Innlent

Þrjú útköll vegna sinuelda í nótt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mynd/ Anton.
Mynd/ Anton.
Slökkviliðið var þrisvar sinnum kallað út í nótt vegna sinuelda. Einn þeirra var við Garðakirkju á Álftanesi rétt fyrir miðnætti og tveir við Hlíðaberg í Hafnarfirði, um hálffjögurleytið í fyrra skiptið og hálffimmleytið í seinna skiptið.

Um minniháttar elda var að ræða og gekk vel að slökkva þá. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður sem fréttastofa ræddi við sagði að um væri að ræða staði þar sem oft kviknuðu sinuelda. Hann taldi líklegt að kveikt hefði verið í.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×