Innlent

Versnandi veður fyrir norðan

Á Vestfjörðum er víða hálka eða hálkublettir.
Á Vestfjörðum er víða hálka eða hálkublettir.
Versnandi veður er á Norður- og Austurlandi og eru vegfarendur beðnir að leita sér upplýsingar áður en lagt er á stað.

Vegir eru auðir um sunnanvert landið en á Vesturlandi eru hálkublettir á Holtavörðuheiði.

Á Vestfjörðum er víða hálka eða hálkublettir, einkum á norðanverðum fjörðunum. Hálka og skafrenningur er á Þröskuldum og á Steingrímsfjarðarheiði. Hrafnseyrarheiði er ófær.

Á Norðurlandi er hálka, hálkublettir og éljagangur og vestnandi veður.

Versnandi veður er á Austurlandi, komin stórhríð á Fjarðarheiði og heiðin orðin ófær. Slæmt veður er einnig á Vatnsskarði eystra. Þungfært er á Oddsskarði, þæfingur á Fagradal og á Jökuldal.

Á Suðausturlandi eru vegir greiðfærir en varað við óveðri við Sandfell í Öræfum og við Hvalnes




Fleiri fréttir

Sjá meira


×