Innlent

Opnar nýjan hjólreiðastíg

Kort af leiðinni sem verður hjóluð
Kort af leiðinni sem verður hjóluð mynd/reykjavíkurborg
Karl Sigurðsson, formaður Umhverfis- og samgönguráðs, leggur af stað núna klukkan þrjú í hjólatúr frá Ráðhúsi Reykjavíkur en hann er liður í Samgönguviku sem stendur yfir.

Markmið vikunnar er að hvetja fólk til að umhugsunar um eigin ferðavenjur og virkja það til að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga, segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Hjólatúrinn verður farinn um borgina og endar í Laugardal þar sem Karl mun opna nýjan hjólreiðastíg. Hjólareiðafólk er hvatt til að skella sér með í hjólatúrinn en vegalengdin er um sjö kílómetrar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×