Erlent

Hótar að ganga yfir til talibana

Hamid Karzai
Hamid Karzai
Afganistan, AP Hamid Karzai, forseti Afganistans, hefur hótað að ganga til liðs við talibanahreyfinguna og segja skilið við stjórnmál losni hann ekki við utanaðkomandi þrýsting um að útrýma spillingu úr stjórn sinni.

Karzai sagði þetta á lokuðum fundi með hópi afganskra þingmanna á laugardag.

„Hann sagði að uppreisnin myndi þá breytast í andspyrnu,“ segir Farooq Marenai, einn þingmannanna. Marenai sagði Karzai hafa verið taugaóstyrkan á fundinum.- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×