Innlent

Grunnskólum gert að kynna niðurstöður fyrir foreldrunum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mikilvægt er að foreldrar virkji börnin sín í að læra að lesa.
Mikilvægt er að foreldrar virkji börnin sín í að læra að lesa. Mynd/ Getty.
Niðurstöður lesskimunarprófs barna í öðrum bekk grunnskóla í Reykjavík verður hér eftir kynnt fyrir nemendum og foreldrum þeirra. Þannig verður stuðlað að því að sem gleggstar upplýsingar um stöðu náms séu aðgengilegar á hverjum tíma.

Samkvæmt niðurstöðum könnunar sem gerð var síðastliðið vor geta 71% sjö ára barna lesið sér til gagns. Þetta er besti árangur frá upphafi lesskimana, sem hófust í grunnskólum borgarinnar árið 2002. Vísbendingar eru um að góður árangur í lestrarnámi á fyrstu árum skólagöngu skili sér síðar á skólagöngu.

Í tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og VG í menntaráði, sem samþykkt var í síðustu viku, segir að rétt sé að foreldrar fái einstaklingsbundnar upplýsingar um frammistöðu barna sinna í lesskimunarprófinu. Auk þess sé mikilvægt að foreldrar fái upplýsingar um frammistöðu þess skóla í lesskimunarprófi, sem barn þeirra gengur í, samanborið við meðaltal annarra skóla borgarinnar. Aukin upplýsingagjöf milli heimila og skóla sé af hinu góða og hvetji foreldra til ríkari þátttöku í námi barna sinna.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×