Erlent

Snarpir skjálftar við strendur Mexíkó

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Snarpir jarðskjálftar skóku strendur Bandaríkjanna og Mexíkó í gærkvöld. Sá snarpasti var 7,2 á Richter. Hans varð vart í Baja Kalíforníu, Arizona og suðurhluta Kalíforníu, að því er fréttastofa CNN hefur eftir Jarðvísindastofnun Bandaríkjanna.

Að minnsta kosti tveir eru látnir eftir skjálftana og 100 manns slasaðir í Mexíkó, segir CNN fréttastofan. Einn lést þegar bygging hrundi í Mexicali í Mexíkó og annar lést þegar að hann varð fyrir bíl við það að flýja af heimili sínu. Allir þeir sem slösuðust voru staddir í Mexicali.

Hús hrundu í skjálftanum í Baja Kalíforníu, símalínur slitnuðu og vegir eyðilögðust í skjálftanum sem varð vart um klukkan tuttugu mínútur í fjögur að staðartíma, eða tuttugu mínútur í tólf á miðnætti að íslenskum tíma.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×