Innlent

Vongóð um sátt í læknadeilu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Landspítalinn. Mynd/ Vilhelm.
Landspítalinn. Mynd/ Vilhelm.
Almennir læknar á Landspítalanum eru ekki enn komnir til starfa. Þeir lögðu niður vinnu á miðnætti á miðvikudagskvöld vegna ósamkomulags um fyrirkomulag vinnutíma.

Hjördís Þórey Þorgeirsdóttir, formaður Félags almennra lækna, segir að þreifingar séu í gangi á milli deiluaðila. Hún segist vongóð um að hægt sé að leysa deiluna fyrir morgundaginn.

Sérfræðilæknar hafa gengið í störf almennra lækna yfir páskahátíðina til þess að brúa það bil sem hefur skapast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×