Innlent

Newsweek: Best að vera kona á Íslandi

Af öllum ríkjum jarðar er best að vera kona á Íslandi, ef marka má nýja úttekt í tímaritinu Newsweek. Nýjasta tölublaðið er tileinkað konum og umræðu um kvenréttindi og á meðal efnis eru listar þar sem þjóðum er raðað eftir því hve konur hafa það gott í viðkomandi löndum. Ísland er á toppnum en þar á eftir kemur Svíþjóð og Kanada er í þriðja sæti. Danir og Finnar koma svo í kjölfarið og þá Sviss og Noregur. Bandaríkin lenda síðan í áttunda sæti og Ástralir og Hollendingar í því níunda og tíunda.

Listinn miðar við nokkra þætti, lagaumhverfi, heilbrigðismál, menntun, atvinnuþátttöku og þátttöku í stjórnmálum. Skorar Ísland yfir nítíu stig í öllum flokkunum en mest var hægt að mælast með 100 stig.

Verst er hinsvegar fyrir konur að búa í Tsjad, Afganistan og í Jemen. Ísland fær 100 stig í könnuninni á meðan Tsjad fær ekkert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×