Erlent

Handtekin í Bretlandi grunuð um að áforma hryðjuverk

Mynd/AP
Sjö einstaklingar, sex karlar og ein kona voru handteknir í viðamikilli aðgerð bresku lögreglunnar í nótt. Fólkið er allt búsett í Birmingham og á svæðinu þar í kring og að sögn lögreglu er fólkið grunað um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk í Bretlandi.

Fólkið er á aldrinum 25 til 32 ára og segir lögregla að nauðsynlegt hafi verið að láta til skarar skríða gegn fólkinu nú til þess að koma í veg fyrir áætlanir þeirra. Að sögn lögreglu er málið enn á rannsóknarstigi og því ekki hægt að greina nánar frá málavöxtum að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×