Fleiri fréttir Strauss-Kahn: Hver dagur skiptir máli Framkvæmdastjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins segir að hver dagur sem vandi Grikklands sé óleystur auki hættuna á að vandinn breiðist út. 28.4.2010 19:17 Flugvellirnir opnaðir í Keflavík og í höfuðborginni Lofthelgi við Keflavíkurflugvöll og Reykjavíkurflugvöll hefur verið opnuð fyrir blindflugsumferð. Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvöllur eru því ekki inn á gjóskudreifingarsvæðinu og því opnir. 28.4.2010 18:41 Þórunn verður þingflokksformaður Samfylkingarinnar Þórunn Sveinbjarnardóttir, tekur við sem formaður þingflokks Samfylkingarinnar en þetta var ákveðið á þingflokksfundi sem lauk nú skömmu fyrir fréttir. Skúli Helgason verður varaformaður. 28.4.2010 18:33 Enn engin merki um goslok Kvikustreymi og gosmökkur í Eyjafjallajökli hefur verið með svipuðum hætti og undanfarna sólarhringa og hraun heldur áfram að renna til norðurs í upptökum Gígjökuls. Af gufu sem leggur upp af Gígjökli má ráða að hraunið sé komið í hallann til norðurs. Ekki sjást merki um að gosi sé að ljúka að mati Veðurstofunnar en gosórói hefur verið svipaður og undanfarna daga. 28.4.2010 18:23 Gildi lífeyrissjóður: Fullt út úr dyrum á ársfundi Ársfundur Gildi lífeyrissjóðs hófst klukkan fimm í dag og er fullt út úr dyrum á fundinum. Þar verður lögð fram krafa um að stjórn og framkvæmdastjórn sjóðsins víki vegna tug milljarða taps sem sjóðurinn varð fyrir vegna bankahrunsins. 28.4.2010 17:36 Sérstakur saksóknari: Fyrstu ákærur líta dagsins ljós í maí „Fyrstu niðurstöðurnar eru væntanlegar í maí,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, en áður var stefnt að því að fyrstu ákærur litu dagsins ljós í lok apríl. 28.4.2010 16:27 Öndunargrímur afhentar þjónustumiðstöðinni á Heimalandi Í tilkynningu frá sóttvarnalækni fyrr í dag kemur fram að öndunargrímur sé að fá hjá almannavarnanefnd á Hvolsvelli. 28.4.2010 16:09 Ungt fólk með húsnæðislán þiggur aðstoð frá kirkjunni Lára Björnsdóttir, formaður Velferðarvaktarinnar, ræddi um aðstæður barna og ungra fjölskyldna á Prestefnu í dag. 28.4.2010 15:52 Talibaninn og Gyðingarnir Öryggisráðgjafi Baracks Obama Bandaríkjaforseta hefur beðið Gyðinga afsökunar á brandara sem hann sagði í ræðu sem hann flutti í Washington Instutute for Near East Policy. 28.4.2010 15:43 Keflavíkurflugvöllur lokaður lengur en vonast var til Icelandair hefur tilkynnt um breytingar á flugi félagsins vegna þess að Keflavíkurflugvöllur hefur verið lokaður lengur í dag en vonast var til. 28.4.2010 15:31 Dregur úr vatnsflæði undan Gígjökli Vatnsflæði undan Gígjökli jókst laust fyrir hádegi í dag en dró fljótlega úr því aftur. 28.4.2010 15:26 Stakk 15 börn með hnífi Maður vopnaður hnífi réðst inn í leikskóla í Kína í dag og stakk fimmtán börn og einn kennara. 28.4.2010 15:22 Þekking afritaði víst gögn Símans í umdeildri húsleit Síminn segir að símafyrirtækið Þekking hafi víst afritað upplýsingar hjá Símanum í húsleit sem Samkeppniseftirlitið framkvæmdi í höfuðstöðvum Símans og Skipta á dögunum. 28.4.2010 15:03 Menntaráð tekur mið af tillögum reykvískra ungmenna Á fundi menntaráðs í dag kynntu fulltrúar í Ungmennaráði Breiðholts tillögur um gæði kennslu í grunnskólum og betri menntun í lífsleikni. Æskufólk í Breiðholti vill að kennsla í grunnskólum verði samræmd og námskrár þrengdar með það að sjónarmiði að allir nemendur hafi jafna grunnþekkingu þegar komið er á menntaskólastig. 28.4.2010 14:56 330 starfsmenn CCP strandaglópar á Íslandi „Ætli við kíkjum ekki bara á rokksafnið til þess að drepa tímann,“ segir Oddur Snær Magnússon, forritari hjá CCP en hann er einn af 330 starfsmönnum fyrirtækisins sem bíður í Keflavík eftir því að millilandaflug á Keflavíkurflugvelli hefjist á ný. 28.4.2010 14:48 Þingmaður tók sér barnabrúður Mannréttindasamtök í Nígeríu hafa mótmælt því að fimmtugur þingmaður þar í landi hefur kvænst þrettán ára gamalli egypskri telpu. 28.4.2010 14:39 Allt flug liggur niðri hjá Flugfélaginu Erni Ekki hefur verið hægt að fljúga á áfangastaði Flugfélagsins Ernis í dag sökum öskudreifingar spár. Öllu flugi hefur verið aflýst í dag og athugað verður með flug að nýju í fyrramálið og því allt flug á áætlun á morgun eins og staðan er í dag. 28.4.2010 14:30 Er þetta innan úr Örkinni hans Nóa? Fornleifafræðingar í leiðangri evangelista frá Kína og Tyrklandi telja sig hafa fundið flakið af Örkinni hans Nóa í tólfþúsund feta hæð á fjallinu Ararat. 28.4.2010 13:15 Dæmdur fyrir að kjálkabrjóta mann á Þjóðhátíð Karlmaður var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að kjálkabrjóta mann á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ágúst 2008. Fórnalamb mannsins brotnaði illa og þurfti að víra kjálkann saman vegna áverkanna. 28.4.2010 13:06 Noti grímur við hreinsunarstarf Öskufall frá eldstöðinni í Eyjafjallajökli hefur nú minnkað til muna. Hins vegar fer nú í hönd mikil hreinsunarvinna á ösku undir Eyjafjöllum og vill sóttvarnalæknir vekja athygli á að fíngerð þurr aska við slíka vinnu getur borist niður í lungu manna og hugsanlega valdið tjóni. 28.4.2010 12:14 Dæmdur fyrir að eyðileggja hraðbanka með steinhellu Nítján ára gamall karlmaður var dæmdur í tíu mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi eystra í dag fyrir fjögur þjófnaðarbrot og fyrir að skemma hraðbanka Arion banka á Akureyri með steinhellu. 28.4.2010 12:12 Slökkva á þriðja hverjum ljósastaur Slökkt verður á þriðja hverjum ljósastaur í Borgarbyggð næsta vetur en sveitarfélagið áætlar að spara rúmar fjórar og hálfa milljón króna á ári með því að breyta skipulagi raflýsingar. 28.4.2010 12:01 Haldið sofandi Stúlkan sem slasaðist þegar ökumaður jeppa velti bíl sínum á Reykjanesbraut um helgina er enn haldið sofandi í öndunarvél. Tvær stúlkur létust í slysinu en ökumaðurinn slapp nær ómeiddur, hann er grunaður um að hafa verið ölvaður undir stýri 28.4.2010 11:53 Flokkarnir takmarka kosningaauglýsingar Stjórnmálaflokkarnir sem bjóða fram til sveitarstjórnakosninga um land allt hafa samþykkt að takmarka auglýsingakostnað við 11 milljónir króna Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstrihreyfingin grænt framboð standa að samkomulaginu. 28.4.2010 11:26 Styrkþegar eiga að velta því alvarlega fyrir sér að stíga til hliðar „Þetta fólk á að hugsa sinn gang mjög alvarlega og velta því fyrir sér hvort þeir séu ekki að gera sér og öðrum greiða með því að stíga til hliðar,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, í viðtali í þættinum Íslandi í bítið í morgun þegar hann var spurður um háa styrki til einstakra stjórnmálamanna. 28.4.2010 11:24 Fíkniefnaakstur á Eskifirði Undanfarna daga hefur lögreglan í umdæmi lögreglustjórans á Eskifirði kært tvo einstaklinga fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og auk þess lagt hald á nokkurt magn fíkniefna. Alls komu átta einstaklingar við sögu. 28.4.2010 11:08 Jónína Ben: Oddviti framsóknarmanna á að víkja Athafnakonan Jónína Benediktsdóttir vill Einar Skúlason, oddviti framsóknarmanna í Reykjavík, víki af listanum líkt og Guðrún Valdimarsdóttir hefur gert. Jónína krefur Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins, um skýringar á brotthvarfinu, en sjálf skipar hún 15. sæti listans. 28.4.2010 11:06 Efla mælingar á svifryki vegna eldgossins Sex milljónum króna verður varið til kaupa og uppsetningar á sjálfvirkum mæli til að mæla svifryk á áhrifasvæði eldgossins í Eyjafjallajökli. Tillaga Svandísar Svavarsdóttur, umhverfisráðherra, þess efnis var samþykkt á fundi ríkisstjórnarinnar í gær, að fram kemur á vef umhverfisráðuneytisins. 28.4.2010 10:42 Rannsóknarskýrslan söluhæsta bókin frá áramótum Samkvæmt metsölulista bókaverslana er skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis langsöluhæsta bókin hér á landi frá áramótum. Alþingi er því útgefandi að mest seldu bók landsins. 28.4.2010 10:28 Bifhjólaslysum fækkar Slysum þar sem bifhjól koma við sögu fækkar umtalsvert árið 2009 borið saman við árið 2008. Þetta kemur m.a. fram í slysaskýrslu Umferðarstofu fyrir árið 2009. Heildarfjöldi slasaðra og látinna fer úr 107 niður í 89 en þetta er 16,8% fækkun. 28.4.2010 10:24 Aska á bílum á Hvolsvelli Aska frá eldgosinu í Eyjafjallajökli er vel merkjanleg á bílum á Hvolsvelli og gætir aðeins á Hellu þar sem gosmökkinn leggur leggur til vesturs og suðvesturs af eldstöðinni. Jarðvísindamenn segja að engin merki séu um að gosinu sé að ljúka og engin merki eru um breytingar undir Kötlu. 28.4.2010 09:57 Tinni fyrir rétti í Belgíu -sakaður um kynþáttafordóma Blaðamaðurinn Tinni er nú fyrir rétti í Belgíu. Áttatíu árum eftir að bókin Tinni í Kongó kom út hefur kongóskur maður krafist þess að hún verði tekin úr verslunum í Belgíu. 28.4.2010 09:42 Börn í leikskólum hafa aldrei verið fleiri Í desember 2009 sóttu 18.699 börn leikskóla á Íslandi og hafa þau aldrei verið fleiri. Leikskólabörnum hefur fjölgað um 421 frá desember 2008 eða um 2,3%. Þessi fjölgun skýrist að hluta til af stærri árgöngum barna á leikskólaaldri auk þess sem sex nýir leikskólar tóku til starfa á árinu. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. 28.4.2010 09:32 Hörð átök í Bangkok Hörð átök brutust út í Bangkok, höfuðborg Tælands, í morgun milli hermanna og mótmælenda sem krefjast þess að þing landsins verði leyst upp, boðað verði til kosninga og að forsætisráðherrann fari úr landi. 28.4.2010 09:07 Fjölmargir eftirskjálftar Að minnsta kosti 35 eftirskjálftar hafa orðið eftir skjálfta upp á 3,2 á Richter, sem varð um 29 kílómetra norðnorðvestur af Siglufirði laust fyrir klukkan sex í gærkvöldi. Annar upp á 3,5 varð þar skömmu síðar. 28.4.2010 08:18 Pabbi Madeleine: Yfirvöld brugðust dóttur minni Gerry McCann, faðir Madeleine litlu sem hvarf af hótelherbergi í Portúgal árið 2007, segir að bresk yfirvöld hafi brugðist dóttur hans. 28.4.2010 08:15 Þjófar gómaðir í fornmunaverslun Lögreglumenn handtóku í nótt tvo karla og eina konu við innbrot í fornmunaverslun í borginni. Nágranni verslunarinnar varð var við mannaferðir þar og lét lögreglu vita, sem gómaði þjófana á staðnum. Þá var fólkið búið að sanka að sér ýmsum munum til að hafa á brott með sér. 28.4.2010 08:09 Ræningi huldi andlitið með klósettpappír Lögregla leitar manns sem rændi verslun vopnaður hnífi í borginni Lincoln í Nebreska í Bandaríkjunum um helgina. Það væri ekki frásögu færandi enda vopnuð rán algeng vestanhafs. Það sem vekur hins vegar athygli er að ræninginn huldi andlit sitt með klósettpappír. 28.4.2010 08:02 Öllu innanlandsflugi frestað Öllu innanlandsflugi Flugfélags Ísands hefur verið frestað fram yfir hádegi en þá verða aðstæður kannaðar nánar. Sömu sögu er að segja hjá Flugfélaginu Erni og er þetta vegan eldfjallaösku í loftrými Reykjavíkurflugvallar. Hinsvegar þykja nú góðar horfur á að innanlandsflug geti hafist eftir hádegi 28.4.2010 07:58 Karfavertíðin að hefjast Karfavertíðin er að hefjast á Reykjaneshrygg, djúpt suðvestur af landinu, og eru ellefu erlendir togarar þegar komnir á miðin og fleiri á leiðinni. 28.4.2010 07:58 Eitt mesta umhverfisslys Bandaríkjanna í uppsiglingu Nái olía sem lekur úr frá sokknum olíuborpalli á Mexíkóflóa til bandarískrar strandar verður eitt mesta umhverfisslys í sögu Bandaríkjanna. 28.4.2010 07:53 HIV-smitaðir geta heimsótt Kína Kínversk yfirvöld hafa aflétt ferðatakmörkunum sem komu í veg fyrir að HIV-smitaðir útlendingar ferðuðust til landsins. Ákvörðunin er tekin í tengslum við heimssýninguna í Shanghai sem hefst formlega á laugardaginn. Búist er við að yfir milljón erlendir gestir leggi leið sína til borgarinnar á meðan sýningin stendur yfir næsta hálfa árið. 28.4.2010 07:50 Ákærður fyrir fjöldamorð Kurmanbek Bakijev, útlægur forseti Kirgistan, hefur verið ákærður fyrir að skipuleggja fjöldamorð. Forsetanum og ríkisstjórn hans var bolað í burtu fyrr í mánuðinum þegar óeirðir brutust út í landinu eftir að tilkynnt var um gríðarmikla hækkun á rafmagnsverði. Ríkisstjórnin hafði jafnframt verið sökuð um langvarandi spillingu. 28.4.2010 07:47 Tölur um styrki til flokka stemma ekki Tölur sem rannsóknarnefnd Alþingis birtir í skýrslu sinni, um styrki frá Kaupþingi og Landsbanka til stjórnmálaflokka árin 2004 til og með 2008, stemma ekki við þær tölur sem stjórnmálaflokkarnir sjálfir létu Ríkisendurskoðun í té. 28.4.2010 06:15 Glitnir styrkti bara flokkana „Þau gögn sem skilanefndin hefur farið yfir gefa ekki til kynna að Glitnir banki hafi styrkt einstaka stjórnmálamenn," segir í yfirlýsingu sem skilanefnd Glitnis sendi frá sér í gær. Árni Tómasson, formaður skilanefndarinnar, segir að engir styrkir til stuðningsmannafélaga stjórnmálamanna hafi heldur komið í leitirnar. 28.4.2010 06:00 Sjá næstu 50 fréttir
Strauss-Kahn: Hver dagur skiptir máli Framkvæmdastjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins segir að hver dagur sem vandi Grikklands sé óleystur auki hættuna á að vandinn breiðist út. 28.4.2010 19:17
Flugvellirnir opnaðir í Keflavík og í höfuðborginni Lofthelgi við Keflavíkurflugvöll og Reykjavíkurflugvöll hefur verið opnuð fyrir blindflugsumferð. Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvöllur eru því ekki inn á gjóskudreifingarsvæðinu og því opnir. 28.4.2010 18:41
Þórunn verður þingflokksformaður Samfylkingarinnar Þórunn Sveinbjarnardóttir, tekur við sem formaður þingflokks Samfylkingarinnar en þetta var ákveðið á þingflokksfundi sem lauk nú skömmu fyrir fréttir. Skúli Helgason verður varaformaður. 28.4.2010 18:33
Enn engin merki um goslok Kvikustreymi og gosmökkur í Eyjafjallajökli hefur verið með svipuðum hætti og undanfarna sólarhringa og hraun heldur áfram að renna til norðurs í upptökum Gígjökuls. Af gufu sem leggur upp af Gígjökli má ráða að hraunið sé komið í hallann til norðurs. Ekki sjást merki um að gosi sé að ljúka að mati Veðurstofunnar en gosórói hefur verið svipaður og undanfarna daga. 28.4.2010 18:23
Gildi lífeyrissjóður: Fullt út úr dyrum á ársfundi Ársfundur Gildi lífeyrissjóðs hófst klukkan fimm í dag og er fullt út úr dyrum á fundinum. Þar verður lögð fram krafa um að stjórn og framkvæmdastjórn sjóðsins víki vegna tug milljarða taps sem sjóðurinn varð fyrir vegna bankahrunsins. 28.4.2010 17:36
Sérstakur saksóknari: Fyrstu ákærur líta dagsins ljós í maí „Fyrstu niðurstöðurnar eru væntanlegar í maí,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, en áður var stefnt að því að fyrstu ákærur litu dagsins ljós í lok apríl. 28.4.2010 16:27
Öndunargrímur afhentar þjónustumiðstöðinni á Heimalandi Í tilkynningu frá sóttvarnalækni fyrr í dag kemur fram að öndunargrímur sé að fá hjá almannavarnanefnd á Hvolsvelli. 28.4.2010 16:09
Ungt fólk með húsnæðislán þiggur aðstoð frá kirkjunni Lára Björnsdóttir, formaður Velferðarvaktarinnar, ræddi um aðstæður barna og ungra fjölskyldna á Prestefnu í dag. 28.4.2010 15:52
Talibaninn og Gyðingarnir Öryggisráðgjafi Baracks Obama Bandaríkjaforseta hefur beðið Gyðinga afsökunar á brandara sem hann sagði í ræðu sem hann flutti í Washington Instutute for Near East Policy. 28.4.2010 15:43
Keflavíkurflugvöllur lokaður lengur en vonast var til Icelandair hefur tilkynnt um breytingar á flugi félagsins vegna þess að Keflavíkurflugvöllur hefur verið lokaður lengur í dag en vonast var til. 28.4.2010 15:31
Dregur úr vatnsflæði undan Gígjökli Vatnsflæði undan Gígjökli jókst laust fyrir hádegi í dag en dró fljótlega úr því aftur. 28.4.2010 15:26
Stakk 15 börn með hnífi Maður vopnaður hnífi réðst inn í leikskóla í Kína í dag og stakk fimmtán börn og einn kennara. 28.4.2010 15:22
Þekking afritaði víst gögn Símans í umdeildri húsleit Síminn segir að símafyrirtækið Þekking hafi víst afritað upplýsingar hjá Símanum í húsleit sem Samkeppniseftirlitið framkvæmdi í höfuðstöðvum Símans og Skipta á dögunum. 28.4.2010 15:03
Menntaráð tekur mið af tillögum reykvískra ungmenna Á fundi menntaráðs í dag kynntu fulltrúar í Ungmennaráði Breiðholts tillögur um gæði kennslu í grunnskólum og betri menntun í lífsleikni. Æskufólk í Breiðholti vill að kennsla í grunnskólum verði samræmd og námskrár þrengdar með það að sjónarmiði að allir nemendur hafi jafna grunnþekkingu þegar komið er á menntaskólastig. 28.4.2010 14:56
330 starfsmenn CCP strandaglópar á Íslandi „Ætli við kíkjum ekki bara á rokksafnið til þess að drepa tímann,“ segir Oddur Snær Magnússon, forritari hjá CCP en hann er einn af 330 starfsmönnum fyrirtækisins sem bíður í Keflavík eftir því að millilandaflug á Keflavíkurflugvelli hefjist á ný. 28.4.2010 14:48
Þingmaður tók sér barnabrúður Mannréttindasamtök í Nígeríu hafa mótmælt því að fimmtugur þingmaður þar í landi hefur kvænst þrettán ára gamalli egypskri telpu. 28.4.2010 14:39
Allt flug liggur niðri hjá Flugfélaginu Erni Ekki hefur verið hægt að fljúga á áfangastaði Flugfélagsins Ernis í dag sökum öskudreifingar spár. Öllu flugi hefur verið aflýst í dag og athugað verður með flug að nýju í fyrramálið og því allt flug á áætlun á morgun eins og staðan er í dag. 28.4.2010 14:30
Er þetta innan úr Örkinni hans Nóa? Fornleifafræðingar í leiðangri evangelista frá Kína og Tyrklandi telja sig hafa fundið flakið af Örkinni hans Nóa í tólfþúsund feta hæð á fjallinu Ararat. 28.4.2010 13:15
Dæmdur fyrir að kjálkabrjóta mann á Þjóðhátíð Karlmaður var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að kjálkabrjóta mann á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ágúst 2008. Fórnalamb mannsins brotnaði illa og þurfti að víra kjálkann saman vegna áverkanna. 28.4.2010 13:06
Noti grímur við hreinsunarstarf Öskufall frá eldstöðinni í Eyjafjallajökli hefur nú minnkað til muna. Hins vegar fer nú í hönd mikil hreinsunarvinna á ösku undir Eyjafjöllum og vill sóttvarnalæknir vekja athygli á að fíngerð þurr aska við slíka vinnu getur borist niður í lungu manna og hugsanlega valdið tjóni. 28.4.2010 12:14
Dæmdur fyrir að eyðileggja hraðbanka með steinhellu Nítján ára gamall karlmaður var dæmdur í tíu mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi eystra í dag fyrir fjögur þjófnaðarbrot og fyrir að skemma hraðbanka Arion banka á Akureyri með steinhellu. 28.4.2010 12:12
Slökkva á þriðja hverjum ljósastaur Slökkt verður á þriðja hverjum ljósastaur í Borgarbyggð næsta vetur en sveitarfélagið áætlar að spara rúmar fjórar og hálfa milljón króna á ári með því að breyta skipulagi raflýsingar. 28.4.2010 12:01
Haldið sofandi Stúlkan sem slasaðist þegar ökumaður jeppa velti bíl sínum á Reykjanesbraut um helgina er enn haldið sofandi í öndunarvél. Tvær stúlkur létust í slysinu en ökumaðurinn slapp nær ómeiddur, hann er grunaður um að hafa verið ölvaður undir stýri 28.4.2010 11:53
Flokkarnir takmarka kosningaauglýsingar Stjórnmálaflokkarnir sem bjóða fram til sveitarstjórnakosninga um land allt hafa samþykkt að takmarka auglýsingakostnað við 11 milljónir króna Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstrihreyfingin grænt framboð standa að samkomulaginu. 28.4.2010 11:26
Styrkþegar eiga að velta því alvarlega fyrir sér að stíga til hliðar „Þetta fólk á að hugsa sinn gang mjög alvarlega og velta því fyrir sér hvort þeir séu ekki að gera sér og öðrum greiða með því að stíga til hliðar,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, í viðtali í þættinum Íslandi í bítið í morgun þegar hann var spurður um háa styrki til einstakra stjórnmálamanna. 28.4.2010 11:24
Fíkniefnaakstur á Eskifirði Undanfarna daga hefur lögreglan í umdæmi lögreglustjórans á Eskifirði kært tvo einstaklinga fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og auk þess lagt hald á nokkurt magn fíkniefna. Alls komu átta einstaklingar við sögu. 28.4.2010 11:08
Jónína Ben: Oddviti framsóknarmanna á að víkja Athafnakonan Jónína Benediktsdóttir vill Einar Skúlason, oddviti framsóknarmanna í Reykjavík, víki af listanum líkt og Guðrún Valdimarsdóttir hefur gert. Jónína krefur Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins, um skýringar á brotthvarfinu, en sjálf skipar hún 15. sæti listans. 28.4.2010 11:06
Efla mælingar á svifryki vegna eldgossins Sex milljónum króna verður varið til kaupa og uppsetningar á sjálfvirkum mæli til að mæla svifryk á áhrifasvæði eldgossins í Eyjafjallajökli. Tillaga Svandísar Svavarsdóttur, umhverfisráðherra, þess efnis var samþykkt á fundi ríkisstjórnarinnar í gær, að fram kemur á vef umhverfisráðuneytisins. 28.4.2010 10:42
Rannsóknarskýrslan söluhæsta bókin frá áramótum Samkvæmt metsölulista bókaverslana er skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis langsöluhæsta bókin hér á landi frá áramótum. Alþingi er því útgefandi að mest seldu bók landsins. 28.4.2010 10:28
Bifhjólaslysum fækkar Slysum þar sem bifhjól koma við sögu fækkar umtalsvert árið 2009 borið saman við árið 2008. Þetta kemur m.a. fram í slysaskýrslu Umferðarstofu fyrir árið 2009. Heildarfjöldi slasaðra og látinna fer úr 107 niður í 89 en þetta er 16,8% fækkun. 28.4.2010 10:24
Aska á bílum á Hvolsvelli Aska frá eldgosinu í Eyjafjallajökli er vel merkjanleg á bílum á Hvolsvelli og gætir aðeins á Hellu þar sem gosmökkinn leggur leggur til vesturs og suðvesturs af eldstöðinni. Jarðvísindamenn segja að engin merki séu um að gosinu sé að ljúka og engin merki eru um breytingar undir Kötlu. 28.4.2010 09:57
Tinni fyrir rétti í Belgíu -sakaður um kynþáttafordóma Blaðamaðurinn Tinni er nú fyrir rétti í Belgíu. Áttatíu árum eftir að bókin Tinni í Kongó kom út hefur kongóskur maður krafist þess að hún verði tekin úr verslunum í Belgíu. 28.4.2010 09:42
Börn í leikskólum hafa aldrei verið fleiri Í desember 2009 sóttu 18.699 börn leikskóla á Íslandi og hafa þau aldrei verið fleiri. Leikskólabörnum hefur fjölgað um 421 frá desember 2008 eða um 2,3%. Þessi fjölgun skýrist að hluta til af stærri árgöngum barna á leikskólaaldri auk þess sem sex nýir leikskólar tóku til starfa á árinu. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. 28.4.2010 09:32
Hörð átök í Bangkok Hörð átök brutust út í Bangkok, höfuðborg Tælands, í morgun milli hermanna og mótmælenda sem krefjast þess að þing landsins verði leyst upp, boðað verði til kosninga og að forsætisráðherrann fari úr landi. 28.4.2010 09:07
Fjölmargir eftirskjálftar Að minnsta kosti 35 eftirskjálftar hafa orðið eftir skjálfta upp á 3,2 á Richter, sem varð um 29 kílómetra norðnorðvestur af Siglufirði laust fyrir klukkan sex í gærkvöldi. Annar upp á 3,5 varð þar skömmu síðar. 28.4.2010 08:18
Pabbi Madeleine: Yfirvöld brugðust dóttur minni Gerry McCann, faðir Madeleine litlu sem hvarf af hótelherbergi í Portúgal árið 2007, segir að bresk yfirvöld hafi brugðist dóttur hans. 28.4.2010 08:15
Þjófar gómaðir í fornmunaverslun Lögreglumenn handtóku í nótt tvo karla og eina konu við innbrot í fornmunaverslun í borginni. Nágranni verslunarinnar varð var við mannaferðir þar og lét lögreglu vita, sem gómaði þjófana á staðnum. Þá var fólkið búið að sanka að sér ýmsum munum til að hafa á brott með sér. 28.4.2010 08:09
Ræningi huldi andlitið með klósettpappír Lögregla leitar manns sem rændi verslun vopnaður hnífi í borginni Lincoln í Nebreska í Bandaríkjunum um helgina. Það væri ekki frásögu færandi enda vopnuð rán algeng vestanhafs. Það sem vekur hins vegar athygli er að ræninginn huldi andlit sitt með klósettpappír. 28.4.2010 08:02
Öllu innanlandsflugi frestað Öllu innanlandsflugi Flugfélags Ísands hefur verið frestað fram yfir hádegi en þá verða aðstæður kannaðar nánar. Sömu sögu er að segja hjá Flugfélaginu Erni og er þetta vegan eldfjallaösku í loftrými Reykjavíkurflugvallar. Hinsvegar þykja nú góðar horfur á að innanlandsflug geti hafist eftir hádegi 28.4.2010 07:58
Karfavertíðin að hefjast Karfavertíðin er að hefjast á Reykjaneshrygg, djúpt suðvestur af landinu, og eru ellefu erlendir togarar þegar komnir á miðin og fleiri á leiðinni. 28.4.2010 07:58
Eitt mesta umhverfisslys Bandaríkjanna í uppsiglingu Nái olía sem lekur úr frá sokknum olíuborpalli á Mexíkóflóa til bandarískrar strandar verður eitt mesta umhverfisslys í sögu Bandaríkjanna. 28.4.2010 07:53
HIV-smitaðir geta heimsótt Kína Kínversk yfirvöld hafa aflétt ferðatakmörkunum sem komu í veg fyrir að HIV-smitaðir útlendingar ferðuðust til landsins. Ákvörðunin er tekin í tengslum við heimssýninguna í Shanghai sem hefst formlega á laugardaginn. Búist er við að yfir milljón erlendir gestir leggi leið sína til borgarinnar á meðan sýningin stendur yfir næsta hálfa árið. 28.4.2010 07:50
Ákærður fyrir fjöldamorð Kurmanbek Bakijev, útlægur forseti Kirgistan, hefur verið ákærður fyrir að skipuleggja fjöldamorð. Forsetanum og ríkisstjórn hans var bolað í burtu fyrr í mánuðinum þegar óeirðir brutust út í landinu eftir að tilkynnt var um gríðarmikla hækkun á rafmagnsverði. Ríkisstjórnin hafði jafnframt verið sökuð um langvarandi spillingu. 28.4.2010 07:47
Tölur um styrki til flokka stemma ekki Tölur sem rannsóknarnefnd Alþingis birtir í skýrslu sinni, um styrki frá Kaupþingi og Landsbanka til stjórnmálaflokka árin 2004 til og með 2008, stemma ekki við þær tölur sem stjórnmálaflokkarnir sjálfir létu Ríkisendurskoðun í té. 28.4.2010 06:15
Glitnir styrkti bara flokkana „Þau gögn sem skilanefndin hefur farið yfir gefa ekki til kynna að Glitnir banki hafi styrkt einstaka stjórnmálamenn," segir í yfirlýsingu sem skilanefnd Glitnis sendi frá sér í gær. Árni Tómasson, formaður skilanefndarinnar, segir að engir styrkir til stuðningsmannafélaga stjórnmálamanna hafi heldur komið í leitirnar. 28.4.2010 06:00