Kínverskt kolaflutningaskip hefur strandað á Kóralrifinu mikla undan ströndum Ástralíu og óttast er að gríðarlegt mengunarslys sé í uppsiglingu. Skipið er með 950 tonn af olíu innanborðs og þegar hafa olíuflekkir sést á svæðinu. 23 eru í áhöfn skipsins sem var að flytja kol frá Kína til Ástralíu. Stjórnvöld hafa nú áhyggjur af því að skipið brotni á rifinu og þá sé þetta mikla náttúruundur í mikilli hættu. Kóralrifið er það stærsta sinnar tegundar á jörðinni og er það rúmir 2500 kílómetrar að lengd. Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent
Kínverskt kolaflutningaskip hefur strandað á Kóralrifinu mikla undan ströndum Ástralíu og óttast er að gríðarlegt mengunarslys sé í uppsiglingu. Skipið er með 950 tonn af olíu innanborðs og þegar hafa olíuflekkir sést á svæðinu. 23 eru í áhöfn skipsins sem var að flytja kol frá Kína til Ástralíu. Stjórnvöld hafa nú áhyggjur af því að skipið brotni á rifinu og þá sé þetta mikla náttúruundur í mikilli hættu. Kóralrifið er það stærsta sinnar tegundar á jörðinni og er það rúmir 2500 kílómetrar að lengd.