Telur áform ráðherra vanhugsuð Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. september 2025 07:44 Ársæll Guðmundsson, skólameistari í Borgarholtsskóla, er ekki hrifinn af áformum ráðherra. Sýn Skólastjóri Borgarholtsskóla furðar sig á fyrirhuguðum breytingum sem menntamálaráðherra hefur boðað á framhaldsskólastigi. Þær séu vanhugsaðar og beri með sér litla þekkingu á menntamálum. Mennta- og barnamálaráðherra tilkynnti í vikunni að hann muni setja á laggirnar nýtt stjórnsýslustig fyrir framhaldsskóla landsins. Í því felst að koma á fót fjórum til sex svæðisskrifstofum í nærumhverfi framhaldsskóla landsins og segir ráðherra þetta muni auka þjónustu, stytta boðleiðir og minni skriffinnsku. Málið sé á frumstigi. „Við eigum eftir að fara í samráð, númer eitt tvö og þrjú, samráð við nemendur, kennara og alla sem málið varðar og við erum að fara af stað með þetta verkefni,“ segir Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra. Með breytingunum geti skólastjórnendur haft samband við sínar svæðisskrifstofur í stað mennta-og barnamálaráðuneytisins, þannig sé ekki lengur sami aðili sem veitir framhaldsskólum þjónustu og hefur eftirlit með henni. Þá eiga mannauðs- og rekstrarmál að færast til skrifstofanna. Skólastjóri Borgarholtsskóla segir tillögurnar ekki nýjar af nálinni, hagræðingahópur hafi kynnt þær í mars. Sjá einnig: „Þessi hagræðingahópur er skipaður hagfræðingum, lögfræðingum og fólki í rekstri og ég fæ ekki séð að það hafi nokkur þekkingu á innra starfi framhaldsskóla,“ segir Ársæll Guðmundsson, skólameistari í Borgarholtsskóla. „Fyrir mér sem er búinn að starfa í áratugi í framhaldsskólum og komið að flestum stórum verkefnum síðustu áratugi í breytingu í kerfinu, þá er þetta eins og að vera boðið til veislu og horfa ofan í naglasúpu.“ Ársæll segir fráleitt að framhaldsskólar mæti ekki þörfum samtímans. Hann fái ekki séð hvernig það bæti þjónustu að færa mannauðsmál frá skólanum. „Það er ekki góð hugmynd að mínu viti og hefur ekki einu sinni verið rædd. Allar þessar tillögur í mínum huga eru mjög hráar og svo ég tali hreint út bara vanhugsaðar. Að setja þetta fram á nokkrum mánuðum, innihaldslaust, og ætla síðan að fara að skoða og fylla í eyðurnar, bæta kryddi í naglasúpuna. Þetta er ekki rétt.“ Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Formenn Félags stjórnenda í framhaldsskólum og Félags framhaldsskólakennara segja áform menntamálaráðherra um nýtt stjórnsýslustig vera enn óljósar hugmyndir. Þeir vona að fyrirhugaðar breytingar verði þeim til haga og að þeir fái að taka þátt í ítarlegu samráði um hvernig þeim verði háttað. 19. september 2025 16:20 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Mennta- og barnamálaráðherra tilkynnti í vikunni að hann muni setja á laggirnar nýtt stjórnsýslustig fyrir framhaldsskóla landsins. Í því felst að koma á fót fjórum til sex svæðisskrifstofum í nærumhverfi framhaldsskóla landsins og segir ráðherra þetta muni auka þjónustu, stytta boðleiðir og minni skriffinnsku. Málið sé á frumstigi. „Við eigum eftir að fara í samráð, númer eitt tvö og þrjú, samráð við nemendur, kennara og alla sem málið varðar og við erum að fara af stað með þetta verkefni,“ segir Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra. Með breytingunum geti skólastjórnendur haft samband við sínar svæðisskrifstofur í stað mennta-og barnamálaráðuneytisins, þannig sé ekki lengur sami aðili sem veitir framhaldsskólum þjónustu og hefur eftirlit með henni. Þá eiga mannauðs- og rekstrarmál að færast til skrifstofanna. Skólastjóri Borgarholtsskóla segir tillögurnar ekki nýjar af nálinni, hagræðingahópur hafi kynnt þær í mars. Sjá einnig: „Þessi hagræðingahópur er skipaður hagfræðingum, lögfræðingum og fólki í rekstri og ég fæ ekki séð að það hafi nokkur þekkingu á innra starfi framhaldsskóla,“ segir Ársæll Guðmundsson, skólameistari í Borgarholtsskóla. „Fyrir mér sem er búinn að starfa í áratugi í framhaldsskólum og komið að flestum stórum verkefnum síðustu áratugi í breytingu í kerfinu, þá er þetta eins og að vera boðið til veislu og horfa ofan í naglasúpu.“ Ársæll segir fráleitt að framhaldsskólar mæti ekki þörfum samtímans. Hann fái ekki séð hvernig það bæti þjónustu að færa mannauðsmál frá skólanum. „Það er ekki góð hugmynd að mínu viti og hefur ekki einu sinni verið rædd. Allar þessar tillögur í mínum huga eru mjög hráar og svo ég tali hreint út bara vanhugsaðar. Að setja þetta fram á nokkrum mánuðum, innihaldslaust, og ætla síðan að fara að skoða og fylla í eyðurnar, bæta kryddi í naglasúpuna. Þetta er ekki rétt.“
Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Formenn Félags stjórnenda í framhaldsskólum og Félags framhaldsskólakennara segja áform menntamálaráðherra um nýtt stjórnsýslustig vera enn óljósar hugmyndir. Þeir vona að fyrirhugaðar breytingar verði þeim til haga og að þeir fái að taka þátt í ítarlegu samráði um hvernig þeim verði háttað. 19. september 2025 16:20 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Formenn Félags stjórnenda í framhaldsskólum og Félags framhaldsskólakennara segja áform menntamálaráðherra um nýtt stjórnsýslustig vera enn óljósar hugmyndir. Þeir vona að fyrirhugaðar breytingar verði þeim til haga og að þeir fái að taka þátt í ítarlegu samráði um hvernig þeim verði háttað. 19. september 2025 16:20
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent