Innlent

Noti grímur við hreinsunarstarf

Haraldur Briem, sóttvarnalæknir.
Haraldur Briem, sóttvarnalæknir. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Öskufall frá eldstöðinni í Eyjafjallajökli hefur nú minnkað til muna. Hins vegar fer nú í hönd mikil hreinsunarvinna á ösku undir Eyjafjöllum og vill sóttvarnalæknir vekja athygli á að fíngerð þurr aska við slíka vinnu getur borist niður í lungu manna og hugsanlega valdið tjóni.

Sóttvarnalæknir beinir þeim tilmælum til allra sem vinna við hreinsun á þurri ösku að þeir noti öndunargrímur sem sóttvarnalæknir hefur dreift eða iðnaðarmannagrímur. Öndunargrímur má fá á nærliggjandi heilsugæslustöð við eldgosið eða hjá almannavarnanefnd á Hvolsvelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×