Innlent

Tveir menn viðurkenndu líkamsárás á Ísafirði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tveir menn hafa viðurkennt aðild að líkamsárás í gleðskap í heimahúsi á Ísafirði aðfarnótt föstudagsins. Annar þessara aðila hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í þágu rannsóknar málsins.

Báðir sakborningarnir hafa verið látnir lausir enda telst málið nægjanlega upplýst, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum. Árásarþolinn var útskrifaður af sjúkrahúsinu á Ísafirði fyrr í dag, en hann hlaut alvarlega áverka á andliti við árásina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×