Bóndi ákærður fyrir að veitast að lögreglumanni með naglaspýtu 19. september 2011 14:28 Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Bóndi á sjötugsaldri hefur verið ákærður fyrir brot gegn valdstjórn þegar hann á að hafa veist að lögregluvarðstjóra sem var að liðsinna fulltrúa sýslumannsins í Reykjavík í apríl á síðasta ári. Fulltrúinn hugðist gera dráttarvél upptæka sem bóndinn, sem er búsettur í Kjósarhreppi, hafði ekki greitt af í nokkurn tíma. Í ákæruskjali er bóndinn sakaður um að hafa nálgast fulltrúann trylltur í framkomu og varnað þeim aðgang að dráttarvélinni. Í bloggi, sem bóndinn hélt úti, skýrði hann út sína hlið á málinu. Þar skrifaði hann: „[...] mótmælti ég gerningnum og neitaði að afhenda vélina og stóð ég í orðaskaki við fulltrúa sýslumanns og bað hann að koma með mér inn í hús og skoða með mér samninginn þar sem ég gat sýnt honum fram á að ég hafði staðgreitt dráttarvélina. En allt kom fyrir ekki og upphófst orðaskak sem leiddi til þess að lögregluþjónn með lágt gáfnafar fór að blanda sér í málin og hótaði hann mér að setja mig í járn ef ég hætti ekki að hindra réttvísina og skipti þá engum togum að hann ræðst á mig og ætlar að járna mig en hafði ekki afl í það. Hann hafði greinilega misreiknað gamla manninn og greinilega gleymt að taka lýsi í gegnum tíðina eins og gamli. Allavega réði hann ekki við mig og varð fljótt undir og æpti heil ósköp og bað um hjálp sem hann og fékk frá vinum sínum frá vörslusviptingu og sýslumanni, einir fjórir þungir kallar, eftir mikil átök tókst þeim að hafa gamla undir og járna hann. Síðan sátu þrír af þeim ofan á mér á meðan beðið var eftir liðsauka frá Reykjavík sem birtust eftir um það bil þrjú korter og þá tveir bílar með tveimur mönnum í hvorum bíl og tveimur mótorhjólum." Bóndinn er meðal annars ákærður fyrir að hafa ógnað varðstjóranum með veiðihnífi og reynt að veitast að honum með naglaspýtu. Auk þess sem hann er sakaður um að hafa hótað honum lífláti. Bóndinn mætti í þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun og neitaði alfarið sök. Aðalmeðferð fer fram í málinu í byrjun október. Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Bóndi á sjötugsaldri hefur verið ákærður fyrir brot gegn valdstjórn þegar hann á að hafa veist að lögregluvarðstjóra sem var að liðsinna fulltrúa sýslumannsins í Reykjavík í apríl á síðasta ári. Fulltrúinn hugðist gera dráttarvél upptæka sem bóndinn, sem er búsettur í Kjósarhreppi, hafði ekki greitt af í nokkurn tíma. Í ákæruskjali er bóndinn sakaður um að hafa nálgast fulltrúann trylltur í framkomu og varnað þeim aðgang að dráttarvélinni. Í bloggi, sem bóndinn hélt úti, skýrði hann út sína hlið á málinu. Þar skrifaði hann: „[...] mótmælti ég gerningnum og neitaði að afhenda vélina og stóð ég í orðaskaki við fulltrúa sýslumanns og bað hann að koma með mér inn í hús og skoða með mér samninginn þar sem ég gat sýnt honum fram á að ég hafði staðgreitt dráttarvélina. En allt kom fyrir ekki og upphófst orðaskak sem leiddi til þess að lögregluþjónn með lágt gáfnafar fór að blanda sér í málin og hótaði hann mér að setja mig í járn ef ég hætti ekki að hindra réttvísina og skipti þá engum togum að hann ræðst á mig og ætlar að járna mig en hafði ekki afl í það. Hann hafði greinilega misreiknað gamla manninn og greinilega gleymt að taka lýsi í gegnum tíðina eins og gamli. Allavega réði hann ekki við mig og varð fljótt undir og æpti heil ósköp og bað um hjálp sem hann og fékk frá vinum sínum frá vörslusviptingu og sýslumanni, einir fjórir þungir kallar, eftir mikil átök tókst þeim að hafa gamla undir og járna hann. Síðan sátu þrír af þeim ofan á mér á meðan beðið var eftir liðsauka frá Reykjavík sem birtust eftir um það bil þrjú korter og þá tveir bílar með tveimur mönnum í hvorum bíl og tveimur mótorhjólum." Bóndinn er meðal annars ákærður fyrir að hafa ógnað varðstjóranum með veiðihnífi og reynt að veitast að honum með naglaspýtu. Auk þess sem hann er sakaður um að hafa hótað honum lífláti. Bóndinn mætti í þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun og neitaði alfarið sök. Aðalmeðferð fer fram í málinu í byrjun október.
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira