðning til dýralækna sem starfa munu við dýralæknaþjónustu í hinum dreifðari byggðum.

Birt hefur verið reglugerð nr. 846/2011 um dýralæknaþjónustu í dreifðum byggðum. Reglugerðinni er ætlað að tryggja dýraeigendum nauðsynlega almenna dýralæknaþjónustu og bráðaþjónustu við dýr á landsvæðum þar sem fjöldi dýra er takmarkaður og/eða verkefni dýralækna eru af skornum skammti að því er greinir frá í tilkynningu Matvælastofnunar.

Samkvæmt reglugerðinni getur Matvælastofnun gert þjónustusamning við sjálfstætt starfandi dýralækna, sem munu þá hafa starfsstöð og sinna dýralæknaþjónustu á tilteknum þjónustusvæðum, sem tilgreind eru í reglugerðinni.

Hægt er að nálgast tilkynninguna í heild sinni í viðhengi fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×