Erlent

Páfinn: Prestar verða að hegða sér eins og englar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Benedikt XVI segir að prestar verði að hegða sér eins og englar Krists. Mynd/ AFP.
Benedikt XVI segir að prestar verði að hegða sér eins og englar Krists. Mynd/ AFP.
Benedikt XVI páfi segir að kaþólskir prestar verði að hegða sér eins og „englar og sendiboðar Krists". Þetta sagði páfinn við helgistund í dag. Enn berast sögur af því að kirkjan hafi látið hjá liða að bregðast við ásökunum á hendur prestum um kynferðislega misnotkun.

Hvert hneykslismálið rekur annað í kaþólsku kirkjunni þessa dagana. Nýlega viðurkenndi franskur biskup að hann hefði gert mistök þegar að hann samþykkti að taka prest, sem dæmdur hafði verið fyrir barnaníð, aftur í þjónustu sína á níunda áratug síðustu aldar. Hann sagði þó að það hefði verið í takti við önnur sambærileg tilfelli sem hefðu komið upp.

Fleiri dæmi þessu líkt hafa verið opinberuð upp á síðkastið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×