Erlent

Lögreglumenn myrða mótmælendur í Jemen

MYND/AP
Að minnsta kosti tuttugu og sex mótmælendur hafa verið skotnir til bana og 550 eru sagðir slasaðir eftir að mikil mótmæli brutust út í Jemen í gær. Mest voru átökin í höfuðborginni Sanaa og er búist við að tala látinna eigi eftir að hækka til mikilla muna þar sem margir hinna særðu eru sagðir í lífshættu. Sjónarvottar segja að tugir lögreglumanna hafi skotið beint inn í mannþröngina en fólkið kom saman til þess að krefjast afsagnar forseta landsins Ali Abdullah Saleh. Yfirvöld segja að mótmælin séu ólögleg og að mótmælendur hafi sært fjóra lögreglumenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×