Erlent

Ræningi huldi andlitið með klósettpappír

Mynd/AFP

Lögregla leitar manns sem rændi verslun vopnaður hnífi í borginni Lincoln í Nebreska í Bandaríkjunum um helgina. Það væri ekki frásögu færandi enda vopnuð rán algeng vestanhafs. Það sem vekur hins vegar athygli er að ræninginn huldi andlit sitt með klósettpappír.

Að sögn sjónvarvotta sást einungis í augu og mun mannsins en að öðru leyti hafði hann vafið klósettpappír vandlega um höfuðið. Hann komst undan með andvirði tugi þúsunda króna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×