Fleiri fréttir Bændur óttast að útvaldir fái mjólkurkvóta „Ef kemur til þess að bú verða tekin til skipta í gegnum lánastofnanir þá er hættan sú að verðmætum verði ráðstafað til valinna aðila. Við viljum að allir hafi jafnan aðgang og það eina sem ráði því hver fær er hvort viðkomandi geti greitt eða ekki. Þetta gengur út á það að slíta á tengslin 6.4.2010 04:00 Stjórnsýslan í Kanada þótti of þung í vöfum Áður en E.C.A. Program óskaði eftir að skrá vopnlausar orrustuþotur hér á landi og fá aðstöðu fyrir viðhalds- og þjónustustöð á Keflavíkurvelli hafði fyrirtækið árangurslaust átt í viðræðum við Kanadastjórn um aðstöðu á Labrador. 6.4.2010 04:00 Biðin loks á enda fyrir Apple-fíkla Apple seldi 300 þúsund iPad-tölvur á laugardaginn þegar þær komu fyrst á markað. 6.4.2010 04:00 Engir fundir á dagskrá um Icesave Engar ákvarðanir hafa verið teknar um fundi samninganefnda Íslendinga, Hollendinga og Breta vegna Icesave. Búist er við að Gordon Brown rjúfi breska þingið í dag og boði til kosninga í byrjun maí. Það setji mönnum þröngar skorður hvað varðar samninga. 6.4.2010 03:30 Áttatíu milljónir til veikra barna Verkefnisstjórn félags- og tryggingamálaráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis, heilbrigðisráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur ákveðið að úthluta 80 milljónum króna til verkefna sem ætlað er að efla þjónustu í heimabyggð við langveik börn og börn með 6.4.2010 03:15 Segir reglugerðina vera fordæmalausa „Hér með tilkynnist þér að ráðgert er að áminna þig fyrir brot á almennum starfskyldum ríkisstarfsmanna…“ Þannig hefst bréf sem Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra sendi Steingrími Ara Arasyni, forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, í síðustu viku. Ástæðan er erindi Steingríms til Ríkisendurskoðunar, án vitundar ráðherrans. 6.4.2010 03:15 Hótar að ganga yfir til talibana Afganistan, AP Hamid Karzai, forseti Afganistans, hefur hótað að ganga til liðs við talibanahreyfinguna og segja skilið við stjórnmál losni hann ekki við utanaðkomandi þrýsting um að útrýma spillingu úr stjórn sinni. Karzai sagði þetta á lokuðum fundi með hópi afganskra þingmanna á laugardag. „Hann sagði að uppreisnin myndi þá breytast í andspyrnu,“ segir Farooq Marenai, einn þingmannanna. Marenai sagði Karzai hafa verið taugaóstyrkan á fundinum.- gb 6.4.2010 03:00 Sváfu hangandi í beltum lokaðir inni í námu Kína, AP 115 kínverskir námuverkamenn björguðust í gær eftir rúmlega viku innilokun í námugöngum. Þeir lokuðust inni á pálmasunnudag þegar vatn flæddi niður í námuna. 6.4.2010 01:00 Páfinn: Prestar verða að hegða sér eins og englar Benedikt XVI páfi segir að kaþólskir prestar verði að hegða sér eins og „englar og sendiboðar Krists". Þetta sagði páfinn við helgistund í dag. Enn berast sögur af því að kirkjan hafi látið hjá liða að bregðast við ásökunum á hendur prestum um kynferðislega misnotkun. 5.4.2010 22:00 Full ástæða til að kanna aðkomu Íslands að stríðsrekstrinum „Það er bara alveg skelfilegt að horfa upp á þetta. Þetta er það sem gerist alltaf og alls staðar þegar verða stríðsátök,“ segir Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, um myndskeið sem birt var á 5.4.2010 20:33 Harður árekstur skammt frá Blönduósi Harður árekstur varð á þjóðveginum við Breiðavað, skammt frá Blönduósi, rétt fyrir klukkan fimm í dag. Þar rákust saman jeppi og fólksbíll. Tveir karlmenn voru í fólksbílnum og slösuðust þeir báðir alvarlega. Þeir eru þó ekki í lífshættu að sögn lögreglunnar. 5.4.2010 17:51 Wikileaks birtir myndir af saklausum Írökum deyja Vefsíðan Wikileaks hefur birt myndband sem sýnir hvernig nokkrir óvopnaðir Írakar, þar á meðal börn, voru skotin í Bagdad í júlí árið 2007. Fullyrt er að bandaríska leyniþjónustan hafi njósnað um fólkið og haft í hótunum við það eftir að upp komst að birta ætti myndbandið. 5.4.2010 16:52 Rændu spilavíti steinsnar frá höfuðstöðvum Interpol Grímuklæddir ræningjar komust á brott með um 25 þúsund pund þegar þeir réðust inn í spilavíti í frönsku borginni Lyon í gær og ógnuðu gestum og starfsfólki með hríðskotarifflum. Spilavítið er í miðborg Lyon og það sem meira er, það er aðeins steinsnar frá höfuðstöðvum Interpol, alþjóðlegu lögreglustofnuninni. 5.4.2010 20:00 Versnandi veður fyrir norðan Versnandi veður er á Norður- og Austurlandi og eru vegfarendur beðnir að leita sér upplýsingar áður en lagt er á stað. 5.4.2010 18:20 Jón Böðvarsson látinn Jón Böðvarsson, fyrrverandi skólameistari og ritstjóri iðnsögu Íslendinga, lést í gær á Landspítalanum. Hann var fæddur 2. maí 1930 og hefði því orðið áttatíu ára gamall í byrjun næsta mánaðar. 5.4.2010 15:22 Vegtollar ef til vill eina leiðin „Auðvitað finnst manni vegtollar ekki vera spennandi kostur en ef það getur orðið til þess að það verði hægt að gera vegina öruggari og ljúka þessum framkvæmdum að þá má vera að það sé ekki önnur leið,“ segir Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri á Selfossi. 5.4.2010 13:39 Tveir menn viðurkenndu líkamsárás á Ísafirði Tveir menn hafa viðurkennt aðild að líkamsárás í gleðskap í heimahúsi á Ísafirði aðfarnótt föstudagsins. Annar þessara aðila hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í þágu rannsóknar málsins. 5.4.2010 12:56 Vongóð um sátt í læknadeilu Almennir læknar á Landspítalanum eru ekki enn komnir til starfa. Þeir lögðu niður vinnu á miðnætti á miðvikudagskvöld vegna ósamkomulags um fyrirkomulag vinnutíma. 5.4.2010 12:00 Vill skattleggja inngreiðslur í séreignarsjóði landsmanna Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, telur að hægt sé að auka tekjur ríkissjóðs 75 milljarðar króna með því að skattleggja inngreiðslur í séreignasjóði landsmanna. 5.4.2010 11:35 Vonskuveður á gosstöðvunum Versnandi veður er á gosstöðvunum samkvæmt upplýsingum frá björgunarsveitum á Fimmvörðuhálsi og í Þórsmörk. Nú er þar hvasst, mjög lítið skyggni og ekkert ferðaveður. Veðurspáin gerir ráð fyrir vaxandi norðaustan átt, 13-20 metrum á sek sunnan- og austanlands um hádegi og talsverðri úrkomu síðdegis. 5.4.2010 11:31 Óku á meira en tvöföldum hámarkshraða Þrír ungir menn voru teknir í bíl á leið um Borgarnes eftir miðnættið í nótt. Ökumaður bifreiðarinnar ók á yfir 100 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 50 kílómetrar á klukkustund. Hann var auk þess undir áhrifum fíkniefna. Þá voru þeir með lítilræði af fíkniefnum meðferðis. 5.4.2010 11:28 Þrjú útköll vegna sinuelda í nótt Slökkviliðið var þrisvar sinnum kallað út í nótt vegna sinuelda. Einn þeirra var við Garðakirkju á Álftanesi rétt fyrir miðnætti og tveir við Hlíðaberg í Hafnarfirði, um hálffjögurleytið í fyrra skiptið og hálffimmleytið í seinna skiptið. 5.4.2010 11:23 Þrjár líkamsárásir í miðborginni í nótt Lögreglan fékk tilkynningar um þrjár líkamsárásir við skemmtistaði í miðborg Reykjavíkur í nótt. Þær voru allar minniháttar að sögn lögreglu. Enginn slasaðist alvarlega og enginn var handtekinn vegna þeirra. Lögreglan segir að það hafi verið smá erill í kringum skemmtistaðina í nótt en ekkert mikið miðað við það sem gerist um aðrar helgar. 5.4.2010 08:40 NATO viðurkennir dráp á óbreyttum borgurum Talsmenn NATO í Afganistan viðurkenndu í gærkvöldi að fimm óbreyttir borgarar hefðu látist í næturárás á hús í suðausturhluta landsins í febrúar síðastliðinn. Næturárásir af þessu tagi hafa verið harðlega gagnrýndar af heimamönnum í landinu og hefur Hamid Karzai forseti krafist þess að NATO láti af þeim þegar í stað. 5.4.2010 08:15 Snarpir skjálftar við strendur Mexíkó Snarpir jarðskjálftar skóku strendur Bandaríkjanna og Mexíkó í gærkvöld. Sá snarpasti var 7,2 á Richter. Hans varð vart í Baja Kalíforníu, Arizona og suðurhluta Kalíforníu, að því er fréttastofa CNN hefur eftir Jarðvísindastofnun Bandaríkjanna. 5.4.2010 00:46 Keppt um bestu gosmyndina á Facebook Efnt hefur verið til ljósmyndasamkeppni á Facebook þar sem keppt er um flottustu ljósmyndina sem tengist eldgosinu á Fimmvörðuhálsi. Fólk er hvatt til þess að taka þátt og verðlaunin eru ekki af verri endanum því í boði fyrir bestu myndina er þyrluflug á gosstöðvarnar í boði Norðurflugs, að því er aðstandendur síðunnar segja. 4.4.2010 21:00 Kínverskir kolanámumenn finnast á lífi eftir viku Níu kínverskum kolanámumönnum var í dag bjargað úr námu sem fylltist af vatni fyrir viku síðan. 153 verkamenn festust inni í námunni og hafa björgunaraðgerðir staðið síðan. Enn eru menn vongóðir um að fleiri finnist á lífi en þeir sem fundust í dag eru þeir fyrstu sem fundist hafa. Vatnsmagnið sem fyllti námuna er jafnmikið og þarf til þess að fylla fimmtíu og fimm 50 metra sundlaugar. 4.4.2010 20:15 Magnaðar myndir af gosstöðvunum og næsta nágrenni Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Fréttablaðsins var á gosslóðum um páskahelgina og tók hann þessar mögnuðu myndir af gosinu á Fimmvörðuhálsi og nánasta umhverfi. Forsíðumynd fréttarinnar er tekin í Langadal og sýnir Skagfjörðsskála í gosbjarma. 4.4.2010 13:55 Kveikt í sinu á Suðurlandi Kveikt var í sinu nálægt Þykkvabænum í dag og vakti bruninn nokkra athygli vegfarenda enda margir á ferðinni á leið að gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli er óljóst hvernig kviknaði í sinunni en eldinum var leyft að brenna út. Ekki hafði verið fengið leyfi fyrir brunanum og er málið í rannsókn. 4.4.2010 19:30 Reyndu að grafa sig inn í bankahvelfingu Enn ein tilraunin var gerð í nótt til þess að grafa göng inn í bankahvelfinu í París. Þetta er þriðja tilraunin á þessu ári þar sem svokölluð termítagengi reyna þessa aðferð við bankarán. Í þetta sinn reyndu mennirnir að grafa sig inn í hvelfingu BNP Paribas bankans en höfðu ekki erindi sem erfiði og þurftu frá að hverfa. Áður en þeir forðuðu sér kveiktu þeir eld í kjallara bankans til þess að reyna að fela slóð sína. 4.4.2010 20:19 Fjör á „Aldrei fór ég suður“ Gestum á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði fjölgaði nokkuð í gær og alls voru rúmlega tvö þúsund gestir mættir. En það voru ekki aðeins tónlistaráhugamenn á Ísafirði því gestir Skíðavikunnar nutu veðurblíðunnar á Ísafirði. 4.4.2010 19:18 Ómar ósáttur við lokun Reykjavíkurflugvallar Reykjavíkurflugvöllur er lokaður í dag í sparnaðarskyni, en þrjá flugumferðarstjóra þarf í flugturninn til að halda uppi flugstjórnarþjónustu. Ómar Ragnarsson þurfti að lenda á Tungubökkum í Mosfellsbæ af þeim sökum, en hann er óhress með lokunina og segir að ekki kosti krónu að leyfa áhugaflugmönnum að lenda sjálfum. 4.4.2010 18:53 Prestar og páskakanínur í Húsdýragarðinum Margir hafa sótt guðsþjónustu í kirkjum landsins yfir páskana en, prestar gerðu sér einnig far um að ná til fólks úti við. 4.4.2010 18:45 Umferð þyngist í átt að gosstöðvunum Þung umferð bíla er nú á Suðurlandsvegi í nágrenni gosstöðvanna og hefur hún aukist mjög síðustu klukkustundir, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Hvolsvelli. 4.4.2010 16:56 Fjórir skotnir í Los Angeles Fjórir voru skotnir til bana á veitingastað í Los Angeles í Bandaríkjunum í dag. Þrír létust samstundis og sá fjórði lést á sjúkrahúsi skömmu síðar. Tveir aðrir liggja særðir á spítala og er annar þeirra sagður í lífshættu. Hinn grunaði, hvítur karlmaður á fertugsaldri flúði af vettvangi og er hans nú leitað. Ekkert er vitað um ástæðu árásarinnar en heimildir SKY fréttastofunnar herma að um uppgjör hafi verið að ræða á milli glæpagengja frá Armeníu. 4.4.2010 16:13 Villuljós á Breiðfirði aðfararnótt laugardags Varðskipið Týr fór aðfararnótt laugardagsins í leit á Breiðafirði því Landhelgisgæslunni hafði borist tilkynning um torkennilegt ljós eða eld suður af Flatey. Engir bátar áttu að vera á svæðinu að því er fram kemur á heimasíðu Gæslunnar og enginn bátur svaraði þegar kallað var eftir. 4.4.2010 15:53 Biskup: Tími uppgjörs og reikningsskila stendur yfir Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, sagði í páskadagsprédikun í Dómkirkjunni í morgun að enn og aftur fengju menn að heyra ljótar sögur af framferði, viðhorfum og aðstæðum sem veltu öllu um koll á Íslandi. 4.4.2010 14:52 Hóta hefndum fyrir morðið á Terreblanche Stuðningsmenn Suður-Afríska öfgaleiðtogans Eugene Terreblanche hóta nú hefndum en leiðtoginn var myrtur á búgarði sínum í nótt. Terreblanche hélt því fram að hvíti kynstofninn væri öðrum æðri og barðist hann fyrir sjálfstæðu ríki hvítra í Suður-Afríku. Lögregla segir að Terreblanche, sem var 69 ára gamall, hafi verið barinn til dauða af tveimur vinnumönnum á búgarðinum en þeir höfðu staðið í vinnulaunadeilu. 4.4.2010 14:25 Líkamsárás á Ísafirði: Einn í haldi en öðrum sleppt Ástand manns sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Ísafirði aðfararnótt skírdags er stöðugt og er maðurinn úr lífshættu. Maðurinn var stunginn var í andlitið í gleðskap í heimahúsi á Ísafirði aðfararnótt skírdags, en hann var gestkomandi og hugðist sækja tónlistarhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður í bænum. 4.4.2010 13:20 Minnt á lokanir vegna hættu frá gosinu Almannavarnir minna á að gefnu tilefni að svæði í eins kílómetra radíus frá gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi er lokað allri umferð vegna þeirrar hættu sem stafar af gosinu. „Þessi lokun felur í sér að óheimilt er að fara um Heljarkamb og upp á Bröttufönn. Þá er svæði sem er innan fimm kílómetra frá gosstöðvunum skilgreint sem hættusvæði,“ segir í tilkynningu. 4.4.2010 12:52 Kínverskt kolaskip strandaði við Ástralíu Kínverskt kolaflutningaskip hefur strandað á Kóralrifinu mikla undan ströndum Ástralíu og óttast er að gríðarlegt mengunarslys sé í uppsiglingu. 4.4.2010 12:20 Búið að opna á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur Búið er að opna veginn milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar en hann var ófær í morgun. Á Suðurlandi eru vegir greiðfærir og víðast á Vesturlandi fyrir utan hálkubletti á Bröttubrekku. 4.4.2010 12:00 Reykjavíkurflugvelli lokað í sparnaðarskyni Reykjavíkurflugvöllur er lokaður og allt flug til og frá vellinum er bannað í dag og er þetta gert í sparnaðarskyni. Flugvöllurinn verður þó opnaður í neyðartilvikum. 4.4.2010 11:58 Vatnavextir í Hvanná Nú síðasta klukkutímann hefur vaxið nokkuð í Hvanná og er hún nú mórauð að sjá að sögn Samhæfingarstöðvar. 4.4.2010 10:47 Þrjátíu féllu í þremur sprengingum í Bagdad Þrjár öflugar sprengjur sprungu í Bagdad höfuðborg Íraks í morgun. Innanríkisráðherra landsins segir að 30 séu látnir hið minnsta. Ein sprengjan sprakk nærri íranska sendiráðinu í borginni og önnur er sögð hafa sprungið nærri sendiráði Þjóðverja. Í fyrradag voru 25 Súnníar teknir af lífi af byssumönnum sem dulbúnir voru sem íraskir hermenn í úthverfi borgarinnar. 4.4.2010 10:45 Sjá næstu 50 fréttir
Bændur óttast að útvaldir fái mjólkurkvóta „Ef kemur til þess að bú verða tekin til skipta í gegnum lánastofnanir þá er hættan sú að verðmætum verði ráðstafað til valinna aðila. Við viljum að allir hafi jafnan aðgang og það eina sem ráði því hver fær er hvort viðkomandi geti greitt eða ekki. Þetta gengur út á það að slíta á tengslin 6.4.2010 04:00
Stjórnsýslan í Kanada þótti of þung í vöfum Áður en E.C.A. Program óskaði eftir að skrá vopnlausar orrustuþotur hér á landi og fá aðstöðu fyrir viðhalds- og þjónustustöð á Keflavíkurvelli hafði fyrirtækið árangurslaust átt í viðræðum við Kanadastjórn um aðstöðu á Labrador. 6.4.2010 04:00
Biðin loks á enda fyrir Apple-fíkla Apple seldi 300 þúsund iPad-tölvur á laugardaginn þegar þær komu fyrst á markað. 6.4.2010 04:00
Engir fundir á dagskrá um Icesave Engar ákvarðanir hafa verið teknar um fundi samninganefnda Íslendinga, Hollendinga og Breta vegna Icesave. Búist er við að Gordon Brown rjúfi breska þingið í dag og boði til kosninga í byrjun maí. Það setji mönnum þröngar skorður hvað varðar samninga. 6.4.2010 03:30
Áttatíu milljónir til veikra barna Verkefnisstjórn félags- og tryggingamálaráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis, heilbrigðisráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur ákveðið að úthluta 80 milljónum króna til verkefna sem ætlað er að efla þjónustu í heimabyggð við langveik börn og börn með 6.4.2010 03:15
Segir reglugerðina vera fordæmalausa „Hér með tilkynnist þér að ráðgert er að áminna þig fyrir brot á almennum starfskyldum ríkisstarfsmanna…“ Þannig hefst bréf sem Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra sendi Steingrími Ara Arasyni, forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, í síðustu viku. Ástæðan er erindi Steingríms til Ríkisendurskoðunar, án vitundar ráðherrans. 6.4.2010 03:15
Hótar að ganga yfir til talibana Afganistan, AP Hamid Karzai, forseti Afganistans, hefur hótað að ganga til liðs við talibanahreyfinguna og segja skilið við stjórnmál losni hann ekki við utanaðkomandi þrýsting um að útrýma spillingu úr stjórn sinni. Karzai sagði þetta á lokuðum fundi með hópi afganskra þingmanna á laugardag. „Hann sagði að uppreisnin myndi þá breytast í andspyrnu,“ segir Farooq Marenai, einn þingmannanna. Marenai sagði Karzai hafa verið taugaóstyrkan á fundinum.- gb 6.4.2010 03:00
Sváfu hangandi í beltum lokaðir inni í námu Kína, AP 115 kínverskir námuverkamenn björguðust í gær eftir rúmlega viku innilokun í námugöngum. Þeir lokuðust inni á pálmasunnudag þegar vatn flæddi niður í námuna. 6.4.2010 01:00
Páfinn: Prestar verða að hegða sér eins og englar Benedikt XVI páfi segir að kaþólskir prestar verði að hegða sér eins og „englar og sendiboðar Krists". Þetta sagði páfinn við helgistund í dag. Enn berast sögur af því að kirkjan hafi látið hjá liða að bregðast við ásökunum á hendur prestum um kynferðislega misnotkun. 5.4.2010 22:00
Full ástæða til að kanna aðkomu Íslands að stríðsrekstrinum „Það er bara alveg skelfilegt að horfa upp á þetta. Þetta er það sem gerist alltaf og alls staðar þegar verða stríðsátök,“ segir Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, um myndskeið sem birt var á 5.4.2010 20:33
Harður árekstur skammt frá Blönduósi Harður árekstur varð á þjóðveginum við Breiðavað, skammt frá Blönduósi, rétt fyrir klukkan fimm í dag. Þar rákust saman jeppi og fólksbíll. Tveir karlmenn voru í fólksbílnum og slösuðust þeir báðir alvarlega. Þeir eru þó ekki í lífshættu að sögn lögreglunnar. 5.4.2010 17:51
Wikileaks birtir myndir af saklausum Írökum deyja Vefsíðan Wikileaks hefur birt myndband sem sýnir hvernig nokkrir óvopnaðir Írakar, þar á meðal börn, voru skotin í Bagdad í júlí árið 2007. Fullyrt er að bandaríska leyniþjónustan hafi njósnað um fólkið og haft í hótunum við það eftir að upp komst að birta ætti myndbandið. 5.4.2010 16:52
Rændu spilavíti steinsnar frá höfuðstöðvum Interpol Grímuklæddir ræningjar komust á brott með um 25 þúsund pund þegar þeir réðust inn í spilavíti í frönsku borginni Lyon í gær og ógnuðu gestum og starfsfólki með hríðskotarifflum. Spilavítið er í miðborg Lyon og það sem meira er, það er aðeins steinsnar frá höfuðstöðvum Interpol, alþjóðlegu lögreglustofnuninni. 5.4.2010 20:00
Versnandi veður fyrir norðan Versnandi veður er á Norður- og Austurlandi og eru vegfarendur beðnir að leita sér upplýsingar áður en lagt er á stað. 5.4.2010 18:20
Jón Böðvarsson látinn Jón Böðvarsson, fyrrverandi skólameistari og ritstjóri iðnsögu Íslendinga, lést í gær á Landspítalanum. Hann var fæddur 2. maí 1930 og hefði því orðið áttatíu ára gamall í byrjun næsta mánaðar. 5.4.2010 15:22
Vegtollar ef til vill eina leiðin „Auðvitað finnst manni vegtollar ekki vera spennandi kostur en ef það getur orðið til þess að það verði hægt að gera vegina öruggari og ljúka þessum framkvæmdum að þá má vera að það sé ekki önnur leið,“ segir Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri á Selfossi. 5.4.2010 13:39
Tveir menn viðurkenndu líkamsárás á Ísafirði Tveir menn hafa viðurkennt aðild að líkamsárás í gleðskap í heimahúsi á Ísafirði aðfarnótt föstudagsins. Annar þessara aðila hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í þágu rannsóknar málsins. 5.4.2010 12:56
Vongóð um sátt í læknadeilu Almennir læknar á Landspítalanum eru ekki enn komnir til starfa. Þeir lögðu niður vinnu á miðnætti á miðvikudagskvöld vegna ósamkomulags um fyrirkomulag vinnutíma. 5.4.2010 12:00
Vill skattleggja inngreiðslur í séreignarsjóði landsmanna Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, telur að hægt sé að auka tekjur ríkissjóðs 75 milljarðar króna með því að skattleggja inngreiðslur í séreignasjóði landsmanna. 5.4.2010 11:35
Vonskuveður á gosstöðvunum Versnandi veður er á gosstöðvunum samkvæmt upplýsingum frá björgunarsveitum á Fimmvörðuhálsi og í Þórsmörk. Nú er þar hvasst, mjög lítið skyggni og ekkert ferðaveður. Veðurspáin gerir ráð fyrir vaxandi norðaustan átt, 13-20 metrum á sek sunnan- og austanlands um hádegi og talsverðri úrkomu síðdegis. 5.4.2010 11:31
Óku á meira en tvöföldum hámarkshraða Þrír ungir menn voru teknir í bíl á leið um Borgarnes eftir miðnættið í nótt. Ökumaður bifreiðarinnar ók á yfir 100 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 50 kílómetrar á klukkustund. Hann var auk þess undir áhrifum fíkniefna. Þá voru þeir með lítilræði af fíkniefnum meðferðis. 5.4.2010 11:28
Þrjú útköll vegna sinuelda í nótt Slökkviliðið var þrisvar sinnum kallað út í nótt vegna sinuelda. Einn þeirra var við Garðakirkju á Álftanesi rétt fyrir miðnætti og tveir við Hlíðaberg í Hafnarfirði, um hálffjögurleytið í fyrra skiptið og hálffimmleytið í seinna skiptið. 5.4.2010 11:23
Þrjár líkamsárásir í miðborginni í nótt Lögreglan fékk tilkynningar um þrjár líkamsárásir við skemmtistaði í miðborg Reykjavíkur í nótt. Þær voru allar minniháttar að sögn lögreglu. Enginn slasaðist alvarlega og enginn var handtekinn vegna þeirra. Lögreglan segir að það hafi verið smá erill í kringum skemmtistaðina í nótt en ekkert mikið miðað við það sem gerist um aðrar helgar. 5.4.2010 08:40
NATO viðurkennir dráp á óbreyttum borgurum Talsmenn NATO í Afganistan viðurkenndu í gærkvöldi að fimm óbreyttir borgarar hefðu látist í næturárás á hús í suðausturhluta landsins í febrúar síðastliðinn. Næturárásir af þessu tagi hafa verið harðlega gagnrýndar af heimamönnum í landinu og hefur Hamid Karzai forseti krafist þess að NATO láti af þeim þegar í stað. 5.4.2010 08:15
Snarpir skjálftar við strendur Mexíkó Snarpir jarðskjálftar skóku strendur Bandaríkjanna og Mexíkó í gærkvöld. Sá snarpasti var 7,2 á Richter. Hans varð vart í Baja Kalíforníu, Arizona og suðurhluta Kalíforníu, að því er fréttastofa CNN hefur eftir Jarðvísindastofnun Bandaríkjanna. 5.4.2010 00:46
Keppt um bestu gosmyndina á Facebook Efnt hefur verið til ljósmyndasamkeppni á Facebook þar sem keppt er um flottustu ljósmyndina sem tengist eldgosinu á Fimmvörðuhálsi. Fólk er hvatt til þess að taka þátt og verðlaunin eru ekki af verri endanum því í boði fyrir bestu myndina er þyrluflug á gosstöðvarnar í boði Norðurflugs, að því er aðstandendur síðunnar segja. 4.4.2010 21:00
Kínverskir kolanámumenn finnast á lífi eftir viku Níu kínverskum kolanámumönnum var í dag bjargað úr námu sem fylltist af vatni fyrir viku síðan. 153 verkamenn festust inni í námunni og hafa björgunaraðgerðir staðið síðan. Enn eru menn vongóðir um að fleiri finnist á lífi en þeir sem fundust í dag eru þeir fyrstu sem fundist hafa. Vatnsmagnið sem fyllti námuna er jafnmikið og þarf til þess að fylla fimmtíu og fimm 50 metra sundlaugar. 4.4.2010 20:15
Magnaðar myndir af gosstöðvunum og næsta nágrenni Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Fréttablaðsins var á gosslóðum um páskahelgina og tók hann þessar mögnuðu myndir af gosinu á Fimmvörðuhálsi og nánasta umhverfi. Forsíðumynd fréttarinnar er tekin í Langadal og sýnir Skagfjörðsskála í gosbjarma. 4.4.2010 13:55
Kveikt í sinu á Suðurlandi Kveikt var í sinu nálægt Þykkvabænum í dag og vakti bruninn nokkra athygli vegfarenda enda margir á ferðinni á leið að gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli er óljóst hvernig kviknaði í sinunni en eldinum var leyft að brenna út. Ekki hafði verið fengið leyfi fyrir brunanum og er málið í rannsókn. 4.4.2010 19:30
Reyndu að grafa sig inn í bankahvelfingu Enn ein tilraunin var gerð í nótt til þess að grafa göng inn í bankahvelfinu í París. Þetta er þriðja tilraunin á þessu ári þar sem svokölluð termítagengi reyna þessa aðferð við bankarán. Í þetta sinn reyndu mennirnir að grafa sig inn í hvelfingu BNP Paribas bankans en höfðu ekki erindi sem erfiði og þurftu frá að hverfa. Áður en þeir forðuðu sér kveiktu þeir eld í kjallara bankans til þess að reyna að fela slóð sína. 4.4.2010 20:19
Fjör á „Aldrei fór ég suður“ Gestum á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði fjölgaði nokkuð í gær og alls voru rúmlega tvö þúsund gestir mættir. En það voru ekki aðeins tónlistaráhugamenn á Ísafirði því gestir Skíðavikunnar nutu veðurblíðunnar á Ísafirði. 4.4.2010 19:18
Ómar ósáttur við lokun Reykjavíkurflugvallar Reykjavíkurflugvöllur er lokaður í dag í sparnaðarskyni, en þrjá flugumferðarstjóra þarf í flugturninn til að halda uppi flugstjórnarþjónustu. Ómar Ragnarsson þurfti að lenda á Tungubökkum í Mosfellsbæ af þeim sökum, en hann er óhress með lokunina og segir að ekki kosti krónu að leyfa áhugaflugmönnum að lenda sjálfum. 4.4.2010 18:53
Prestar og páskakanínur í Húsdýragarðinum Margir hafa sótt guðsþjónustu í kirkjum landsins yfir páskana en, prestar gerðu sér einnig far um að ná til fólks úti við. 4.4.2010 18:45
Umferð þyngist í átt að gosstöðvunum Þung umferð bíla er nú á Suðurlandsvegi í nágrenni gosstöðvanna og hefur hún aukist mjög síðustu klukkustundir, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Hvolsvelli. 4.4.2010 16:56
Fjórir skotnir í Los Angeles Fjórir voru skotnir til bana á veitingastað í Los Angeles í Bandaríkjunum í dag. Þrír létust samstundis og sá fjórði lést á sjúkrahúsi skömmu síðar. Tveir aðrir liggja særðir á spítala og er annar þeirra sagður í lífshættu. Hinn grunaði, hvítur karlmaður á fertugsaldri flúði af vettvangi og er hans nú leitað. Ekkert er vitað um ástæðu árásarinnar en heimildir SKY fréttastofunnar herma að um uppgjör hafi verið að ræða á milli glæpagengja frá Armeníu. 4.4.2010 16:13
Villuljós á Breiðfirði aðfararnótt laugardags Varðskipið Týr fór aðfararnótt laugardagsins í leit á Breiðafirði því Landhelgisgæslunni hafði borist tilkynning um torkennilegt ljós eða eld suður af Flatey. Engir bátar áttu að vera á svæðinu að því er fram kemur á heimasíðu Gæslunnar og enginn bátur svaraði þegar kallað var eftir. 4.4.2010 15:53
Biskup: Tími uppgjörs og reikningsskila stendur yfir Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, sagði í páskadagsprédikun í Dómkirkjunni í morgun að enn og aftur fengju menn að heyra ljótar sögur af framferði, viðhorfum og aðstæðum sem veltu öllu um koll á Íslandi. 4.4.2010 14:52
Hóta hefndum fyrir morðið á Terreblanche Stuðningsmenn Suður-Afríska öfgaleiðtogans Eugene Terreblanche hóta nú hefndum en leiðtoginn var myrtur á búgarði sínum í nótt. Terreblanche hélt því fram að hvíti kynstofninn væri öðrum æðri og barðist hann fyrir sjálfstæðu ríki hvítra í Suður-Afríku. Lögregla segir að Terreblanche, sem var 69 ára gamall, hafi verið barinn til dauða af tveimur vinnumönnum á búgarðinum en þeir höfðu staðið í vinnulaunadeilu. 4.4.2010 14:25
Líkamsárás á Ísafirði: Einn í haldi en öðrum sleppt Ástand manns sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Ísafirði aðfararnótt skírdags er stöðugt og er maðurinn úr lífshættu. Maðurinn var stunginn var í andlitið í gleðskap í heimahúsi á Ísafirði aðfararnótt skírdags, en hann var gestkomandi og hugðist sækja tónlistarhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður í bænum. 4.4.2010 13:20
Minnt á lokanir vegna hættu frá gosinu Almannavarnir minna á að gefnu tilefni að svæði í eins kílómetra radíus frá gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi er lokað allri umferð vegna þeirrar hættu sem stafar af gosinu. „Þessi lokun felur í sér að óheimilt er að fara um Heljarkamb og upp á Bröttufönn. Þá er svæði sem er innan fimm kílómetra frá gosstöðvunum skilgreint sem hættusvæði,“ segir í tilkynningu. 4.4.2010 12:52
Kínverskt kolaskip strandaði við Ástralíu Kínverskt kolaflutningaskip hefur strandað á Kóralrifinu mikla undan ströndum Ástralíu og óttast er að gríðarlegt mengunarslys sé í uppsiglingu. 4.4.2010 12:20
Búið að opna á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur Búið er að opna veginn milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar en hann var ófær í morgun. Á Suðurlandi eru vegir greiðfærir og víðast á Vesturlandi fyrir utan hálkubletti á Bröttubrekku. 4.4.2010 12:00
Reykjavíkurflugvelli lokað í sparnaðarskyni Reykjavíkurflugvöllur er lokaður og allt flug til og frá vellinum er bannað í dag og er þetta gert í sparnaðarskyni. Flugvöllurinn verður þó opnaður í neyðartilvikum. 4.4.2010 11:58
Vatnavextir í Hvanná Nú síðasta klukkutímann hefur vaxið nokkuð í Hvanná og er hún nú mórauð að sjá að sögn Samhæfingarstöðvar. 4.4.2010 10:47
Þrjátíu féllu í þremur sprengingum í Bagdad Þrjár öflugar sprengjur sprungu í Bagdad höfuðborg Íraks í morgun. Innanríkisráðherra landsins segir að 30 séu látnir hið minnsta. Ein sprengjan sprakk nærri íranska sendiráðinu í borginni og önnur er sögð hafa sprungið nærri sendiráði Þjóðverja. Í fyrradag voru 25 Súnníar teknir af lífi af byssumönnum sem dulbúnir voru sem íraskir hermenn í úthverfi borgarinnar. 4.4.2010 10:45