Innlent

Kristján Valur vígður í Skálholti

Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti.
Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti.
Biskupsvígsla fór fram í Skálholti í dag að viðstöddu fjölmenni innlendra og erlendra getsa. Nýr vígslubiskup segir að endurskoða þurfi skipulag þjóðkirkjunnar til að bæta samskipti innan embættisins og við söfnuðinn.

Vígslubiskupar eru tveir hér á landi, annar í Skálholti og hinn á Hólum. Þeir eru næstir fyrir neðan biskup og ber að vígja kirkjur, presta og djákna, og gegna störfum biskups í forföllum. Einnig veita þeir andlega leiðsögn innan kirkjunnar og hafa tilsjón með kristnihaldi í umdæmum sínum.

Séra Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands vígði Kristján Val til embættis vígslubiskups í dag að viðstöddu fjölmenni innlendra sem erlendra þjóna kirkjunnar og annarra gesta.

Kristján segir að endskoða þurfi skipulag embættisins, til dæmis varðandi samskipti við prófasta, biskup Íslands og söfnuðina. Hann hefur einnig orð á því að samfélag nútímans sé upptekið af nýrri tækni og miðlum sem geti aukið á einmanaleika í samfélaginu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×