Innlent

Full ástæða til að kanna aðkomu Íslands að stríðsrekstrinum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Árni Þór Sigurðsson er formaður utanríkismálanefndar. Mynd/ Valli.
Árni Þór Sigurðsson er formaður utanríkismálanefndar. Mynd/ Valli.
„Það er bara alveg skelfilegt að horfa upp á þetta. Þetta er það sem gerist alltaf og alls staðar þegar verða stríðsátök," segir Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, um myndskeið sem birt var á vefnum Wikileaks í dag. Á myndskeiðinu sést hvað bandarískir hermenn drepa saklausa borgara, þar á meðal blaðamenn Reuters, í skotárás. Fullorðnir og börn urðu fyrir árásinni.

Árni Þór segist nýlega hafa lagt fram á Alþingi fyrirspurn til utanríkisráðherra um aðild Íslands að stríðsrekstri Írak og Afganistan. „Mér finnst full ástæða til þess að við ræðum það hver aðkoma Íslands er að málum af þessum toga," segir Árni Þór. Hann bendir á að utanríkismálanefnd sé með til umfjöllunar tvær þingsályktunartillögur um að opinberuð verði öll gögn um ákvörðun íslenskra stjórnvalda að styðja striðsreksturinn í Írak.

Þá segir hann að nú í apríl komi hingað til lands fulltrúi frá framkvæmdastjórn NATO sem muni hitta utanríkismálanefnd Alþingis og þar verði hægt að spyrja út í afstöðu NATO til atburða sem þessara. Með þessu geti Íslendingar tekið þátt í umræðu um málið á alþjóðavettvangi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×