Fleiri fréttir Opið á Sigló og á Króknum - búið að opna Hlíðarfjall Skíðasvæði landsins utan höfuðborgarsvæðisins eru mörg hver opin um páskana. Skíðasvæðið í Tindastól á Sauðárkróki verður opið frá 10 til 16 í dag þar er NV 4m/sek og fjögurra gráðu frost. Nokkuð snjófjúk er þar sem stendur mikið hefur snjóað þar síðustu daga og því mjög gott færi. 4.4.2010 09:22 Of feitur til að fara í fangelsi Maður í Flórída var á dögunum sakfelldur fyrir að svíkja út mat á fjölda veitingastaða og verslana. Hann játaði brotin fúslega á sig en þarf ekki að fara í fangelsi. Ástæðan fyrir því að George Joliceur þarf ekki að sitja inni er sú að kostnaður fangelsisins við að greiða fyrir læknisþjónustu og annað uppihald hans er of mikill. 4.4.2010 08:00 Íransforseti gerir lítið úr hótunum um frekari þvinganir Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti segist alls óhræddur við það að Vesturveldin setji enn strangari viðskiptaþvinganir á Íran eins og hótað hefur verið. Í ræðu sem forsetinn hélt í dag kom fram að þvinganir þjöppuðu þjóð hans aðeins saman og gerðu hana óháðari öðrum þegar kæmi að tækniframförum og rannsóknum. 3.4.2010 21:00 Tíu lögreglumenn slösuðust þegar útsala fór úr böndunum Tíu lögreglumenn slösuðust í gær þegar átök brutust út á meðal tvö þúsund manna sem biðu eftir því að útsala hæfist hjá American Apparel versluninni á Brick Lane í London. Fyrirtækið varð að aflýsa útsölunni en hún hafði verið auglýst á Facebook og öðrum samskiptasíðum á Netinu. Á youtube má sjá hvernig lögreglumenn þurftu að beita fangbrögðum til þess að hafa hemil á kaupóðu fólkinu. 3.4.2010 20:22 Dyngja í líkingu við Skjaldbreið gæti hlaðist upp Eldgosið á Fimmvörðuhálsi verður annaðhvort lítið og stutt hraungos eða þá dyngjugos, sem stendur árum saman og hleður upp myndarlegri dyngju í líkingu við Skjaldbreið. Þetta er mat Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings. 3.4.2010 18:37 Stór sprunga hefur myndast við útsýnissvæðin Fyrir þá sem hyggja á ferð á Fimmvörðuháls þá er rétt að hafa í huga að í nótt og dag hafa orðið nokkrar breytingar á svæðinu við eldstöðina. Að sögn Almannavarna hefur hraunið breytt úr sér á stærra svæði, þar sem útsýnissvæðin eru, og hefur það brætt mikið af snjó og ís. 3.4.2010 18:57 Lottó: Potturinn fjórfaldur næst Enginn var með allar tölu réttar í Lottóinu og verður potturinn því fjórfaldur næsta laugardag. Fimm heppnir spilarar voru hinsvegr með fjóra rétta og fá þeir 100 þúsund krónur hver í sinn hlut. 3.4.2010 19:49 Pútín og Chavez hefja viðamikið samstarf Vladimir Pútín forsætisráðherra Rússlands er nú staddur í heimsókn hjá Hugo Chavez forseta Venesúela og hafa ríkin tvö undirritað ýmsa samninga, meðal annars samning um að Rússar aðstoði Venesúela við að koma sér upp kjarnorkuveri. Annar samningur gerir ráð fyrir að Rússar hjálpi landinu til að koma sér upp iðnaði á sviði geimvísinda. 3.4.2010 19:30 Engir fundir fyrirhugaðir í læknadeilu Deilan milli almennra lækna og stjórnar Landspítalans er enn óleyst. Engir fundir eru fyrirhugaðir milli stjórnar Landspítalans og læknanna og enginn úr þeirra röðum vill tjá sig um málið. 3.4.2010 18:44 Ófært á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar Ófært er á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar vegna veðurs og snjóflóðahættu. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að beðið verði með mokstur til morguns. 3.4.2010 18:15 Allt með kyrrum kjörum á gosstöðvunum Umferð í kringum gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi hefur verið með rólegra móti í dag, miðað við undanfarna daga, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu og björgunarsveitum í Rangárþingi, og hafa engin óhöpp komið upp. 3.4.2010 16:50 Tjá sig ekki um mál Steingríms Ara Heilbrigðisráðuneytið og Álfheiður Ingadóttir ráðherra ætla ekki að tjá sig um mál Steingríms Ara Arasona forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, en Steingrímur skýrði frá því fyrr í dag að ráðherra ætli að áminna hann. „Heilbrigðisráðuneytið mun ekki tjá sig frekar um samskipti við forstjóra Sjúkratrygginga Íslands í þessu máli á vettvangi fjölmiðla,“ segir í tilkynningu. Þá er bent á að Steingrímur hafi lögformlegan andmælarétt til 13. apríl næstkomandi og er málið nú í þeim farvegi. 3.4.2010 16:22 Reyndu að sökkva norsku hvalveiðiskipi Reynt var að sökkva norskum hvalveiðibáti í höfninni í Svolvær í Noregi í nótt. Líklegt er talið að hvalverndunarsinnar hafi staðið að baki en botnlokur skipsins voru fjarlægðar. Mikill leki kom að skipinu en eiganda þess tókst að koma í veg fyrir hann áður en skipið sökk. 3.4.2010 14:50 25 teknir af lífi í Írak Íraskir byssumenn myrtu í dag að minnsta kosti 25 manns sem hliðhollir voru hersveitum Súnnía sem eru andstæðingar Al Kæeda í landinu. Byssumennirnir dulbjuggu sig sem Íraska hermenn og fóru hús úr húsi í þorpi suður af Bagdad og handtóku fólk sem síðar var tekið af lífi. 3.4.2010 14:47 Ráðherra áminnir forstjóra Sjúkratrygginga Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra hefur í hyggju að áminna Steingrím Ara Arason forstjóra Sjúkratrygginga Íslands fyrir brot á almennum starfsskyldum ríkisstarfsmanna samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisisins. Forsaga málsins er sú að Steingrímur leitaði til ríkisendurskoðanda í kjölfar þess að ráðherra setti reglugerð um þáttöku sjúkratrygginga í tannlækninga- og tannréttingakostnaði. 3.4.2010 13:51 Guðni á Klörubar: Vill öldungadeild á Alþingi Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, leggur til ad stofnuð verdi sérstök öldungadeild fyrrverandi alþingismanna. Þetta kom fram í ræðu sem Guðni hélt á Klörubar á Gran Canaria í morgun. 3.4.2010 13:41 Þýskir hermenn fella bandamenn í Afganistan Þýskir hermenn á vegum fjölþjóðaliðs Nató í Afganistan felldu í gær að minnsta kosti fimm afganska hermenn fyrir mistök. Afganirnir voru í tveimur ómerktum bifreiðum og höfðu ökumennirnir ekki virt stöðvunarmerki þegar þeir óku upp að bílalest Þjóðverjanna í Kunduz héraði. Þjóðverjarnir voru á leið á svæði þar sem þrír félagar þeirra höfðu legið í valnum eftir bardaga við talíbana. 3.4.2010 13:15 Flugslys: Allir útskrifaðir af gjörgæslu Þriðji farþegi flugvélarinnar sem brotlenti við Flúðir á skírdag útskrifast af gjörgæsludeild í dag. Líðan þeirra allra er stöðug. Flugmennirnir tveir í litlu Cessna vélinni sem brotlenti í syðra Langholti skammt frá Flúðum í fyrradag hryggbrotnuðu báðir en virðast hafa sloppið við mænuskaða, að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag. 3.4.2010 12:16 Öryggi sjúklinga tryggt þrátt fyrir læknadeilu Deilan milli almennra lækna og stjórnar Landspítalans er enn óleyst. Þreifingar eru þó í gangi en hvorki stjórnendur spítalans né talsmenn félags almennra lækna vilja tjá sig um málið. 3.4.2010 12:13 Vanbúnum verður snúið frá Í dag verður vakt við gönguleiðina upp frá Skógum. Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að þeim sem eru vanbúnir verði snúið þar frá. 3.4.2010 11:21 Svipaður gangur á gosinu Gangurinn í eldgosinu á Fimmvörðuhálsi virðist lítið hafa breyst undan farinn sólarhring að mati Almannavarna. 3.4.2010 10:39 Frábært skíðafæri víðast hvar Skíðasvæðin á Norður- og Austurlandi eru flest opin í dag og færi gott. Í Hlíðarfjalli á Akureyri opnaði klukkan níu og verður opið til klukkan fimm. Þar er um fjögurra gráða frost, 2 til 3 metrar á sekúndu og snjókoma. 3.4.2010 10:28 Icesave: Gætu fallið frá einhliða skilmálum Bretar og Hollendingar hafa gefið til kynna að þeir séu reiðubúnir til þess að falla frá þeim einhliða skilmálum sem þeir settu Íslendingum eftir þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir áframhaldandi viðræðum um lausn Icesave-deilunnar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. 3.4.2010 10:18 Gestir á rokkhátíð til fyrirmyndar Rokkhátíðin Aldrei fór ég suður hófst í gær en hátíðin hefur stækkað með hverju árinu. Einn var handtekinn í nótt fyrir vestan vegna gruns um ölvunarakstur en annars voru gestir hátíðarinnar til fyrirmyndar, að sögn lögreglunnar á Ísafirði. 3.4.2010 10:15 Harður árekstur á Breiðholtsbraut í gærkvöldi Harður árekstur varð á Breiðholtsbraut í gærkvöldi þegar tveir bílar, jeppi og fólksbíll, skullu harkalega saman á gatnamótum. Fjórir voru í jeppanum og einn í fólksbílnum. Fjórir voru fluttir á slysadeild en meiðsl fólksins eru ekki alvarleg. 3.4.2010 10:13 Fimmhundruð hjálpað af Fimmvörðuhálsi Yfir í fimmhundruð manns var hjálpað niður af Fimmvörðuhálsi í gærkvöldi og í nótt eftir að óveður brast á við gosstöðvarnar. Leiðinni um Mýrdalsjökul frá Sólheimum var lokað þegar veðrið versnaði og var þá ákveðið að nýta vegarslóðann niður Skógaheiði til að koma fólki og jeppum af Fimmvörðuhálsi. Þannig fóru um 140 jeppar þá leið niður. 3.4.2010 09:57 Vegfarendur aðstoðaðir í Víkurskarði Mikil ofankoma hefur verið á Eyjafjarðarsvæðinu frá því í gærkvöld og uppúr miðnætti óskuðu vegfarendur á Víkurskarði aðstoðar vegna ófærðar og óveðurs. 3.4.2010 09:37 Ótrúlegt líf á Fimmvörðuhálsi - myndir Það líf sem kviknað hefur á gosstöðvunum hefur laðað mikið mannfjölda að svæðinu, eins og margoft hefur verið greint frá í fréttum. Pjetur Sigurðsson ljósmyndari Fréttablaðsins tók meðfylgjandi myndir í gær, á föstudaginn langa. 3.4.2010 09:00 Endurskoðun AGS strandar á pólitík Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segist ekki hissa á orðum Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), um að tryggja þurfi meirihlutastuðning í stjórn sjóðsins áður en verði af endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands. Hann sé frekar hissa á að Strauss-Kahn hafi sagt þetta opinberlega. 3.4.2010 08:00 Vinnur með Gylfa og Megasi „Ég gæti trúað að þetta verði sérstakt, að hlusta á gömlu sukkarana taka lagið saman,“ segir Rúnar Þór Pétursson, sem kemur í fyrsta sinn fram á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður í heimabænum Ísafirði í kvöld. Rúnar Þór vinnur þessa dagana að breiðskífu með sjálfum Megasi og Gylfa Ægissyni. 3.4.2010 07:00 Hafró leggst gegn því að auka kvóta „Í sjálfu sér höfum við engu við okkar ráðgjöf að bæta frá því í fyrra,“ segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar. „Menn verða að hafa hugfast að ákveðin nýtingarstefna í þorski er í gildi og almennt ekki inni í myndinni að auka aflaheimildir á þessu fiskveiðiári, frá okkar 3.4.2010 06:00 Langmest framleitt af hassi í Afganistan Í Afganistan er ekki einungis framleitt meira ópíum en í öðrum löndum, heldur eru Afganir nú einnig orðnir afkastamestir ríkja heims í framleiðslu á hassi. 3.4.2010 06:00 Enn meiri ofveiði í krafti ESB-styrkjanna Styrkveitingar Evrópusambandsins í sjávarútvegi hafa orðið til þess að auka ofveiði frekar en að draga úr henni, samkvæmt nýrri skýrslu frá rannsóknarstofnuninni Pew Environment Group. 3.4.2010 06:00 Hvalveiðiskýrslan á röngum forsendum Hilmar Malmquist, líffræðingur við Náttúrufræðistofnun Kópavogs, segir skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands byggja á röngum forsendum. Þar sé notast við mjög einfaldað líkan þegar áhrif hvala á aðra nytjastofna eru metin. 3.4.2010 04:00 Ókeypis flug reyndist gabb Fréttablaðið brá á leik á skírdag, 1. apríl, og birti tvær ósannar fréttir í því skyni að fá landsmenn til að hlaupa apríl. 3.4.2010 04:00 Læknar samþykkja að fresta hækkun Félagsmenn í Læknafélagi Reykjavíkur hafa samþykkt að fresta umsaminni hækkun á einingaverði í gjaldskrám sjálfstætt starfandi lækna. Hækkunin átti að taka gildi 1. apríl, en var frestað til 1. júní næstkomandi. 3.4.2010 03:15 Skæður Viagraþjófur handtekinn á Spáni Spænska lögreglan hefur handtekið mann sem er talinn hafa rænt tíu apótek með byssu. Auk peninga krafðist maðurinn þess að fá Viagratöflur í ránunum. Um 10 mánuðir eru síðan að maðurinn rændi fyrsta apótekið. 2.4.2010 22:00 Féll þrisvar sinnum í yfirlið en fékk enga aðstoð Lára Ósk Ásgrímsdóttir fór í sund í Grafarvogslaug á föstudaginn í síðustu viku. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi ef ekki hefði liðið þrisvar sinnum yfir hana inni í búningsklefa án þess að nokkur kæmi henni til aðstoðar. 2.4.2010 20:16 Tvö útskrifuð af gjörgæslu eftir flugslys Tvö þeirra þriggja sem legið hafa á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að flugvél brotlenti í sumarhúsabyggð við Flúðir í gær hafa verið útskrifuð af deildinni. 2.4.2010 14:48 Ekið á mann á Vesturlandsvegi - mikil hálka á höfuðborgarsvæðinu Ekið var á mann á Vesturlandsvegi, skammt frá Grafarholti, síðdegis í dag. Maðurinn var á vegum kranabílafyrirtækisins Króks að sækja bíl sem hafði skemmst í árekstri þegar að ekið var á hann. Engar upplýsingar hafa fengist um það hversu alvarleg meiðsl mannsins voru. 2.4.2010 15:54 Lokuðu veginum vegna hálkuslyss Umferðaróhapp varð í Kópavogi, skammt frá Hamraborg, seinnipartinn í dag. Loka þurfti veginum til norðurs og suðurs vegna slyssins, en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er búið að opna aftur. Sem betur fer urðu engin alvarleg slys á fólki. 2.4.2010 17:35 Óttast að síamstvíburar muni deyja vegna skriffinnsku Foreldrar tvíbura systra sem komu í heiminn samgrónar á maga á Gaza svæðinu, óttast að þær kunni að deyja, þar sem skriffinska tefur fyrir því að hægt sé að koma þeim til Saudi Arabíu í nauðsynlegar aðgerðir. 2.4.2010 17:24 Langreyðarkjötið verður eftir í Rotterdam Hafnarlögreglan í Rotterdam hefur ákveðið að langreyðarkjöt sem var í skipinu NYK ORION fari ekki frá borginni. Eigendur skipsins hafa ákveðið að afferma kjötið úr skipinu. Fimmtán félagar úr Greenpeace hreyfingunni hlekkjuðu sig við skipið í morgun til að hefta för þess, en skipið var á leið frá Íslandi til Japan. 2.4.2010 14:12 Vélsleði fór ofan í sprungu Vélsleði fór ofan í sprungu á Mýrdalsjökli um sexleytið í gær. Lögreglan á Hvolsvelli segir að enginn hafi slasast. 2.4.2010 13:51 Grænfriðungar hlekkja sig við skip á leið frá Íslandi Grænfriðungar reyndu í nótt að stöðva skipið NYK Orion í höfninni í Rotterdam í Hollandi. Þeir hlekkuðu sig meðal annars við skipið, sem var á leiðinni frá Íslandi til Japan, til þess að hefta för þess. Grænfriðungarnir segja, í yfirlýsingu sem þeir birtu á vefsíðu sinni, að um borð í skipinu væru sjö gámar með kjöti af þrettán hvölum. 2.4.2010 13:18 Sjá næstu 50 fréttir
Opið á Sigló og á Króknum - búið að opna Hlíðarfjall Skíðasvæði landsins utan höfuðborgarsvæðisins eru mörg hver opin um páskana. Skíðasvæðið í Tindastól á Sauðárkróki verður opið frá 10 til 16 í dag þar er NV 4m/sek og fjögurra gráðu frost. Nokkuð snjófjúk er þar sem stendur mikið hefur snjóað þar síðustu daga og því mjög gott færi. 4.4.2010 09:22
Of feitur til að fara í fangelsi Maður í Flórída var á dögunum sakfelldur fyrir að svíkja út mat á fjölda veitingastaða og verslana. Hann játaði brotin fúslega á sig en þarf ekki að fara í fangelsi. Ástæðan fyrir því að George Joliceur þarf ekki að sitja inni er sú að kostnaður fangelsisins við að greiða fyrir læknisþjónustu og annað uppihald hans er of mikill. 4.4.2010 08:00
Íransforseti gerir lítið úr hótunum um frekari þvinganir Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti segist alls óhræddur við það að Vesturveldin setji enn strangari viðskiptaþvinganir á Íran eins og hótað hefur verið. Í ræðu sem forsetinn hélt í dag kom fram að þvinganir þjöppuðu þjóð hans aðeins saman og gerðu hana óháðari öðrum þegar kæmi að tækniframförum og rannsóknum. 3.4.2010 21:00
Tíu lögreglumenn slösuðust þegar útsala fór úr böndunum Tíu lögreglumenn slösuðust í gær þegar átök brutust út á meðal tvö þúsund manna sem biðu eftir því að útsala hæfist hjá American Apparel versluninni á Brick Lane í London. Fyrirtækið varð að aflýsa útsölunni en hún hafði verið auglýst á Facebook og öðrum samskiptasíðum á Netinu. Á youtube má sjá hvernig lögreglumenn þurftu að beita fangbrögðum til þess að hafa hemil á kaupóðu fólkinu. 3.4.2010 20:22
Dyngja í líkingu við Skjaldbreið gæti hlaðist upp Eldgosið á Fimmvörðuhálsi verður annaðhvort lítið og stutt hraungos eða þá dyngjugos, sem stendur árum saman og hleður upp myndarlegri dyngju í líkingu við Skjaldbreið. Þetta er mat Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings. 3.4.2010 18:37
Stór sprunga hefur myndast við útsýnissvæðin Fyrir þá sem hyggja á ferð á Fimmvörðuháls þá er rétt að hafa í huga að í nótt og dag hafa orðið nokkrar breytingar á svæðinu við eldstöðina. Að sögn Almannavarna hefur hraunið breytt úr sér á stærra svæði, þar sem útsýnissvæðin eru, og hefur það brætt mikið af snjó og ís. 3.4.2010 18:57
Lottó: Potturinn fjórfaldur næst Enginn var með allar tölu réttar í Lottóinu og verður potturinn því fjórfaldur næsta laugardag. Fimm heppnir spilarar voru hinsvegr með fjóra rétta og fá þeir 100 þúsund krónur hver í sinn hlut. 3.4.2010 19:49
Pútín og Chavez hefja viðamikið samstarf Vladimir Pútín forsætisráðherra Rússlands er nú staddur í heimsókn hjá Hugo Chavez forseta Venesúela og hafa ríkin tvö undirritað ýmsa samninga, meðal annars samning um að Rússar aðstoði Venesúela við að koma sér upp kjarnorkuveri. Annar samningur gerir ráð fyrir að Rússar hjálpi landinu til að koma sér upp iðnaði á sviði geimvísinda. 3.4.2010 19:30
Engir fundir fyrirhugaðir í læknadeilu Deilan milli almennra lækna og stjórnar Landspítalans er enn óleyst. Engir fundir eru fyrirhugaðir milli stjórnar Landspítalans og læknanna og enginn úr þeirra röðum vill tjá sig um málið. 3.4.2010 18:44
Ófært á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar Ófært er á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar vegna veðurs og snjóflóðahættu. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að beðið verði með mokstur til morguns. 3.4.2010 18:15
Allt með kyrrum kjörum á gosstöðvunum Umferð í kringum gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi hefur verið með rólegra móti í dag, miðað við undanfarna daga, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu og björgunarsveitum í Rangárþingi, og hafa engin óhöpp komið upp. 3.4.2010 16:50
Tjá sig ekki um mál Steingríms Ara Heilbrigðisráðuneytið og Álfheiður Ingadóttir ráðherra ætla ekki að tjá sig um mál Steingríms Ara Arasona forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, en Steingrímur skýrði frá því fyrr í dag að ráðherra ætli að áminna hann. „Heilbrigðisráðuneytið mun ekki tjá sig frekar um samskipti við forstjóra Sjúkratrygginga Íslands í þessu máli á vettvangi fjölmiðla,“ segir í tilkynningu. Þá er bent á að Steingrímur hafi lögformlegan andmælarétt til 13. apríl næstkomandi og er málið nú í þeim farvegi. 3.4.2010 16:22
Reyndu að sökkva norsku hvalveiðiskipi Reynt var að sökkva norskum hvalveiðibáti í höfninni í Svolvær í Noregi í nótt. Líklegt er talið að hvalverndunarsinnar hafi staðið að baki en botnlokur skipsins voru fjarlægðar. Mikill leki kom að skipinu en eiganda þess tókst að koma í veg fyrir hann áður en skipið sökk. 3.4.2010 14:50
25 teknir af lífi í Írak Íraskir byssumenn myrtu í dag að minnsta kosti 25 manns sem hliðhollir voru hersveitum Súnnía sem eru andstæðingar Al Kæeda í landinu. Byssumennirnir dulbjuggu sig sem Íraska hermenn og fóru hús úr húsi í þorpi suður af Bagdad og handtóku fólk sem síðar var tekið af lífi. 3.4.2010 14:47
Ráðherra áminnir forstjóra Sjúkratrygginga Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra hefur í hyggju að áminna Steingrím Ara Arason forstjóra Sjúkratrygginga Íslands fyrir brot á almennum starfsskyldum ríkisstarfsmanna samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisisins. Forsaga málsins er sú að Steingrímur leitaði til ríkisendurskoðanda í kjölfar þess að ráðherra setti reglugerð um þáttöku sjúkratrygginga í tannlækninga- og tannréttingakostnaði. 3.4.2010 13:51
Guðni á Klörubar: Vill öldungadeild á Alþingi Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, leggur til ad stofnuð verdi sérstök öldungadeild fyrrverandi alþingismanna. Þetta kom fram í ræðu sem Guðni hélt á Klörubar á Gran Canaria í morgun. 3.4.2010 13:41
Þýskir hermenn fella bandamenn í Afganistan Þýskir hermenn á vegum fjölþjóðaliðs Nató í Afganistan felldu í gær að minnsta kosti fimm afganska hermenn fyrir mistök. Afganirnir voru í tveimur ómerktum bifreiðum og höfðu ökumennirnir ekki virt stöðvunarmerki þegar þeir óku upp að bílalest Þjóðverjanna í Kunduz héraði. Þjóðverjarnir voru á leið á svæði þar sem þrír félagar þeirra höfðu legið í valnum eftir bardaga við talíbana. 3.4.2010 13:15
Flugslys: Allir útskrifaðir af gjörgæslu Þriðji farþegi flugvélarinnar sem brotlenti við Flúðir á skírdag útskrifast af gjörgæsludeild í dag. Líðan þeirra allra er stöðug. Flugmennirnir tveir í litlu Cessna vélinni sem brotlenti í syðra Langholti skammt frá Flúðum í fyrradag hryggbrotnuðu báðir en virðast hafa sloppið við mænuskaða, að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag. 3.4.2010 12:16
Öryggi sjúklinga tryggt þrátt fyrir læknadeilu Deilan milli almennra lækna og stjórnar Landspítalans er enn óleyst. Þreifingar eru þó í gangi en hvorki stjórnendur spítalans né talsmenn félags almennra lækna vilja tjá sig um málið. 3.4.2010 12:13
Vanbúnum verður snúið frá Í dag verður vakt við gönguleiðina upp frá Skógum. Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að þeim sem eru vanbúnir verði snúið þar frá. 3.4.2010 11:21
Svipaður gangur á gosinu Gangurinn í eldgosinu á Fimmvörðuhálsi virðist lítið hafa breyst undan farinn sólarhring að mati Almannavarna. 3.4.2010 10:39
Frábært skíðafæri víðast hvar Skíðasvæðin á Norður- og Austurlandi eru flest opin í dag og færi gott. Í Hlíðarfjalli á Akureyri opnaði klukkan níu og verður opið til klukkan fimm. Þar er um fjögurra gráða frost, 2 til 3 metrar á sekúndu og snjókoma. 3.4.2010 10:28
Icesave: Gætu fallið frá einhliða skilmálum Bretar og Hollendingar hafa gefið til kynna að þeir séu reiðubúnir til þess að falla frá þeim einhliða skilmálum sem þeir settu Íslendingum eftir þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir áframhaldandi viðræðum um lausn Icesave-deilunnar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. 3.4.2010 10:18
Gestir á rokkhátíð til fyrirmyndar Rokkhátíðin Aldrei fór ég suður hófst í gær en hátíðin hefur stækkað með hverju árinu. Einn var handtekinn í nótt fyrir vestan vegna gruns um ölvunarakstur en annars voru gestir hátíðarinnar til fyrirmyndar, að sögn lögreglunnar á Ísafirði. 3.4.2010 10:15
Harður árekstur á Breiðholtsbraut í gærkvöldi Harður árekstur varð á Breiðholtsbraut í gærkvöldi þegar tveir bílar, jeppi og fólksbíll, skullu harkalega saman á gatnamótum. Fjórir voru í jeppanum og einn í fólksbílnum. Fjórir voru fluttir á slysadeild en meiðsl fólksins eru ekki alvarleg. 3.4.2010 10:13
Fimmhundruð hjálpað af Fimmvörðuhálsi Yfir í fimmhundruð manns var hjálpað niður af Fimmvörðuhálsi í gærkvöldi og í nótt eftir að óveður brast á við gosstöðvarnar. Leiðinni um Mýrdalsjökul frá Sólheimum var lokað þegar veðrið versnaði og var þá ákveðið að nýta vegarslóðann niður Skógaheiði til að koma fólki og jeppum af Fimmvörðuhálsi. Þannig fóru um 140 jeppar þá leið niður. 3.4.2010 09:57
Vegfarendur aðstoðaðir í Víkurskarði Mikil ofankoma hefur verið á Eyjafjarðarsvæðinu frá því í gærkvöld og uppúr miðnætti óskuðu vegfarendur á Víkurskarði aðstoðar vegna ófærðar og óveðurs. 3.4.2010 09:37
Ótrúlegt líf á Fimmvörðuhálsi - myndir Það líf sem kviknað hefur á gosstöðvunum hefur laðað mikið mannfjölda að svæðinu, eins og margoft hefur verið greint frá í fréttum. Pjetur Sigurðsson ljósmyndari Fréttablaðsins tók meðfylgjandi myndir í gær, á föstudaginn langa. 3.4.2010 09:00
Endurskoðun AGS strandar á pólitík Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segist ekki hissa á orðum Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), um að tryggja þurfi meirihlutastuðning í stjórn sjóðsins áður en verði af endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands. Hann sé frekar hissa á að Strauss-Kahn hafi sagt þetta opinberlega. 3.4.2010 08:00
Vinnur með Gylfa og Megasi „Ég gæti trúað að þetta verði sérstakt, að hlusta á gömlu sukkarana taka lagið saman,“ segir Rúnar Þór Pétursson, sem kemur í fyrsta sinn fram á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður í heimabænum Ísafirði í kvöld. Rúnar Þór vinnur þessa dagana að breiðskífu með sjálfum Megasi og Gylfa Ægissyni. 3.4.2010 07:00
Hafró leggst gegn því að auka kvóta „Í sjálfu sér höfum við engu við okkar ráðgjöf að bæta frá því í fyrra,“ segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar. „Menn verða að hafa hugfast að ákveðin nýtingarstefna í þorski er í gildi og almennt ekki inni í myndinni að auka aflaheimildir á þessu fiskveiðiári, frá okkar 3.4.2010 06:00
Langmest framleitt af hassi í Afganistan Í Afganistan er ekki einungis framleitt meira ópíum en í öðrum löndum, heldur eru Afganir nú einnig orðnir afkastamestir ríkja heims í framleiðslu á hassi. 3.4.2010 06:00
Enn meiri ofveiði í krafti ESB-styrkjanna Styrkveitingar Evrópusambandsins í sjávarútvegi hafa orðið til þess að auka ofveiði frekar en að draga úr henni, samkvæmt nýrri skýrslu frá rannsóknarstofnuninni Pew Environment Group. 3.4.2010 06:00
Hvalveiðiskýrslan á röngum forsendum Hilmar Malmquist, líffræðingur við Náttúrufræðistofnun Kópavogs, segir skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands byggja á röngum forsendum. Þar sé notast við mjög einfaldað líkan þegar áhrif hvala á aðra nytjastofna eru metin. 3.4.2010 04:00
Ókeypis flug reyndist gabb Fréttablaðið brá á leik á skírdag, 1. apríl, og birti tvær ósannar fréttir í því skyni að fá landsmenn til að hlaupa apríl. 3.4.2010 04:00
Læknar samþykkja að fresta hækkun Félagsmenn í Læknafélagi Reykjavíkur hafa samþykkt að fresta umsaminni hækkun á einingaverði í gjaldskrám sjálfstætt starfandi lækna. Hækkunin átti að taka gildi 1. apríl, en var frestað til 1. júní næstkomandi. 3.4.2010 03:15
Skæður Viagraþjófur handtekinn á Spáni Spænska lögreglan hefur handtekið mann sem er talinn hafa rænt tíu apótek með byssu. Auk peninga krafðist maðurinn þess að fá Viagratöflur í ránunum. Um 10 mánuðir eru síðan að maðurinn rændi fyrsta apótekið. 2.4.2010 22:00
Féll þrisvar sinnum í yfirlið en fékk enga aðstoð Lára Ósk Ásgrímsdóttir fór í sund í Grafarvogslaug á föstudaginn í síðustu viku. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi ef ekki hefði liðið þrisvar sinnum yfir hana inni í búningsklefa án þess að nokkur kæmi henni til aðstoðar. 2.4.2010 20:16
Tvö útskrifuð af gjörgæslu eftir flugslys Tvö þeirra þriggja sem legið hafa á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að flugvél brotlenti í sumarhúsabyggð við Flúðir í gær hafa verið útskrifuð af deildinni. 2.4.2010 14:48
Ekið á mann á Vesturlandsvegi - mikil hálka á höfuðborgarsvæðinu Ekið var á mann á Vesturlandsvegi, skammt frá Grafarholti, síðdegis í dag. Maðurinn var á vegum kranabílafyrirtækisins Króks að sækja bíl sem hafði skemmst í árekstri þegar að ekið var á hann. Engar upplýsingar hafa fengist um það hversu alvarleg meiðsl mannsins voru. 2.4.2010 15:54
Lokuðu veginum vegna hálkuslyss Umferðaróhapp varð í Kópavogi, skammt frá Hamraborg, seinnipartinn í dag. Loka þurfti veginum til norðurs og suðurs vegna slyssins, en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er búið að opna aftur. Sem betur fer urðu engin alvarleg slys á fólki. 2.4.2010 17:35
Óttast að síamstvíburar muni deyja vegna skriffinnsku Foreldrar tvíbura systra sem komu í heiminn samgrónar á maga á Gaza svæðinu, óttast að þær kunni að deyja, þar sem skriffinska tefur fyrir því að hægt sé að koma þeim til Saudi Arabíu í nauðsynlegar aðgerðir. 2.4.2010 17:24
Langreyðarkjötið verður eftir í Rotterdam Hafnarlögreglan í Rotterdam hefur ákveðið að langreyðarkjöt sem var í skipinu NYK ORION fari ekki frá borginni. Eigendur skipsins hafa ákveðið að afferma kjötið úr skipinu. Fimmtán félagar úr Greenpeace hreyfingunni hlekkjuðu sig við skipið í morgun til að hefta för þess, en skipið var á leið frá Íslandi til Japan. 2.4.2010 14:12
Vélsleði fór ofan í sprungu Vélsleði fór ofan í sprungu á Mýrdalsjökli um sexleytið í gær. Lögreglan á Hvolsvelli segir að enginn hafi slasast. 2.4.2010 13:51
Grænfriðungar hlekkja sig við skip á leið frá Íslandi Grænfriðungar reyndu í nótt að stöðva skipið NYK Orion í höfninni í Rotterdam í Hollandi. Þeir hlekkuðu sig meðal annars við skipið, sem var á leiðinni frá Íslandi til Japan, til þess að hefta för þess. Grænfriðungarnir segja, í yfirlýsingu sem þeir birtu á vefsíðu sinni, að um borð í skipinu væru sjö gámar með kjöti af þrettán hvölum. 2.4.2010 13:18