Erlent

Þrjátíu féllu í þremur sprengingum í Bagdad

MYND/AFP
Þrjár öflugar sprengjur sprungu í Bagdad höfuðborg Íraks í morgun. Innanríkisráðherra landsins segir að 30 séu látnir hið minnsta. Ein sprengjan sprakk nærri íranska sendiráðinu í borginni og önnur er sögð hafa sprungið nærri sendiráði Þjóðverja. Í fyrradag voru 25 Súnníar teknir af lífi af byssumönnum sem dulbúnir voru sem íraskir hermenn í úthverfi borgarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×