Innlent

Harður árekstur skammt frá Blönduósi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Harður árekstur varð á þjóðveginum við Breiðavað, skammt frá Blönduósi, rétt fyrir klukkan fimm í dag. Þar rákust saman jeppi og fólksbíll. Tveir karlmenn voru í fólksbílnum og slösuðust þeir báðir alvarlega. Þeir eru þó ekki í lífshættu að sögn lögreglunnar.

Fjórir farþegar voru í jeppanum en þeir slösuðust minna. Ökumenn og farþegar í báðum bílunum voru fluttir á sjúkrahús á Sauðárkróki en þeir sem voru í fólksbílnum verða fluttir á sjúkrahús í Reykjavík.

Slysið varð með þeim hætti að ökumaður jeppans missti stjórn á honum í hálku með þeim afleiðingum að hann lenti framan á fólksbílnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×