Innlent

Keppt um bestu gosmyndina á Facebook

Þessa mynd tók Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Fréttablaðsins á dögunum.
Þessa mynd tók Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Fréttablaðsins á dögunum. MYND/Vilhelm

Efnt hefur verið til ljósmyndasamkeppni á Facebook þar sem keppt er um flottustu ljósmyndina sem tengist eldgosinu á Fimmvörðuhálsi. Fólk er hvatt til þess að taka þátt og verðlaunin eru ekki af verri endanum því í boði fyrir bestu myndina er þyrluflug á gosstöðvarnar í boði Norðurflugs, að því er aðstandendur síðunnar segja.

Eina reglan er sú að myndin hafi verið tekin í mars eða apríl og að hún tengist eldgosinu með einhverjum hætti. Hver og einn má aðeins senda inn eina mynd.

Hér er slóðin á Facebook síðuna og þar má finna leiðbeiningar um hvernig á að taka þátt í keppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×