Erlent

Stal síma og „addaði“ eigandanum á Facebook

Facebook í símanum
Facebook í símanum mynd úr safni
Tuttugu og tveggja ára bandarískur maður hefur verið ákærður fyrir þjófnað og innbrot. Það tók ekki langan tíma fyrir lögregluna að hafa uppi á honum því hann kom eiginlega upp um sig sjálfur.

Maðurinn braust inn á heimili til konu í Colorado-ríki í Bandaríkjunum á dögunum. Konan vaknaði við það að hann stóð yfir henni og þegar hún öskraði af hræðslu tók hann símann hennar og hljóp út úr húsinu. Konan hringdi á lögregluna en ekki tókst að finna maninn.

Nokkrum dögum síðar fékk konan vinabeiðni frá manninum á Facebook og þekkti hún strax andlitið. Hún lét lögreglu vita sem fann út hvar maðurinn var staðsettur í gegnum hinn stolna síma. Þá hafði maðurinn einnig sent vinkonu konunnar SMS sem auðveldaði lögreglunni enn frekar að finna manninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×