Innlent

Stjórnsýslan í Kanada þótti of þung í vöfum

Flugvél E.C.A. Fulltrúar fyrirtækisins vildu aðstöðu í flugskýli þýska hersins í Goose Bay á Labrador.
Flugvél E.C.A. Fulltrúar fyrirtækisins vildu aðstöðu í flugskýli þýska hersins í Goose Bay á Labrador.
Áður en E.C.A. Program óskaði eftir að skrá vopnlausar orrustuþotur hér á landi og fá aðstöðu fyrir viðhalds- og þjónustustöð á Keflavíkurvelli hafði fyrirtækið árangurslaust átt í viðræðum við Kanadastjórn um aðstöðu á Labrador.

Blaðið The Telegram í St. John‘s á Nýfundnalandi fjallaði um E.C.A. Program fyrir skömmu. Þar segir Melville ten Cate, forstjóri E.C.A., að stjórnsýslan í Kanada hafi verið þung í vöfum og þess vegna hafi fyrirtækið hætt við áformin. E.C.A. hafði hug á að nýta flugskýli þýska flughersins í herstöð á Goose Bay.

Dean Johnson, talsmaður varnarmálaráðuneytisins í Kanada, segir að stjórnvöld hafi gengið eins langt og hægt var til að aðstoða E.C.A. en það hafi haft áhrif að kanadísk stjórnvöld höfðu samið við annað einkafyrirtæki um svipaða herþjálfun og E.C.A hyggst bjóða. Því var ekki eftirspurn eftir þjónustunni í Kanada. Vegna áforma um að þjálfa erlenda heri í öðrum löndum hafi E.C.A. verið bent á að finna annað land til þess að bera ábyrgð á rekstri flugvélanna.

Ten Cate segir að fyrirtækið hafi þá og nú haft trygga fjármögnun frá fjárfestingarbanka í New York. Ekki hafi verið sóst eftir fjárhagslegri fyrirgreiðslu frá stjórnvöldum í Kanada. - pg



Fleiri fréttir

Sjá meira


×