Bændur óttast að útvaldir fái mjólkurkvóta 6. apríl 2010 04:00 Kúabú er í senn fyrirtæki og heimili bænda og því er það sérstaklega viðkvæmt hvernig unnið er úr skuldavanda þeirra. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. „Ef kemur til þess að bú verða tekin til skipta í gegnum lánastofnanir þá er hættan sú að verðmætum verði ráðstafað til valinna aðila. Við viljum að allir hafi jafnan aðgang og það eina sem ráði því hver fær er hvort viðkomandi geti greitt eða ekki. Þetta gengur út á það að slíta á tengslin á milli kaupanda og seljanda,“ segir Sigurður Loftsson, formaður Landssambands kúabænda. Heildarskuldir kúabænda eru metnar um 44 milljarðar króna. Þau bú sem verst standa eru talin eiga um fimmtán prósent af 116 milljóna lítra ársframleiðslu. Hver lítri mjólkurkvóta er í dag metinn á um 250 krónur svo um milljarða hagsmuni er að tefla. Kúabændur telja nauðsynlegt að koma á fót uppboðsmarkaði með mjólkurkvóta og sendu frá sér ályktun þessa efnis eftir aðalfund sambandsins nýlega. Ástæðan er að 120 til 140 kúabú eiga í verulegum eða miklum fjárhagserfiðleikum. Kúabú hér á landi eru um 700 alls og 75 til 80 þeirra eru upp á náð og miskunn viðskiptabanka og annarra lánardrottna komin. Til þess hefur ekki komið enn þá að bú hafi verið yfirtekin en LK telur slíkt óumflýjanlegt, verði ekki brugðist við skuldavandanum með „raunverulegum lausnum“ frá hendi lánastofnana, eins og Sigurður kemst að orði. Félag ungra bænda hefur tekið undir með LK um að mikilvægt sé að „allt greiðslumark komi á markað nú þegar að mikil hætta er á að bankastofnanir eignist bú skuldsettra bænda og geti farið að ráðstafa greiðslumarki út úr bönkunum líkt og öðrum eignum án auglýsingar eins og dæmin sanna,“ eins og segir í ályktun. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur lýst yfir áhyggjum sínum af stöðu kúabænda og þeirri hættu að kvóti færist frá viðkomandi jörð með tilheyrandi byggðaröskun og samþjöppun mjólkurkvóta á fárra manna hendur. Hann telur eðlilegt að stjórnvöld leggist yfir það hvort eðlilegt sé að grípa inn í, jafnvel með miðlægum kvótamarkaði. Sigurgeir Þorgeirsson, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, segir það til skoðunar innan ráðuneytisins hvernig megi útfæra markað með mjólkurkvóta. „Við eigum í viðræðum við hagsmunaaðila um hvernig má nálgast þetta, en það væri ofsagt að það sé með skipulögðum hætti enn þá.“ - shá Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira
„Ef kemur til þess að bú verða tekin til skipta í gegnum lánastofnanir þá er hættan sú að verðmætum verði ráðstafað til valinna aðila. Við viljum að allir hafi jafnan aðgang og það eina sem ráði því hver fær er hvort viðkomandi geti greitt eða ekki. Þetta gengur út á það að slíta á tengslin á milli kaupanda og seljanda,“ segir Sigurður Loftsson, formaður Landssambands kúabænda. Heildarskuldir kúabænda eru metnar um 44 milljarðar króna. Þau bú sem verst standa eru talin eiga um fimmtán prósent af 116 milljóna lítra ársframleiðslu. Hver lítri mjólkurkvóta er í dag metinn á um 250 krónur svo um milljarða hagsmuni er að tefla. Kúabændur telja nauðsynlegt að koma á fót uppboðsmarkaði með mjólkurkvóta og sendu frá sér ályktun þessa efnis eftir aðalfund sambandsins nýlega. Ástæðan er að 120 til 140 kúabú eiga í verulegum eða miklum fjárhagserfiðleikum. Kúabú hér á landi eru um 700 alls og 75 til 80 þeirra eru upp á náð og miskunn viðskiptabanka og annarra lánardrottna komin. Til þess hefur ekki komið enn þá að bú hafi verið yfirtekin en LK telur slíkt óumflýjanlegt, verði ekki brugðist við skuldavandanum með „raunverulegum lausnum“ frá hendi lánastofnana, eins og Sigurður kemst að orði. Félag ungra bænda hefur tekið undir með LK um að mikilvægt sé að „allt greiðslumark komi á markað nú þegar að mikil hætta er á að bankastofnanir eignist bú skuldsettra bænda og geti farið að ráðstafa greiðslumarki út úr bönkunum líkt og öðrum eignum án auglýsingar eins og dæmin sanna,“ eins og segir í ályktun. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur lýst yfir áhyggjum sínum af stöðu kúabænda og þeirri hættu að kvóti færist frá viðkomandi jörð með tilheyrandi byggðaröskun og samþjöppun mjólkurkvóta á fárra manna hendur. Hann telur eðlilegt að stjórnvöld leggist yfir það hvort eðlilegt sé að grípa inn í, jafnvel með miðlægum kvótamarkaði. Sigurgeir Þorgeirsson, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, segir það til skoðunar innan ráðuneytisins hvernig megi útfæra markað með mjólkurkvóta. „Við eigum í viðræðum við hagsmunaaðila um hvernig má nálgast þetta, en það væri ofsagt að það sé með skipulögðum hætti enn þá.“ - shá
Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira