Erlent

Móðir grunuð um að bana tveimur börnum sínum í Svíþjóð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sænska lögreglan rannsakar málið.
Sænska lögreglan rannsakar málið. Mynd/ AFP.
Tveir drengir, 4 ára og 8 ára gamlir fundust látnir við Munkholmen í Sigtúni í Svíþjóð í dag. Móðir drengjanna hefur verið handtekin. Hún er grunuð um að bera ábyrgð á andláti þeirra. Það var faðir drengjanna sem hafði samband við lögregluna um tíuleytið í gær og sagði að börnin væru týnd, samkvæmt sænska blaðinu Aftonbladet. Lögreglan hóf þá leit að þeim og fann þau látin í morgun. Foreldrar barnanna hafa svo verið í skýrslutöku í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×