Telur áform ráðherra vanhugsuð Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. september 2025 07:44 Ársæll Guðmundsson, skólameistari í Borgarholtsskóla, er ekki hrifinn af áformum ráðherra. Sýn Skólastjóri Borgarholtsskóla furðar sig á fyrirhuguðum breytingum sem menntamálaráðherra hefur boðað á framhaldsskólastigi. Þær séu vanhugsaðar og beri með sér litla þekkingu á menntamálum. Mennta- og barnamálaráðherra tilkynnti í vikunni að hann muni setja á laggirnar nýtt stjórnsýslustig fyrir framhaldsskóla landsins. Í því felst að koma á fót fjórum til sex svæðisskrifstofum í nærumhverfi framhaldsskóla landsins og segir ráðherra þetta muni auka þjónustu, stytta boðleiðir og minni skriffinnsku. Málið sé á frumstigi. „Við eigum eftir að fara í samráð, númer eitt tvö og þrjú, samráð við nemendur, kennara og alla sem málið varðar og við erum að fara af stað með þetta verkefni,“ segir Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra. Með breytingunum geti skólastjórnendur haft samband við sínar svæðisskrifstofur í stað mennta-og barnamálaráðuneytisins, þannig sé ekki lengur sami aðili sem veitir framhaldsskólum þjónustu og hefur eftirlit með henni. Þá eiga mannauðs- og rekstrarmál að færast til skrifstofanna. Skólastjóri Borgarholtsskóla segir tillögurnar ekki nýjar af nálinni, hagræðingahópur hafi kynnt þær í mars. Sjá einnig: „Þessi hagræðingahópur er skipaður hagfræðingum, lögfræðingum og fólki í rekstri og ég fæ ekki séð að það hafi nokkur þekkingu á innra starfi framhaldsskóla,“ segir Ársæll Guðmundsson, skólameistari í Borgarholtsskóla. „Fyrir mér sem er búinn að starfa í áratugi í framhaldsskólum og komið að flestum stórum verkefnum síðustu áratugi í breytingu í kerfinu, þá er þetta eins og að vera boðið til veislu og horfa ofan í naglasúpu.“ Ársæll segir fráleitt að framhaldsskólar mæti ekki þörfum samtímans. Hann fái ekki séð hvernig það bæti þjónustu að færa mannauðsmál frá skólanum. „Það er ekki góð hugmynd að mínu viti og hefur ekki einu sinni verið rædd. Allar þessar tillögur í mínum huga eru mjög hráar og svo ég tali hreint út bara vanhugsaðar. Að setja þetta fram á nokkrum mánuðum, innihaldslaust, og ætla síðan að fara að skoða og fylla í eyðurnar, bæta kryddi í naglasúpuna. Þetta er ekki rétt.“ Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Mál skólameistara Borgarholtsskóla Tengdar fréttir Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Formenn Félags stjórnenda í framhaldsskólum og Félags framhaldsskólakennara segja áform menntamálaráðherra um nýtt stjórnsýslustig vera enn óljósar hugmyndir. Þeir vona að fyrirhugaðar breytingar verði þeim til haga og að þeir fái að taka þátt í ítarlegu samráði um hvernig þeim verði háttað. 19. september 2025 16:20 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Sjá meira
Mennta- og barnamálaráðherra tilkynnti í vikunni að hann muni setja á laggirnar nýtt stjórnsýslustig fyrir framhaldsskóla landsins. Í því felst að koma á fót fjórum til sex svæðisskrifstofum í nærumhverfi framhaldsskóla landsins og segir ráðherra þetta muni auka þjónustu, stytta boðleiðir og minni skriffinnsku. Málið sé á frumstigi. „Við eigum eftir að fara í samráð, númer eitt tvö og þrjú, samráð við nemendur, kennara og alla sem málið varðar og við erum að fara af stað með þetta verkefni,“ segir Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra. Með breytingunum geti skólastjórnendur haft samband við sínar svæðisskrifstofur í stað mennta-og barnamálaráðuneytisins, þannig sé ekki lengur sami aðili sem veitir framhaldsskólum þjónustu og hefur eftirlit með henni. Þá eiga mannauðs- og rekstrarmál að færast til skrifstofanna. Skólastjóri Borgarholtsskóla segir tillögurnar ekki nýjar af nálinni, hagræðingahópur hafi kynnt þær í mars. Sjá einnig: „Þessi hagræðingahópur er skipaður hagfræðingum, lögfræðingum og fólki í rekstri og ég fæ ekki séð að það hafi nokkur þekkingu á innra starfi framhaldsskóla,“ segir Ársæll Guðmundsson, skólameistari í Borgarholtsskóla. „Fyrir mér sem er búinn að starfa í áratugi í framhaldsskólum og komið að flestum stórum verkefnum síðustu áratugi í breytingu í kerfinu, þá er þetta eins og að vera boðið til veislu og horfa ofan í naglasúpu.“ Ársæll segir fráleitt að framhaldsskólar mæti ekki þörfum samtímans. Hann fái ekki séð hvernig það bæti þjónustu að færa mannauðsmál frá skólanum. „Það er ekki góð hugmynd að mínu viti og hefur ekki einu sinni verið rædd. Allar þessar tillögur í mínum huga eru mjög hráar og svo ég tali hreint út bara vanhugsaðar. Að setja þetta fram á nokkrum mánuðum, innihaldslaust, og ætla síðan að fara að skoða og fylla í eyðurnar, bæta kryddi í naglasúpuna. Þetta er ekki rétt.“
Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Mál skólameistara Borgarholtsskóla Tengdar fréttir Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Formenn Félags stjórnenda í framhaldsskólum og Félags framhaldsskólakennara segja áform menntamálaráðherra um nýtt stjórnsýslustig vera enn óljósar hugmyndir. Þeir vona að fyrirhugaðar breytingar verði þeim til haga og að þeir fái að taka þátt í ítarlegu samráði um hvernig þeim verði háttað. 19. september 2025 16:20 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Sjá meira
Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Formenn Félags stjórnenda í framhaldsskólum og Félags framhaldsskólakennara segja áform menntamálaráðherra um nýtt stjórnsýslustig vera enn óljósar hugmyndir. Þeir vona að fyrirhugaðar breytingar verði þeim til haga og að þeir fái að taka þátt í ítarlegu samráði um hvernig þeim verði háttað. 19. september 2025 16:20