Innlent

Erfitt að manna stöður lækna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Erfitt hefur reynst að manna stöður lækna við Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Erfitt hefur reynst að manna stöður lækna við Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Mynd/ Pjetur.
Erfitt hefur reynst að manna stöður lækna við Heilbrigðisstofnun Suðurlands að undanförnu. Þar eru 4,5 stöðugildi lækna sem þarf að manna.

„Það gengur ekki alveg. Við erum að reka okkur á það í fyrsta skipti núna að það er ekki sótt um störf lækna," segir Óskar Reykdalsson, lækningaforstjóri stofnunarinnar. Hann segir að staða sem þessi hafi komið upp áður en það hafi þó aldrei verið til vandræða „En þetta er núna að stefna í þá áttina að það verði kannski ekki fullmannaðar þær stöður sem losna," segir Óskar.

Hann segir að fyrir fimmtán til tuttugu árum hafi sex til sjö umsóknir um hverja lausa stöðu. Nú sé öldin allt önnur. „Þetta er auðvitað þannig að íslenski vinnumarkaðurinn er ekki samkeppnisfær við erlendan markað, Skandinavíu, Bretland og Bandaríkin," segir Óskar.

Hann kvíðir þó ekki framtíðinni og segist trúa á því að stjórnvöld vilji gera sitt besta til þess að heilbrigðiskerfið virki. „Það er bara tímaspursmál. Þetta er svona frekar niður á við núna en það fer væntanlega að sveiflast uppá við innan skamms og við horfum frammá bjartari tíma," segir Óskar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×