Innlent

Karfavertíðin að hefjast

Karfavertíðin er að hefjast á Reykjaneshrygg, djúpt suðvestur af landinu, og eru ellefu erlendir togarar þegar komnir á miðin og fleiri á leiðinni.

Verið er að búa nokkra íslenskra togara til veiða þar en engin er byrjaður og ekki hefur frést af aflabrögðum erlendu togaranna. Þeir veiða nú þétt upp við 200 mílna mörkin að íslensku efnahagslögsögunni og stíga þar árlegan línudans, því þau mega ekki fara inn fyrir. Landhelgisgæslan fylgist með því að togararnir virði 200 mílna mörkin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×