Innlent

Flugvellirnir opnaðir í Keflavík og í höfuðborginni

Lofthelgi við Keflavíkurflugvöll og Reykjavíkurflugvöll hefur verið opnuð fyrir blindflugsumferð. Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvöllur eru því ekki inn á gjóskudreifingarsvæðinu og því opnir.

Fjórar flugferðir eru áætlaðar í kvöld hjá Icelandair Keflavík til Manchester, Stokkhólms, Kaupmannahafnar og Osló.

Tvær vélar Iceland Express, önnur frá Kaupmannahöfn, hin frá London, lenda á Keflavíkurflugvelli í kvöld.

Fjórar vélar félagsins fara frá Keflavík á morgun, til London, Kaupmannahafnar, Alicante og Brussel.

Farþegar sem eiga bókað flug með félaginu eru þó beðnir enn sem fyrr að fylgjast vel með, því áætlun getur breyst með stuttum fyrirvara.

Farþegar eru hvattir til þess að fylgjast með komu- og brottfarartímum á vefsíðu .






Fleiri fréttir

Sjá meira


×