Fleiri fréttir Sjö látnir eftir skjálftann í Nepal Að minnsta kosti sjö eru látnir eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir Nepal og Norðurhéröð Indlands eftir hádegi í dag. Björgunarsveitir leita nú þeirra sem talið er að séu fastir í húsarústum í höfuðborg landsins. 18.9.2011 18:51 Rússneskur auðkýfingur kýlir kollega sinn í spjallþætti - myndband Rússneski auðkýfingurinn Alexander Lebedev lét annan viðskiptajöfur smakka á hnefum sínum í sjónvarpsviðtali á föstudaginn var. Lebedev er meðal ríkustu manna veraldar, eigandi fjögurra breskra fjölmiðla og fleiri fyrirtækja. 18.9.2011 18:41 Íslendingar ferðaglaðari í ár en í fyrra Fleiri Íslendingar ferðuðust til útlanda í sumar en í fyrrasumar samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup. Þar kemur fram að rúmlega 40% Íslendinga hafi ferðast brott af landinu í sumar, samanborið við rúm 30% síðasta sumar. Frá þessu var greint í fréttum RÚV í dag. 18.9.2011 17:49 Ögmundur bloggar um skiptar skoðanir og atkvæðagreiðslur "Í stjórnmálum hefur verið gert alltof mikið úr samræmdu göngulagi. Það hefur lengi verið mín sannfæring að í stjórnarmeirihluta eigi það viðhorf að þykja eðlilegt, að við atkvæðagreiðslu kunni einstakir þingmenn og ráðherrar að hafa skiptar skoðanir," segir Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra í færslu sem hann birti á bloggi sínu í dag. 18.9.2011 17:31 Hvassviðri á landinu í dag Hvasst hefur verið með eindæmum á landinu í dag. Þessar myndir náðust í Hvalfirðinum um þrjúleytið. Á myndinni sést hvernig sjórinn rýkur upp í úða á miðjum firðinum af völdum hviðanna. 18.9.2011 17:04 Þrýsta á afsögn Berlusconi Silvio Berlusconi stendur nú frammi fyrir meiri háttar þrýstingi um að hann láti af völdum, eftir að afrit af símtölum hans voru birt á Ítalíu um helgina. Í einu símtali stærir hann sig af því að hafa sofið hjá átta stelpum meðan fleiri biðu í röð við herbergisdyr hans. Í öðru segist vera "forsætisráðherra í frítíma sínum". 18.9.2011 16:26 Suu Kyi merkir jákvæðar breytingar í Búrma Friðarverðlaunahafinn Aung San Suu Kyi segir loks vera merki um stjórnarfarslegar breytingar í Búrma. Hún tekur þó fram að fólk landsins sé enn langt því frá raunverulega frjálst. 18.9.2011 16:03 Gærdagurinn á Alþingi Á síðasta degi þingsins í gær voru samþykkt ný sveitarstjórnarlög, ný lög um greiðsluþjónustu og lög um breytingar á lögum um lífeyrissjóði, svo aðeins fátt eitt sé nefnt en alls voru tuttugu lagabálkar samþykktir. 18.9.2011 16:00 Skotið á mótmælendur í Jemen 15 manns létu lífið og minnst 100 særðust þegar skotið var á mótmælendur í Jemen í dag. Sveitir hliðhollar Ali Abdullah Saleh, forseta landsins, skutu af húsþökum á mótmælendur sem kröfðust afsagnar Saleh. 18.9.2011 15:42 Jarðskjálfti á Indlandi Jarðskjálfti varð í norðaustur-Indlandi í dag. Hann var 6,8 á richter. Enn sem komið er hafa ekki borist neinar tilkynningar af manntjóni, en skjálftinn olli miklum ótta í landinu. 18.9.2011 15:13 Kominn úr sjálfheldu Ferðamaðurinn sem kom sér í sjálfheldu í Náttfaravík við Skjálfanda er heill á húfi. Björgunarsveitinni á Húsavík tókst að komast að manninum og bjarga honum úr klettunum. 18.9.2011 14:47 Ferðamaður fastur í klettum Ferðamaður kom sér í sjálfheldu í klettum í Náttfaravík við Skjálfanda. Björgunarsveitir hafa þegar verið kallaðar út. Þær munu koma sér á staðinn á skipum frá Húsavík og aðaldal. Þetta kom fram á vefmiðli Ríkisútvarpsins. 18.9.2011 14:39 Tvö flugslys á 24 tímum Flugmaður missti stjórn á rellu sinni á flugsýningu í Bandaríkjunum í gær, hrapaði til jarðar og lét lífið. Flugvélin lenti blessunarlega langt frá áhorfendum á sýningunni og enginn skaðaðist annar en flugmaðurinn. Yfirvöld hafa ekki opinberað nafn eða auðkenni flugmannsins. 18.9.2011 14:26 Framsóknarmenn vilja lögsækja breska ríkið Framsóknarflokkurinn hyggst leggja fram þingsályktunartillögu þess efnis að mál verði höfðað á hendur breskar ríkinu vegna beitingar hryðjuverkalaganna. Framsóknarmenn lögðu tillöguna fram á síðasta þingi, en þá hlaut hún ekki afgreiðslu. 18.9.2011 14:07 Ísrael: umsókn Palestínu verður ekki samþykkt Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, telur að umsókn Palestínumanna um aðild að Sameinuðu þjóðunum muni ekki bera árangur. Hann segir að viðurkenning á ríki Palestínumanna og varanlegur friður náist eingöngu með beinum samningaviðræðum. 18.9.2011 14:00 Guðlaugur: Tjón hryðjuverkalaganna tugir milljarða Guðlaugur Þór Þórðarson telur óbeint tjón íslenskra fyrirtækja af beitingu hryðjuverkalaganna í Bretlandi nema tugmilljörðum. Skýrsla fjármálaráðherra sem kynnt var í gær sýni svart á hvítu þann órétt sem Íslendingar máttu þola. 18.9.2011 13:00 Vill leggja auknar byrðar á hátekjufólk Barack Obama, bandaríkjaforseti, stefnir að því að hækka skattlagningu á ríkustu samlanda sína. Reglurnar eru svör við ákalli um að auðmenn axli auknar byrðar við lausn á skuldavanda landsins. 18.9.2011 12:00 Björgunarsveitir hjálpa konu úr sjálfheldu Björgunarsveitir voru kallaðar að Dyrfjöllum við Borgarfjörð eystri nú fyrr í dag. Þar hafði kona runnið niður snjóskafl og endað á slíkum stað að hún treysti sér ekki upp aftur hjálparlaust. 18.9.2011 16:51 Vígslubiskup í Skálholti vígður í dag Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, vígir sr. Kristján Val Ingólfsson til embættis vígslubiskups í Skálholtsumdæmi en vígslan fer fram í Skálholtsdómkirkju í dag. Kristján hefur gengt ýmsum störfum innan kirkjunnar frá því hann var vígður til prests árið 1974. Hann þjónar nú sem sóknarprestur á Þingvöllum og er verkefnisstjóri helgisiða og kirkjutónlistar á Biskupsstofu. 18.9.2011 13:30 Rannsaka orsakir flugslyssins Bandarísk samgönguyfirvöld hafa skipað rannsóknarteymi til að kanna orsakir flugslyssins í Nevada á föstudaginn þar sem gömul herflugvél hrapaði til jarðar á áhorfendur flugsýningar. Tala látinna hefur hækkað í níu og tugir eru særðir. Enginn virðist þó hafa hugmynd um hvað kom fyrir. Flugvélin hafði staðist allar vélar- og tímaskoðanir og flugmaðurinn þaulreyndur. Í samtali við fréttastofu CBS segir Mark Rosenker, formaður öryggideildar samgöngustjórnar bandaríkjanna, ekkert verða útilokað í rannsókninni. 18.9.2011 12:54 Fyrirætlanir um frelsun „njósnara“ tefjast Óvænt hindrun tefur fyrirætlanir um að frelsa bandarísku strákana tvo sem dæmdir voru á 8 ára fangelsi í Íran í síðasta mánuði. Undirskrift dómara nokkurs er nauðsynleg svo samningurinn komist í gegnum stjórnkerfi landsins. Sá dómari er hins vegar í fríi þar til á þriðjudag. Þar með bresta vonir strákanna um að losna í hvelli. 18.9.2011 12:11 Aukaferð til Eyja á morgun Eimskip hafa ákveðið að sigla oftar en venjulega milli Lands og Eyja á morgun. Fimmtu ferðinni verður bætt við, kl. 14:30 frá Eyjum og 16:00 frá Landeyjahöfn. 18.9.2011 11:42 Ökumenn fastir á suðurlandi Björgunarsveitin Kyndill á Kirkjubæjarklaustri var kölluð út laust fyrir klukkan 11 í dag. Ástæðan var ökumenn sem fest höfðu bíla sína og voru aðstoðar þurfi. 18.9.2011 11:32 Bátsferðum til Vestmannaeyja aflýst Öllum ferðum Baldurs milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja hefur verið aflýst í dag vegna veðurs. Ekki er hægt að nota Þorlákshöfn við þessar aðstæður. 18.9.2011 09:22 Siemens rýfur tengsl við kjarorkuiðnað Þýski tæknirisinn Siemens hyggst hætta allri þróun og framleiðslu á tækjum fyrir kjarnorkuver. Formælendur fyrirtækisins segja ákvörðunina rétta eftir slysið í Fukushima í Japan í marsmánuði. Í samtali við þýska tímaritið Spiegel segi Peter Loescher, forstjóri Siemens, ákvörðunina endurspegla afstöðu þýsku þjóðarinnar og stjórnmálamanna hennar að rjúfa eigi öll tengsl við kjarnorkuframleiðslu í heiminum. Hann segir þann kafla í sögu Siemens lokið og tók sérstaklega fram að allar vörur sem nýttar eru í kjarnorkuver verði teknar strax af markaði. 18.9.2011 10:00 Strauss-Kahn í viðtal Dominique Strauss-Kahn mun koma fram í sjónvarpsviðtali í kvöld - í fyrsta sinn eftir að fallið var frá ákæru á hendur honum fyrir að nauðga herbergisþernu á hóteli í NewYork. Strauss-Kahn, sem er fyrrum framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins mun verða gestur í fréttaskýringaþætti á frönsku sjónvarpsstöðinni TF1 þar sem Claire Chazal, vinkona eiginkonu Strauss-Kahn, mun taka við hann viðtal. Lögmaður herbergisþernunnar í New York, segja Strauss-Kahn þurfa að svara ágengnum spurningum fréttamannsins, annars sé ljóst að um skipulagða upphafningu á mannorði hans sé að ræða. 18.9.2011 09:57 Tíu gistu fangageymslur Tíu manns gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt, þar af fjórir fyrir ölvunarakstur. Auk þess var einn handtekinn vegna minniháttar líkamsárásar fyrir utan skemmtistaðinn Óliver. Að sögn lögreglunnar var talsverð ölvun í miðborginni í nótt. 18.9.2011 09:48 Mikið um nauðungarsölur á Suðurnesjunum Nú stefnir í að nauðungarsölur hjá Sýslumanninum í Keflavík verði jafnmargar hið minnsta og í fyrra. Þá höfðu nauðungarsölur aldrei verið fleiri á svæðinu. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. 17.9.2011 20:34 Sekta þá sem klára ekki matinn sinn Veitingastaður í Saudi-Arabíu hefur tekið upp á því að sekta viðskiptavini sína ef þeir klára ekki matinn sem þeir panta. Eigendur staðarins segja þessa nýstárlegu viðskiptahætti hugsaða til að hvetja fólk til að eyða ekki of miklu í mat og gerast ekki of djarfir í pöntunum. 17.9.2011 21:30 Mánuður menntavísinda í HÍ Menntavísindasvið Háskóla Íslands bauð í dag upp á opið hús í tilefni þess að september er mánuður menntavísinda á aldarafmæli háskólans. Grunn og framhaldsskólar hvaðanæva af landinu tóku þátt í dagskránni meðal annars með kynningu á frumsamdri tónlist, tilraunasmiðju undir leiðsögn kennara og uppistandi í hjólastól á vegum nýútskrifaðs þroskaþjálfa á Menntavísindasviði. 17.9.2011 21:00 Útihátíð fyrir matgæðinga Íslenskar sultur, pylsur, salt og sælgæti var meðal þess sem hægt var að finna á útimarkaði í tilefni matarhátíðarinnar Full borg matar sem nú fer fram í Reykjavík. 17.9.2011 20:30 Þýskur ráðherra vill sniðganga facebook Þýski ráðherra neytendaverndar hvetur ráðuneyti sitt til að sniðganga samskiptamiðilinn facebook. Ráðherran telur að vegna lagalegra ágreiningsefna um persónuvernd ættu yfirvöld landsins ekki að setja facebook-hnapp á allar opinberar internet síður og því síður stofna fan-page um ráðuneyti landsins. 17.9.2011 20:22 Enginn með fyrsta vinning Ljóst er að fyrsti vinningur í Lottó verður fjórfaldur í næstu viku, þar sem enginn hlaut fyrsta vinning í kvöld. Fyrsti vinningur var 17.564.350 krónur. 17.9.2011 20:02 Milljarðatjón vegna hryðjuverkalaga Tjón íslenskra fyrirtækja vegna þeirrar ákvörðunar breska stjórnvalda að beita hryðjuverkalögum gegn íslandi árið 2008 er talið nema um fimm milljörðum króna. 17.9.2011 20:00 Sprengja nærri Taj Mahal Lítil sprengja sprakk í dag nálægt Taj Mahal, aðalferðamannastað Indlands. Sex manns meiddust. Lögregluyfirvöld landsins segja að um heimagerða sprengju hafi verið að ræða. Of snemmt væri að segja til um hvort hryðjuverkasamtök stæðu á bak við árásina. 17.9.2011 18:46 Óvenjuleg veðurblíða á landinu Óvenjumikil hlýindi voru á landinu öllu í dag. Hitin stóð í tveggja stafa tölu á öllum byggðum bólum, en einnig var hlýtt á hálendinu. 17.9.2011 18:19 Þingfundi slitið Þingfundi var slitið nú rétt fyrir klukkan sex. Þar með var 139. löggjafarþingi slitið. Nú fá þingmenn tveggja vikna frí frá karpi, en nýtt þing verður sett 1. október næstkomandi. 17.9.2011 18:03 Berlusconi montar sig af kynlífi Glaumgosinn Silvio Berlusconi varð fyrir enn einu áfallinu í dag þegar fjölmiðlar á Ítalíu birtu afrit af símtölum hans þar sem hann montar sig af því að 11 stúlkur bíði í röð fyrir utan dyrnar hjá honum eftir því að fá að hafa við hann kynmök. 17.9.2011 17:45 Alþingismenn í ham Alþingi hefur fúnkerað sem vel smurð maskína í dag og afgreitt hvert frumvarpið á fætur öðru. Það sem af er degi hefur þingið afgreitt 18 frumvörp sem lög, en þingfundur hófst klukkan 9:30 í morgun. Það gerir að meðaltali rúmlega eitt frumvarp á hálftíma. Þingmenn stefna að því að afgreiða tvö frumvörp til viðbótar og slíta svo haustþingi. 17.9.2011 17:27 Tvísýna um eyjasiglingar á morgun Útlit er fyrir að fella þurfi allar ferðir Baldurs milli lands og Eyja niður á morgun vegna veðurs. Þorlákshöfn kæmi ekki til greina sem varahöfn. Því eru þeir sem þurfa að komast til og frá eyjum á morgun hvattir til að taka ferjuna í dag. 17.9.2011 16:42 Ný lög um Stjórnarráð Íslands samþykkt Frumvarp ríkisstjórnarinnar til laga um Stjórnarráð Íslands var samþykkt á Alþingi rétt í þessu með 28 atkvæðum gegn 14. Tveir þingmenn sátu hjá. 17.9.2011 16:38 Enn skelfur Katla 7 jarðskjálftar hafa orðið við Kötlu það sem af er degi. Skjálftarnir hafa verið fremur litlir, sá stærsti 2,7 á richter. Veðurfræðingur á vakt segir ekki um óvenjulega virkni að ræða. Katla hafi töluvert hrist sig undanfarna mánuði og því ekki um óvenjulega virkni að ræða. 17.9.2011 16:13 Jón Bjarnason segir skilyrði ESB víðtæk Þau skilyrði sem Evrópusambandið setur Íslandi eru víðtækari en skilyrði annarra ríkja í aðildarviðræðum og ekki verður séð að slakað mikið sé á kröfum ESB vegna smæðar landsins eða þess að hér sé bændastéttin fámenn miðað við það sem gerist með milljónaþjóðum. Þetta segir Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 17.9.2011 16:00 Dópaðir slást við slökkviliðið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að íbúð við Njálsgötu vegna eldsvoða um hádegisbil í dag. Einn slökkviliðsbíll var sendur á staðinn. 17.9.2011 15:53 Aukin fasteignakaup Níutíu og átta samningum vegna fasteignakaupa var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku samanborið við sjötíu og tvo samninga á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram á vef Þjóðskrá Íslands. Heildarvelta nam rúmum tveimur komma sjö milljörðum króna og jókst um sjö hundruð milljónir milli ára. 17.9.2011 15:30 Sjá næstu 50 fréttir
Sjö látnir eftir skjálftann í Nepal Að minnsta kosti sjö eru látnir eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir Nepal og Norðurhéröð Indlands eftir hádegi í dag. Björgunarsveitir leita nú þeirra sem talið er að séu fastir í húsarústum í höfuðborg landsins. 18.9.2011 18:51
Rússneskur auðkýfingur kýlir kollega sinn í spjallþætti - myndband Rússneski auðkýfingurinn Alexander Lebedev lét annan viðskiptajöfur smakka á hnefum sínum í sjónvarpsviðtali á föstudaginn var. Lebedev er meðal ríkustu manna veraldar, eigandi fjögurra breskra fjölmiðla og fleiri fyrirtækja. 18.9.2011 18:41
Íslendingar ferðaglaðari í ár en í fyrra Fleiri Íslendingar ferðuðust til útlanda í sumar en í fyrrasumar samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup. Þar kemur fram að rúmlega 40% Íslendinga hafi ferðast brott af landinu í sumar, samanborið við rúm 30% síðasta sumar. Frá þessu var greint í fréttum RÚV í dag. 18.9.2011 17:49
Ögmundur bloggar um skiptar skoðanir og atkvæðagreiðslur "Í stjórnmálum hefur verið gert alltof mikið úr samræmdu göngulagi. Það hefur lengi verið mín sannfæring að í stjórnarmeirihluta eigi það viðhorf að þykja eðlilegt, að við atkvæðagreiðslu kunni einstakir þingmenn og ráðherrar að hafa skiptar skoðanir," segir Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra í færslu sem hann birti á bloggi sínu í dag. 18.9.2011 17:31
Hvassviðri á landinu í dag Hvasst hefur verið með eindæmum á landinu í dag. Þessar myndir náðust í Hvalfirðinum um þrjúleytið. Á myndinni sést hvernig sjórinn rýkur upp í úða á miðjum firðinum af völdum hviðanna. 18.9.2011 17:04
Þrýsta á afsögn Berlusconi Silvio Berlusconi stendur nú frammi fyrir meiri háttar þrýstingi um að hann láti af völdum, eftir að afrit af símtölum hans voru birt á Ítalíu um helgina. Í einu símtali stærir hann sig af því að hafa sofið hjá átta stelpum meðan fleiri biðu í röð við herbergisdyr hans. Í öðru segist vera "forsætisráðherra í frítíma sínum". 18.9.2011 16:26
Suu Kyi merkir jákvæðar breytingar í Búrma Friðarverðlaunahafinn Aung San Suu Kyi segir loks vera merki um stjórnarfarslegar breytingar í Búrma. Hún tekur þó fram að fólk landsins sé enn langt því frá raunverulega frjálst. 18.9.2011 16:03
Gærdagurinn á Alþingi Á síðasta degi þingsins í gær voru samþykkt ný sveitarstjórnarlög, ný lög um greiðsluþjónustu og lög um breytingar á lögum um lífeyrissjóði, svo aðeins fátt eitt sé nefnt en alls voru tuttugu lagabálkar samþykktir. 18.9.2011 16:00
Skotið á mótmælendur í Jemen 15 manns létu lífið og minnst 100 særðust þegar skotið var á mótmælendur í Jemen í dag. Sveitir hliðhollar Ali Abdullah Saleh, forseta landsins, skutu af húsþökum á mótmælendur sem kröfðust afsagnar Saleh. 18.9.2011 15:42
Jarðskjálfti á Indlandi Jarðskjálfti varð í norðaustur-Indlandi í dag. Hann var 6,8 á richter. Enn sem komið er hafa ekki borist neinar tilkynningar af manntjóni, en skjálftinn olli miklum ótta í landinu. 18.9.2011 15:13
Kominn úr sjálfheldu Ferðamaðurinn sem kom sér í sjálfheldu í Náttfaravík við Skjálfanda er heill á húfi. Björgunarsveitinni á Húsavík tókst að komast að manninum og bjarga honum úr klettunum. 18.9.2011 14:47
Ferðamaður fastur í klettum Ferðamaður kom sér í sjálfheldu í klettum í Náttfaravík við Skjálfanda. Björgunarsveitir hafa þegar verið kallaðar út. Þær munu koma sér á staðinn á skipum frá Húsavík og aðaldal. Þetta kom fram á vefmiðli Ríkisútvarpsins. 18.9.2011 14:39
Tvö flugslys á 24 tímum Flugmaður missti stjórn á rellu sinni á flugsýningu í Bandaríkjunum í gær, hrapaði til jarðar og lét lífið. Flugvélin lenti blessunarlega langt frá áhorfendum á sýningunni og enginn skaðaðist annar en flugmaðurinn. Yfirvöld hafa ekki opinberað nafn eða auðkenni flugmannsins. 18.9.2011 14:26
Framsóknarmenn vilja lögsækja breska ríkið Framsóknarflokkurinn hyggst leggja fram þingsályktunartillögu þess efnis að mál verði höfðað á hendur breskar ríkinu vegna beitingar hryðjuverkalaganna. Framsóknarmenn lögðu tillöguna fram á síðasta þingi, en þá hlaut hún ekki afgreiðslu. 18.9.2011 14:07
Ísrael: umsókn Palestínu verður ekki samþykkt Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, telur að umsókn Palestínumanna um aðild að Sameinuðu þjóðunum muni ekki bera árangur. Hann segir að viðurkenning á ríki Palestínumanna og varanlegur friður náist eingöngu með beinum samningaviðræðum. 18.9.2011 14:00
Guðlaugur: Tjón hryðjuverkalaganna tugir milljarða Guðlaugur Þór Þórðarson telur óbeint tjón íslenskra fyrirtækja af beitingu hryðjuverkalaganna í Bretlandi nema tugmilljörðum. Skýrsla fjármálaráðherra sem kynnt var í gær sýni svart á hvítu þann órétt sem Íslendingar máttu þola. 18.9.2011 13:00
Vill leggja auknar byrðar á hátekjufólk Barack Obama, bandaríkjaforseti, stefnir að því að hækka skattlagningu á ríkustu samlanda sína. Reglurnar eru svör við ákalli um að auðmenn axli auknar byrðar við lausn á skuldavanda landsins. 18.9.2011 12:00
Björgunarsveitir hjálpa konu úr sjálfheldu Björgunarsveitir voru kallaðar að Dyrfjöllum við Borgarfjörð eystri nú fyrr í dag. Þar hafði kona runnið niður snjóskafl og endað á slíkum stað að hún treysti sér ekki upp aftur hjálparlaust. 18.9.2011 16:51
Vígslubiskup í Skálholti vígður í dag Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, vígir sr. Kristján Val Ingólfsson til embættis vígslubiskups í Skálholtsumdæmi en vígslan fer fram í Skálholtsdómkirkju í dag. Kristján hefur gengt ýmsum störfum innan kirkjunnar frá því hann var vígður til prests árið 1974. Hann þjónar nú sem sóknarprestur á Þingvöllum og er verkefnisstjóri helgisiða og kirkjutónlistar á Biskupsstofu. 18.9.2011 13:30
Rannsaka orsakir flugslyssins Bandarísk samgönguyfirvöld hafa skipað rannsóknarteymi til að kanna orsakir flugslyssins í Nevada á föstudaginn þar sem gömul herflugvél hrapaði til jarðar á áhorfendur flugsýningar. Tala látinna hefur hækkað í níu og tugir eru særðir. Enginn virðist þó hafa hugmynd um hvað kom fyrir. Flugvélin hafði staðist allar vélar- og tímaskoðanir og flugmaðurinn þaulreyndur. Í samtali við fréttastofu CBS segir Mark Rosenker, formaður öryggideildar samgöngustjórnar bandaríkjanna, ekkert verða útilokað í rannsókninni. 18.9.2011 12:54
Fyrirætlanir um frelsun „njósnara“ tefjast Óvænt hindrun tefur fyrirætlanir um að frelsa bandarísku strákana tvo sem dæmdir voru á 8 ára fangelsi í Íran í síðasta mánuði. Undirskrift dómara nokkurs er nauðsynleg svo samningurinn komist í gegnum stjórnkerfi landsins. Sá dómari er hins vegar í fríi þar til á þriðjudag. Þar með bresta vonir strákanna um að losna í hvelli. 18.9.2011 12:11
Aukaferð til Eyja á morgun Eimskip hafa ákveðið að sigla oftar en venjulega milli Lands og Eyja á morgun. Fimmtu ferðinni verður bætt við, kl. 14:30 frá Eyjum og 16:00 frá Landeyjahöfn. 18.9.2011 11:42
Ökumenn fastir á suðurlandi Björgunarsveitin Kyndill á Kirkjubæjarklaustri var kölluð út laust fyrir klukkan 11 í dag. Ástæðan var ökumenn sem fest höfðu bíla sína og voru aðstoðar þurfi. 18.9.2011 11:32
Bátsferðum til Vestmannaeyja aflýst Öllum ferðum Baldurs milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja hefur verið aflýst í dag vegna veðurs. Ekki er hægt að nota Þorlákshöfn við þessar aðstæður. 18.9.2011 09:22
Siemens rýfur tengsl við kjarorkuiðnað Þýski tæknirisinn Siemens hyggst hætta allri þróun og framleiðslu á tækjum fyrir kjarnorkuver. Formælendur fyrirtækisins segja ákvörðunina rétta eftir slysið í Fukushima í Japan í marsmánuði. Í samtali við þýska tímaritið Spiegel segi Peter Loescher, forstjóri Siemens, ákvörðunina endurspegla afstöðu þýsku þjóðarinnar og stjórnmálamanna hennar að rjúfa eigi öll tengsl við kjarnorkuframleiðslu í heiminum. Hann segir þann kafla í sögu Siemens lokið og tók sérstaklega fram að allar vörur sem nýttar eru í kjarnorkuver verði teknar strax af markaði. 18.9.2011 10:00
Strauss-Kahn í viðtal Dominique Strauss-Kahn mun koma fram í sjónvarpsviðtali í kvöld - í fyrsta sinn eftir að fallið var frá ákæru á hendur honum fyrir að nauðga herbergisþernu á hóteli í NewYork. Strauss-Kahn, sem er fyrrum framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins mun verða gestur í fréttaskýringaþætti á frönsku sjónvarpsstöðinni TF1 þar sem Claire Chazal, vinkona eiginkonu Strauss-Kahn, mun taka við hann viðtal. Lögmaður herbergisþernunnar í New York, segja Strauss-Kahn þurfa að svara ágengnum spurningum fréttamannsins, annars sé ljóst að um skipulagða upphafningu á mannorði hans sé að ræða. 18.9.2011 09:57
Tíu gistu fangageymslur Tíu manns gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt, þar af fjórir fyrir ölvunarakstur. Auk þess var einn handtekinn vegna minniháttar líkamsárásar fyrir utan skemmtistaðinn Óliver. Að sögn lögreglunnar var talsverð ölvun í miðborginni í nótt. 18.9.2011 09:48
Mikið um nauðungarsölur á Suðurnesjunum Nú stefnir í að nauðungarsölur hjá Sýslumanninum í Keflavík verði jafnmargar hið minnsta og í fyrra. Þá höfðu nauðungarsölur aldrei verið fleiri á svæðinu. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. 17.9.2011 20:34
Sekta þá sem klára ekki matinn sinn Veitingastaður í Saudi-Arabíu hefur tekið upp á því að sekta viðskiptavini sína ef þeir klára ekki matinn sem þeir panta. Eigendur staðarins segja þessa nýstárlegu viðskiptahætti hugsaða til að hvetja fólk til að eyða ekki of miklu í mat og gerast ekki of djarfir í pöntunum. 17.9.2011 21:30
Mánuður menntavísinda í HÍ Menntavísindasvið Háskóla Íslands bauð í dag upp á opið hús í tilefni þess að september er mánuður menntavísinda á aldarafmæli háskólans. Grunn og framhaldsskólar hvaðanæva af landinu tóku þátt í dagskránni meðal annars með kynningu á frumsamdri tónlist, tilraunasmiðju undir leiðsögn kennara og uppistandi í hjólastól á vegum nýútskrifaðs þroskaþjálfa á Menntavísindasviði. 17.9.2011 21:00
Útihátíð fyrir matgæðinga Íslenskar sultur, pylsur, salt og sælgæti var meðal þess sem hægt var að finna á útimarkaði í tilefni matarhátíðarinnar Full borg matar sem nú fer fram í Reykjavík. 17.9.2011 20:30
Þýskur ráðherra vill sniðganga facebook Þýski ráðherra neytendaverndar hvetur ráðuneyti sitt til að sniðganga samskiptamiðilinn facebook. Ráðherran telur að vegna lagalegra ágreiningsefna um persónuvernd ættu yfirvöld landsins ekki að setja facebook-hnapp á allar opinberar internet síður og því síður stofna fan-page um ráðuneyti landsins. 17.9.2011 20:22
Enginn með fyrsta vinning Ljóst er að fyrsti vinningur í Lottó verður fjórfaldur í næstu viku, þar sem enginn hlaut fyrsta vinning í kvöld. Fyrsti vinningur var 17.564.350 krónur. 17.9.2011 20:02
Milljarðatjón vegna hryðjuverkalaga Tjón íslenskra fyrirtækja vegna þeirrar ákvörðunar breska stjórnvalda að beita hryðjuverkalögum gegn íslandi árið 2008 er talið nema um fimm milljörðum króna. 17.9.2011 20:00
Sprengja nærri Taj Mahal Lítil sprengja sprakk í dag nálægt Taj Mahal, aðalferðamannastað Indlands. Sex manns meiddust. Lögregluyfirvöld landsins segja að um heimagerða sprengju hafi verið að ræða. Of snemmt væri að segja til um hvort hryðjuverkasamtök stæðu á bak við árásina. 17.9.2011 18:46
Óvenjuleg veðurblíða á landinu Óvenjumikil hlýindi voru á landinu öllu í dag. Hitin stóð í tveggja stafa tölu á öllum byggðum bólum, en einnig var hlýtt á hálendinu. 17.9.2011 18:19
Þingfundi slitið Þingfundi var slitið nú rétt fyrir klukkan sex. Þar með var 139. löggjafarþingi slitið. Nú fá þingmenn tveggja vikna frí frá karpi, en nýtt þing verður sett 1. október næstkomandi. 17.9.2011 18:03
Berlusconi montar sig af kynlífi Glaumgosinn Silvio Berlusconi varð fyrir enn einu áfallinu í dag þegar fjölmiðlar á Ítalíu birtu afrit af símtölum hans þar sem hann montar sig af því að 11 stúlkur bíði í röð fyrir utan dyrnar hjá honum eftir því að fá að hafa við hann kynmök. 17.9.2011 17:45
Alþingismenn í ham Alþingi hefur fúnkerað sem vel smurð maskína í dag og afgreitt hvert frumvarpið á fætur öðru. Það sem af er degi hefur þingið afgreitt 18 frumvörp sem lög, en þingfundur hófst klukkan 9:30 í morgun. Það gerir að meðaltali rúmlega eitt frumvarp á hálftíma. Þingmenn stefna að því að afgreiða tvö frumvörp til viðbótar og slíta svo haustþingi. 17.9.2011 17:27
Tvísýna um eyjasiglingar á morgun Útlit er fyrir að fella þurfi allar ferðir Baldurs milli lands og Eyja niður á morgun vegna veðurs. Þorlákshöfn kæmi ekki til greina sem varahöfn. Því eru þeir sem þurfa að komast til og frá eyjum á morgun hvattir til að taka ferjuna í dag. 17.9.2011 16:42
Ný lög um Stjórnarráð Íslands samþykkt Frumvarp ríkisstjórnarinnar til laga um Stjórnarráð Íslands var samþykkt á Alþingi rétt í þessu með 28 atkvæðum gegn 14. Tveir þingmenn sátu hjá. 17.9.2011 16:38
Enn skelfur Katla 7 jarðskjálftar hafa orðið við Kötlu það sem af er degi. Skjálftarnir hafa verið fremur litlir, sá stærsti 2,7 á richter. Veðurfræðingur á vakt segir ekki um óvenjulega virkni að ræða. Katla hafi töluvert hrist sig undanfarna mánuði og því ekki um óvenjulega virkni að ræða. 17.9.2011 16:13
Jón Bjarnason segir skilyrði ESB víðtæk Þau skilyrði sem Evrópusambandið setur Íslandi eru víðtækari en skilyrði annarra ríkja í aðildarviðræðum og ekki verður séð að slakað mikið sé á kröfum ESB vegna smæðar landsins eða þess að hér sé bændastéttin fámenn miðað við það sem gerist með milljónaþjóðum. Þetta segir Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 17.9.2011 16:00
Dópaðir slást við slökkviliðið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að íbúð við Njálsgötu vegna eldsvoða um hádegisbil í dag. Einn slökkviliðsbíll var sendur á staðinn. 17.9.2011 15:53
Aukin fasteignakaup Níutíu og átta samningum vegna fasteignakaupa var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku samanborið við sjötíu og tvo samninga á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram á vef Þjóðskrá Íslands. Heildarvelta nam rúmum tveimur komma sjö milljörðum króna og jókst um sjö hundruð milljónir milli ára. 17.9.2011 15:30