Innlent

Bleika slaufan komin í hús

Á myndinni sést Kristinn Ingibergsson, starfsmaður DHL, renna Bleiku slaufunni í hús.
Á myndinni sést Kristinn Ingibergsson, starfsmaður DHL, renna Bleiku slaufunni í hús.
Bleika slaufan, sem er hluti af árvekni- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélags Íslands, er komin í hús.

Mikil leynd hefur verið yfir slaufunni í ár en söluátakið stendur yfir frá 1. október til 15. október. DHL er öflugur styrktaraðili Bleiku slaufunnar og  kom Bleiku slaufunni örugglega í hús í vikunni.

Október mánuður hefur verið tileinkaður því að vekja athygli á krabbameinum hjá konum hér á landi síðan árið 2000. Markmið mánaðarins er að fræða um sjúkdómana og eru konur hvattar til að nýta sér boð Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins. Bleika slaufan er næla sem hefur verið seld til fjáröflunar og nýtt til árvekni á sama tíma.

Nælan verður seld á hinum ýmsu sölustöðum og mun hún kosta 1.500 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×