Erlent

Modern Family fékk flest verðlaun á Emmy

Modern Family sópaði að sér verðlaunum í nótt.
Modern Family sópaði að sér verðlaunum í nótt. Mynd/AP
Emmyverðlaunin voru afhent í Nokia kvikmyndahúsinu í Los Angeles í nótt en á hátíðinni eru bestu sjónvarpsþættirnir vestan hafs verðlaunaðir. Mad Men var valin besta sjónvarpsþáttaröðin, fjórða árið í röð, Juliana Marguiles besta leikkonan fyrir hlutverk sitt í The Good Wife og Kyle Chandler í Friday Night Lights besti leikarinn. Þá fékk Martin Scorsese Emmy styttu fyrir leiksstjórn að fyrsta þættinum í mafíuþáttunum Boardwalk Empire. Besta gamanþáttaröðin var valin Modern Family og the Daily Show með John Stewart var valinn besti skemmtiþátturinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×