Erlent

Stofnandi IKEA heitir milljörðum til góðgerðarmála

Mynd úr safni.
Milljarðamæringurinn Ingvar Kamprad sem stofnaði húsgagnaverslunina IKEA hefur heitið því að verja sem nemur tæpum 200 milljörðum íslenskra króna til góðgerðarmála. Þetta kemur fram á vefmiðli Telegraph.

Hinn 85 ára gamli stofnandi IKEA hefur gefið þau fyrirmæli að fyrirtækið skuli rúmlega tvöfalda góðgerðarstarfsemi sína og láta nærri 100 milljónir punda af hendi rakna árlega. Það nemur tæpum 20 milljörðum íslenskra króna.

Fjárhæðinni verður skipt milli flóttamannabúða í Kenya og stofnana Sameinuðu Þjóðanna, til að mynda UNICEF.

Þessar yfirlýsingar Kamprads koma í kjölfar uppljóstrana síðasta mánaðar um að hann hafi við sautján ára aldurinn verið virkur meðlimur stjórnmálaflokksins Svensk Socialistisk Samling, en það var arftaki Nasistaflokksins þar í landi. Góðgerðirnar virðast því öðrum þræðinum hugsaðir til að slá á neikvæða umfjöllun og fegra ímynd þessa aldraða auðjöfurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×