Erlent

Ákærður fyrir fjöldamorð

Kurmanbek Bakijev, útlægur forseti Kirgistan, bráðabirgðastjórn stjórnarandstöðunnar. Mynd/AFP
Kurmanbek Bakijev, útlægur forseti Kirgistan, bráðabirgðastjórn stjórnarandstöðunnar. Mynd/AFP

Kurmanbek Bakijev, útlægur forseti Kirgistan, hefur verið ákærður fyrir að skipuleggja fjöldamorð. Forsetanum og ríkisstjórn hans var bolað í burtu fyrr í mánuðinum þegar óeirðir brutust út í landinu eftir að tilkynnt var um gríðarmikla hækkun á rafmagnsverði. Ríkisstjórnin hafði jafnframt verið sökuð um langvarandi spillingu.

Yfir 80 létust í átökum mótmælenda og hersins og um 1400 slösuðust. Bakijev er sagður hafa skipað hernum að skjóta á mótmælendur. Dómsmálaráðherra bráðabirgðastjórnar stjórnarandstöðunnar segir að farið verði fram á að hinn útlagi forseti verði framseldur til Kirgistan frá Hvíta-Rússlandi.

Bakijev neitar að viðurkenna bráðabirgðastjórnina og segist enn vera forseti landsins, þótt hann viðurkenni valdaleysi sitt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×