Innlent

Nýr hjólastígur opnaður í Laugardal

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Karl Sigurðsson, formaður umhverfis- og samgönguráðs, vígði nýja hjólastíginn.
Karl Sigurðsson, formaður umhverfis- og samgönguráðs, vígði nýja hjólastíginn.
Karl Sigurðsson, formaður umhverfis-  og samgönguráðs fór fyrir fríðum flokki hjólreiðafólks frá Ráðhúsi Reykjavíkur í dag.  Hjólað var um borgina á staði þar sem gerðar hafa verið endurbætur til hagsbóta fyrir hjólreiðar í Eskihlíð, Hamrahlið og Skipholti, en á þessar götur hafa hjólavísar verið málaðir á götuna.  Hjólatúrnum lauk í Laugardal þar sem nýr göngu- og hjólastígur var formlega opnaður.

Í frétt frá Reykjavíkurborg segir að hjólatúrinn sé liður í Samgönguviku sem nú stendur yfir en um sé að ræða evrópskt átak um bættar samgöngur í borgum og bæjum. Markmið vikunnar er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og virkja það til að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×