Erlent

Hóta hefndum fyrir morðið á Terreblanche

Eugene Terreblanche.
Eugene Terreblanche. MYNd/AP
Stuðningsmenn Suður-Afríska öfgaleiðtogans Eugene Terreblanche hóta nú hefndum en leiðtoginn var myrtur á búgarði sínum í nótt. Terreblanche hélt því fram að hvíti kynstofninn væri öðrum æðri og barðist hann fyrir sjálfstæðu ríki hvítra í Suður-Afríku. Lögregla segir að Terreblanche, sem var 69 ára gamall, hafi verið barinn til dauða af tveimur vinnumönnum á búgarðinum en þeir höfðu staðið í vinnulaunadeilu.

Vinnumennirnir hafa verið handteknir en næstráðendur í hreyfingu Terreblanche hafa hótað grimmilegum hefndum. Þeir hvöttu þó stuðningsmenn sína í dag til þess að sýna stillingu og lofuðu því að gripið yrði til aðgerða síðar. Jakob Zuma forseti Suður-Afríku hefur einnig sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem landsmenn eru hvattir til þess að sýna stillingu og að morðið á Terreblanche kveiki ekki í púðurtunnu kynþáttaóeirða í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×