Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Jón Ísak Ragnarsson skrifar 20. september 2025 22:00 Beate Meinl-Reisinger utanríkisráðherra Austurríkis. Getty Beate Meinl-Reisinger, utanríkisráðherra Austurríkis, hefur hvatt Evrópuríki til að draga sig ekki úr Eurovision vegna þátttöku Ísraela. Hollendingar, Spánverjar, Írar og Slóvenar hafa gefið það út að þau muni ekki taka þátt verði Ísraelar með. RÚV hefur einnig sett fyrirvara á þátttöku Íslands, og sagt hana ólíklega ef Ísrael verður með. Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verður haldin í Vín í Austurríki næsta vor og mun það vera í sjötugasta skipti sem keppnin verður haldin. Um þessar mundir stendur yfir svokallað samráðsferli innan bandalags evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) vegna þeirrar stöðu sem er uppi en keppnin er sögð í sögulegri krísu vegna andstöðu sumra ríkja við þátttöku Ísraela vegna stríðrekstursins á Gasa. Í bréfi sem utanríkisráðherra Austurríkis sendi frá sér á föstudaginn og Reuters hefur undir höndum sagði hann að söngvakeppnin í Eurovision væri ekki viðeigandi vettvangur fyrir sniðgöngur og slíkt myndi aðeins dýpka gjár milli landanna. „Sem utanríkisráðherra landsins sem heldur keppnina á næsta ári hef ég gríðarlegar áhyggjur af þeirri sundrungu sem virðist ríkja í bandalagi evrópskra sjónvarpsstöðva um þetta mál.“ „Svona sundrung mun aðeins dýpka gjána milli okkar og koma í veg fyrir mikilvægt samtal milli listamanna og fólksins, og hún breytir engu um ástandið á Gasa og í Ísrael.“ „Að reka Ísraela úr keppninni eða sniðganga keppnina mun ekki leysa mannúðarkrísuna á Gasa ströndinni og mun ekki heldur stuðla að pólitískri lausn á málinu,“ sagði utanríkisráðherrann. Í gær var greint frá því að Danmörk verði með í keppninni, en þeir gerðu hins vegar þrjá fyrirvara um þátttöku sem enginn varðaði þátttöku Ísraels. Danskir Eurovision sérfræðingar segja að keppnin standi frammi fyrir einni stærstu áskorun í sögu keppninnar. „Við höfum ákveðið að segja hátt og skýrt að við verðum með í Eurovision,“ er haft eftir Gustav Lützhøft, menningarritstjóra hjá danska ríkisútvarpinu DR, í fréttum í vikunni. Hins vegar setur hann nokkra fyrirvara við fullyrðinguna. Það skuli ríkja breið evrópsk samstaða um keppnina, öryggisráðstafanir skulu vera í lagi og í þriðja lagi að keppnin verði eins laus við pólitík og kostur er. Verði þessi skilyrði uppfyllt sé ekkert því til fyrirstöðu að Danmörk verði með í keppninni. Ef ekki áskilji DR sér rétt til að endurskoða afstöðu sína til þátttöku. Spánn er eina landið af „stóru fimm“ sem hefur hótað sniðgöngu en spænska ríkisútvarpið hefur staðfest að Spánn muni ekki taka þátt verði Ísraelar meðal þátttökuþjóða. Greint var frá ákvörðuninni í vikunni sem hún hafði legið í loftinu síðustu vikurnar. Rúnar Freyr Gíslason verkefnastjóri hjá Rúv sagði fyrr í mánuðinum afar ólíklegt að Ísland verði með ef Ísraelar verði meðal þátttökuþjóða. Eurovision Eurovision 2026 Austurríki Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Spænska ríkisútvarpið hefur staðfest að Spánn muni ekki taka þátt í Eurovision í Vín á næsta ári, verði Ísraelar á meðal þátttökuþjóða. Áður hafa Hollendingar, Slóvenar, Írar og Íslendingar boðað það sama. 16. september 2025 11:24 Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Hollendingar hafa nú bæst í hóp þeirra sem segjast munu sniðganga Eurovision sem fram fer í Vín í Austurríki á næsta ári, verði Ísraelum heimilt að taka þátt. 12. september 2025 11:17 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verður haldin í Vín í Austurríki næsta vor og mun það vera í sjötugasta skipti sem keppnin verður haldin. Um þessar mundir stendur yfir svokallað samráðsferli innan bandalags evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) vegna þeirrar stöðu sem er uppi en keppnin er sögð í sögulegri krísu vegna andstöðu sumra ríkja við þátttöku Ísraela vegna stríðrekstursins á Gasa. Í bréfi sem utanríkisráðherra Austurríkis sendi frá sér á föstudaginn og Reuters hefur undir höndum sagði hann að söngvakeppnin í Eurovision væri ekki viðeigandi vettvangur fyrir sniðgöngur og slíkt myndi aðeins dýpka gjár milli landanna. „Sem utanríkisráðherra landsins sem heldur keppnina á næsta ári hef ég gríðarlegar áhyggjur af þeirri sundrungu sem virðist ríkja í bandalagi evrópskra sjónvarpsstöðva um þetta mál.“ „Svona sundrung mun aðeins dýpka gjána milli okkar og koma í veg fyrir mikilvægt samtal milli listamanna og fólksins, og hún breytir engu um ástandið á Gasa og í Ísrael.“ „Að reka Ísraela úr keppninni eða sniðganga keppnina mun ekki leysa mannúðarkrísuna á Gasa ströndinni og mun ekki heldur stuðla að pólitískri lausn á málinu,“ sagði utanríkisráðherrann. Í gær var greint frá því að Danmörk verði með í keppninni, en þeir gerðu hins vegar þrjá fyrirvara um þátttöku sem enginn varðaði þátttöku Ísraels. Danskir Eurovision sérfræðingar segja að keppnin standi frammi fyrir einni stærstu áskorun í sögu keppninnar. „Við höfum ákveðið að segja hátt og skýrt að við verðum með í Eurovision,“ er haft eftir Gustav Lützhøft, menningarritstjóra hjá danska ríkisútvarpinu DR, í fréttum í vikunni. Hins vegar setur hann nokkra fyrirvara við fullyrðinguna. Það skuli ríkja breið evrópsk samstaða um keppnina, öryggisráðstafanir skulu vera í lagi og í þriðja lagi að keppnin verði eins laus við pólitík og kostur er. Verði þessi skilyrði uppfyllt sé ekkert því til fyrirstöðu að Danmörk verði með í keppninni. Ef ekki áskilji DR sér rétt til að endurskoða afstöðu sína til þátttöku. Spánn er eina landið af „stóru fimm“ sem hefur hótað sniðgöngu en spænska ríkisútvarpið hefur staðfest að Spánn muni ekki taka þátt verði Ísraelar meðal þátttökuþjóða. Greint var frá ákvörðuninni í vikunni sem hún hafði legið í loftinu síðustu vikurnar. Rúnar Freyr Gíslason verkefnastjóri hjá Rúv sagði fyrr í mánuðinum afar ólíklegt að Ísland verði með ef Ísraelar verði meðal þátttökuþjóða.
Eurovision Eurovision 2026 Austurríki Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Spænska ríkisútvarpið hefur staðfest að Spánn muni ekki taka þátt í Eurovision í Vín á næsta ári, verði Ísraelar á meðal þátttökuþjóða. Áður hafa Hollendingar, Slóvenar, Írar og Íslendingar boðað það sama. 16. september 2025 11:24 Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Hollendingar hafa nú bæst í hóp þeirra sem segjast munu sniðganga Eurovision sem fram fer í Vín í Austurríki á næsta ári, verði Ísraelum heimilt að taka þátt. 12. september 2025 11:17 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Spænska ríkisútvarpið hefur staðfest að Spánn muni ekki taka þátt í Eurovision í Vín á næsta ári, verði Ísraelar á meðal þátttökuþjóða. Áður hafa Hollendingar, Slóvenar, Írar og Íslendingar boðað það sama. 16. september 2025 11:24
Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Hollendingar hafa nú bæst í hóp þeirra sem segjast munu sniðganga Eurovision sem fram fer í Vín í Austurríki á næsta ári, verði Ísraelum heimilt að taka þátt. 12. september 2025 11:17
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“