Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Jón Ísak Ragnarsson skrifar 20. september 2025 22:00 Beate Meinl-Reisinger utanríkisráðherra Austurríkis. Getty Beate Meinl-Reisinger, utanríkisráðherra Austurríkis, hefur hvatt Evrópuríki til að draga sig ekki úr Eurovision vegna þátttöku Ísraela. Hollendingar, Spánverjar, Írar og Slóvenar hafa gefið það út að þau muni ekki taka þátt verði Ísraelar með. RÚV hefur einnig sett fyrirvara á þátttöku Íslands, og sagt hana ólíklega ef Ísrael verður með. Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verður haldin í Vín í Austurríki næsta vor og mun það vera í sjötugasta skipti sem keppnin verður haldin. Um þessar mundir stendur yfir svokallað samráðsferli innan bandalags evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) vegna þeirrar stöðu sem er uppi en keppnin er sögð í sögulegri krísu vegna andstöðu sumra ríkja við þátttöku Ísraela vegna stríðrekstursins á Gasa. Í bréfi sem utanríkisráðherra Austurríkis sendi frá sér á föstudaginn og Reuters hefur undir höndum sagði hann að söngvakeppnin í Eurovision væri ekki viðeigandi vettvangur fyrir sniðgöngur og slíkt myndi aðeins dýpka gjár milli landanna. „Sem utanríkisráðherra landsins sem heldur keppnina á næsta ári hef ég gríðarlegar áhyggjur af þeirri sundrungu sem virðist ríkja í bandalagi evrópskra sjónvarpsstöðva um þetta mál.“ „Svona sundrung mun aðeins dýpka gjána milli okkar og koma í veg fyrir mikilvægt samtal milli listamanna og fólksins, og hún breytir engu um ástandið á Gasa og í Ísrael.“ „Að reka Ísraela úr keppninni eða sniðganga keppnina mun ekki leysa mannúðarkrísuna á Gasa ströndinni og mun ekki heldur stuðla að pólitískri lausn á málinu,“ sagði utanríkisráðherrann. Í gær var greint frá því að Danmörk verði með í keppninni, en þeir gerðu hins vegar þrjá fyrirvara um þátttöku sem enginn varðaði þátttöku Ísraels. Danskir Eurovision sérfræðingar segja að keppnin standi frammi fyrir einni stærstu áskorun í sögu keppninnar. „Við höfum ákveðið að segja hátt og skýrt að við verðum með í Eurovision,“ er haft eftir Gustav Lützhøft, menningarritstjóra hjá danska ríkisútvarpinu DR, í fréttum í vikunni. Hins vegar setur hann nokkra fyrirvara við fullyrðinguna. Það skuli ríkja breið evrópsk samstaða um keppnina, öryggisráðstafanir skulu vera í lagi og í þriðja lagi að keppnin verði eins laus við pólitík og kostur er. Verði þessi skilyrði uppfyllt sé ekkert því til fyrirstöðu að Danmörk verði með í keppninni. Ef ekki áskilji DR sér rétt til að endurskoða afstöðu sína til þátttöku. Spánn er eina landið af „stóru fimm“ sem hefur hótað sniðgöngu en spænska ríkisútvarpið hefur staðfest að Spánn muni ekki taka þátt verði Ísraelar meðal þátttökuþjóða. Greint var frá ákvörðuninni í vikunni sem hún hafði legið í loftinu síðustu vikurnar. Rúnar Freyr Gíslason verkefnastjóri hjá Rúv sagði fyrr í mánuðinum afar ólíklegt að Ísland verði með ef Ísraelar verði meðal þátttökuþjóða. Eurovision Eurovision 2026 Austurríki Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Spænska ríkisútvarpið hefur staðfest að Spánn muni ekki taka þátt í Eurovision í Vín á næsta ári, verði Ísraelar á meðal þátttökuþjóða. Áður hafa Hollendingar, Slóvenar, Írar og Íslendingar boðað það sama. 16. september 2025 11:24 Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Hollendingar hafa nú bæst í hóp þeirra sem segjast munu sniðganga Eurovision sem fram fer í Vín í Austurríki á næsta ári, verði Ísraelum heimilt að taka þátt. 12. september 2025 11:17 Mest lesið Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Sjá meira
Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verður haldin í Vín í Austurríki næsta vor og mun það vera í sjötugasta skipti sem keppnin verður haldin. Um þessar mundir stendur yfir svokallað samráðsferli innan bandalags evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) vegna þeirrar stöðu sem er uppi en keppnin er sögð í sögulegri krísu vegna andstöðu sumra ríkja við þátttöku Ísraela vegna stríðrekstursins á Gasa. Í bréfi sem utanríkisráðherra Austurríkis sendi frá sér á föstudaginn og Reuters hefur undir höndum sagði hann að söngvakeppnin í Eurovision væri ekki viðeigandi vettvangur fyrir sniðgöngur og slíkt myndi aðeins dýpka gjár milli landanna. „Sem utanríkisráðherra landsins sem heldur keppnina á næsta ári hef ég gríðarlegar áhyggjur af þeirri sundrungu sem virðist ríkja í bandalagi evrópskra sjónvarpsstöðva um þetta mál.“ „Svona sundrung mun aðeins dýpka gjána milli okkar og koma í veg fyrir mikilvægt samtal milli listamanna og fólksins, og hún breytir engu um ástandið á Gasa og í Ísrael.“ „Að reka Ísraela úr keppninni eða sniðganga keppnina mun ekki leysa mannúðarkrísuna á Gasa ströndinni og mun ekki heldur stuðla að pólitískri lausn á málinu,“ sagði utanríkisráðherrann. Í gær var greint frá því að Danmörk verði með í keppninni, en þeir gerðu hins vegar þrjá fyrirvara um þátttöku sem enginn varðaði þátttöku Ísraels. Danskir Eurovision sérfræðingar segja að keppnin standi frammi fyrir einni stærstu áskorun í sögu keppninnar. „Við höfum ákveðið að segja hátt og skýrt að við verðum með í Eurovision,“ er haft eftir Gustav Lützhøft, menningarritstjóra hjá danska ríkisútvarpinu DR, í fréttum í vikunni. Hins vegar setur hann nokkra fyrirvara við fullyrðinguna. Það skuli ríkja breið evrópsk samstaða um keppnina, öryggisráðstafanir skulu vera í lagi og í þriðja lagi að keppnin verði eins laus við pólitík og kostur er. Verði þessi skilyrði uppfyllt sé ekkert því til fyrirstöðu að Danmörk verði með í keppninni. Ef ekki áskilji DR sér rétt til að endurskoða afstöðu sína til þátttöku. Spánn er eina landið af „stóru fimm“ sem hefur hótað sniðgöngu en spænska ríkisútvarpið hefur staðfest að Spánn muni ekki taka þátt verði Ísraelar meðal þátttökuþjóða. Greint var frá ákvörðuninni í vikunni sem hún hafði legið í loftinu síðustu vikurnar. Rúnar Freyr Gíslason verkefnastjóri hjá Rúv sagði fyrr í mánuðinum afar ólíklegt að Ísland verði með ef Ísraelar verði meðal þátttökuþjóða.
Eurovision Eurovision 2026 Austurríki Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Spænska ríkisútvarpið hefur staðfest að Spánn muni ekki taka þátt í Eurovision í Vín á næsta ári, verði Ísraelar á meðal þátttökuþjóða. Áður hafa Hollendingar, Slóvenar, Írar og Íslendingar boðað það sama. 16. september 2025 11:24 Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Hollendingar hafa nú bæst í hóp þeirra sem segjast munu sniðganga Eurovision sem fram fer í Vín í Austurríki á næsta ári, verði Ísraelum heimilt að taka þátt. 12. september 2025 11:17 Mest lesið Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Sjá meira
Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Spænska ríkisútvarpið hefur staðfest að Spánn muni ekki taka þátt í Eurovision í Vín á næsta ári, verði Ísraelar á meðal þátttökuþjóða. Áður hafa Hollendingar, Slóvenar, Írar og Íslendingar boðað það sama. 16. september 2025 11:24
Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Hollendingar hafa nú bæst í hóp þeirra sem segjast munu sniðganga Eurovision sem fram fer í Vín í Austurríki á næsta ári, verði Ísraelum heimilt að taka þátt. 12. september 2025 11:17